Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING TÓLF kórar frá öllum Norðurlönd- unum keppa um Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár, en verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðs- þinginu í Ósló í lok október. Verð- launin nema 350 þúsundum danskra króna, eða um 4 milljónum íslenskra króna. Í fyrsta sinn í sögu tónlistar- verðlaunanna er þema ársins kór- söngur, en annað hvert ár er verð- launað fyrir tónverk, en árið á móti falla verðlaunin flytjendum tónlistar í skaut. Fyrir nokkrum árum var tekinn upp sá siður að velja þema þegar flytjendaverðlaunin eru veitt. Samtals eru 12 kórar tilnefndir og hvert hinna fimm Norðurlanda til- nefnir tvo kóra. Sjálfstjórnarsvæðin Færeyjar og Grænland tilnefna einn kór hvort, en engin tilnefning kom frá Álandseyjum. Danir tilnefna kórana Ars Nova og DR Radiokammerkoret / DR Vokalensemblet – Útvarpskór danska ríkisútvarpsins. Finnar til- nefna Philomela og EMO Ensemble, Færeyingar kórinn Tarira og Græn- lendingar Grønlands Nationalkor – Þjóðkór Grænlands. Fyrir hönd Ís- lands eru kórarnir Schola Cantorum og Hamrahlíðarkórinn tilnefndir. Norðmenn tilnefna Det Norske Solistkor – Norska einsöngvarakór- inn og Vokal Nord. Svíar tilnefna Radiokören – Útvarpskórinn og Eric Ericsons Kammarkör. Tilnefnt í tónlist Hamrahlíðarkórinn og Schola Cantorum Morgunblaðið/Jim Smart GÓÐIR gestir, Hyperion- tríóið frá Þýskalandi heldur tónleika í Salnum annað kvöld kl. 20. Tríóið var stofn- að árið 1999 og tveimur árum síðar vann það til fyrstu verð- launa í Brahms-keppninni í Pörtschach. Á efnisskránni er Píanótríó eftir Mozart og Erkihertogatríóið eftir Beethoven. Þá verður einnig frumflutt Tríó nr. 2, sem hópurinn bað Atla Heimi Sveinsson að semja fyrir sig. Atli tileinkar tríóið Thor Vilhjálmssyni rithöfundi. Hyperion-tríóið skipa Oliver Klipp fiðluleikari, Katarina Troe sellóleikari og Hagen Schwarzrock píanóleikari. Tónlist Frumflytja verk eftir Atla Heimi Hyperion-tríóið KVIKSÖGUKVÖLD verður í Tjarnarbíói á morgun kl. 17. Kviksaga er miðstöð kvik- mynda og fræða; vettvangur þar sem fræði og kvikmyndir mætast, eins og við gerð heim- ildarmynda. Myndir kvöldsins eru Our Nation, um unglinga- menningu í Kóreu, Talking Trauma, með frásögnum sjúkraflutningamanna, og Negotiating City, sem byggð er á rannsóknum Kristins Schram á leigubílstjóra í Edinborg. Kristinn er þjóðfræðingur og segir frá fræðilegum bakgrunni heimilda myndanna. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Kvikmyndir og fræði Krassandi kviksaga fer á kreik Kristinn Schram ÍSLENSK-færeyska tríóið Trisfo heldur út- gáfutónleika í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20. Hvatamaður að stofnun tríósins er færeyski kontrabassaleikarinn Edvard Nyholm Debess, en auk hans skipa tríóið Kjartan Valdemarsson og Sigurður Flosason. Tríóið hefur starfað um fjögurra ára skeið og komið fram í Færeyjum, Íslandi og Hjaltlandseyjum. Trisfo hefur á stefnuskrá sinni sameiningu Íslands og Færeyja og þegar fram líða stundir útvíkkun keisaradæmis Norð- ur-Atlantshafsins með innlimun annarra Norð- urlanda. Tónlist Sameining Íslands og Færeyja Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í ÓÐINSVÉUM í Danaveldi er verið að endurskipuleggja hafnarsvæðið og fyrirhugað er að reisa þar nýjan mið- bæjarkjarna. Hér á landi er stödd sendinefnd með borgarstjóra Óð- insvéa, Jan Boye, í fararbroddi, en er- indi nefndarinnar er að kynna hug- mynd um að reist verði vestnorrænt menningarhús á hafnarsvæðinu. Þar er nú fyrir Grænlandshús, en gert er ráð fyrir að hlutverki þess verði breytt, verði nýju hugmyndirnar að veruleika. Erindi sendinefndarinnar er ekki að safna peningum heldur einungis að kynna hugmyndina. Fjáröflun gengur vel og munu Óðinsvé sjá um að kaupa lóð og setja nokkurt fé í reksturinn. Bent A. Koch, sem á sínum tíma kom við sögu í handritamálinu, er einn sendimannanna dönsku. Hann segir að vestnorræna húsinu verði ætlað að vera í senn samkomustaður Grænlendinga, Íslendinga og Fær- eyinga og jafnframt sýningargluggi vestnorrænnar menningar. „Í húsi sem þessu væri hægt að kynna þjóðirnar þrjár og menningu þeirra, “ segir Bent Koch. „Það má hugsa sér einhvers konar samstarf við Norður-Atlantshafsbryggjuna í Kaupmannahöfn, sem stendur fyrir margvíslegri menningarstarfsemi. Munurinn á þessum tveimur menn- ingarhúsum yrði þó í mínum huga sá, að í húsinu í Óðinsvéum ættu ung- menni frá vestnorrænu löndunum sér menningarlegan samastað og athvarf. Þar ættu líka að vera vinnustofur, gestaíbúðir, samkomusalir og margt fleira.“ Bent Koch segir að verði hug- myndin að veruleika verði Græn- landshúsið, sem stendur í dag, selt og andvirðið sett í nýju bygginguna. „Við munum þurfa að sækja um styrki til viðbótar. Við viljum að þetta hús verði sjónarhóll og kennileiti vestnorrænu menningarinnar í Danmörku, og að það verði fallegt og nútímalegt og að fólk vilji sækja það heim.“ Nokkur hundruð Íslendinga eru búsett í Óðinsvéum að sögn Koch, og eru flestir þeirra við nám. „Rúmlega 900 Íslendingar hafa fasta búsetu á Fjóni, og því tel ég að góður grund- völlur sé fyrir því að húsið verði lif- andi.“ Óðinsvé hafa þegar lagt millj- ón krónur danskar, eða um tólf milljón íslenskar krónur, í lóðar- kaupin. Spurður hvort Óðinsvéabúar og aðrir Danir komi til með að sýna vestnorrænu húsi áhuga telur Bent Koch svo vera. „Þetta hús verður kennileiti og áfangastaður allra í borginni. Staðsetning þess verður mjög góð og formaður Íslendinga- félagsins hér er þegar búinn að útbúa lista yfir allt sem húsið gæti orðið.“ Vestnorrænt kennileiti Óðinsvé reisa menningarhús við höfnina Óðinsvé Höfnin þar sem hugmynd er um að byggja vestnorræna húsið. Mælikvarðar á listhneigðþjóða geta verið margskonar. Hvað lagt er mik- ið fé til lista, hversu mörg eða heimsþekkt afrekin eru, á hve gömlum merg er staðið o.s.frv. Sennilega verða þó seint allir sátt- ir um hvað vegur þyngst. Sjálfum hefur mér fundizt einn mælikvarði bera af öðrum, a.m.k. um tjáningarlistir: almenn út- breiðsla þeirra meðal landsmanna. Í fyrsta lagi mæld í horfi og hlustun. Hvað ljósvakamiðla varð- ar má að vísu deila um nið- urstöður kannana fyrir dæmigerð- ar þarfir auglýsenda, en hins vegar ætti að vera auðvelt að taka saman statístík um selda að- göngumiða að leiksýningum og tónleikum. Þær tölur segja líka meira um raunverulegan áhuga viðtakenda en hvenær, hve mörg og hve lengi viðtæki heimilanna eru opin á tiltekinni bylgjulengd.    Í öðru og áþreifanlegra lagi ermælikvarði beinnar þátttöku almennings í flutningi. Sú við- miðun kraftbirtist mér fyrir ald- arfjórðungi í Bandaríkjunum þar sem allt fæst fyrir peninga. Þar er framleitt mest afþreyingarefni á byggðu bóli og flestum í lófa lagið að verða sér úti um hvaðeina sem hugurinn girnist. En þó að hátt í 3.000 árlegir tónleikar stæðu al- menningi ókeypis til boða á vegum háskólans sem ég stundaði bar sáralítið á öðrum hlustendum en stúdentum. Maður hitti oft bæj- arbúa á förnum vegi sem vissu ekki einu sinni af tilvist mennta- setursins, og fóru ekki dult með það: „I don’t know, and I don’t care!“    Við slíkar aðstæður er viðbúiðað fáir finni hjá sér hvöt til að leggja sjálfir eitthvað til mál- anna. Ólíkt hér á landi þar sem varla gefst það fábýlt þorp sem ekki á sér leikfélag, með allt upp í fjórða hvern íbúa sem virkan með- lim. Án þess að eiga neinar UNESCO-tölur handbærar hygg ég að Ísland myndi sömuleiðis gera sig vel á heimsvísu í höfða- töluúttekt á kórþátttöku og nem- endafjölda í klassísku hljóð- færanámi. Að ekki sé minnzt á þann aragrúa ungs fólks sem syngur eða spilar í bílskúrsbandi af mismiklu listfengi en ávallt brennandi áhuga. Sá áhugi ætti að skila sér í sam- svarandi aðsókn að tónleikum og leiksýningum, enda virðist það eiga vel við rokktónleika. Ungt fólk fer meir út á lífið en aðrir, veltuvaggið er orðið býsna sýni- legt í formi vídeómynda í sjón- varpi og nýtur auk þess marg- faldrar athygli fjölmiðla hjá því sem áður var. Ekki á hann síður við leiksýningar ef marka má að- streymi sem varla á sér hliðstæðu í vestrænum heimi. Klassíkin, einkum kammertónlistin, virðist að vísu eiga í nokkurri vök að verjast, þótt mér sé til efs að heildaraðsókn hafi minnkað að ráði. Alltjent verður að telja ástandið furðugott miðað við lítinn „sýnileika“, miklar forsendukröfur til hlustenda og langæjan skort á viðunandi hljómleikasal fyrir SÍ.    En orðan á sér bakhlið. Fleirivirðast nefnilega vilja vera höfðingjar en óbreyttir indjánar. Fyrr í vetur kom fram af Mbl.grein að mun fleiri ungmenni hefðu hug á blaðamennsku en læsu dagblöð(!) Keimlík afstaða ku farin að gera vart við sig í leiklist- arheimi þótt engin hafi ég gögn um það. Hitt þykir mér aftur auð- sætt að hvorki nemendur né full- veðja hljómlistarmenn eru jafn- fjölséðir á tónleikum og vænta mætti. Hvað veldur? Ófullnægjandi af- sláttartilboð á miðaverði til tónlist- arnema? Eftir öllu að dæma virðist a.m.k. ekki einhlít leið til að fjölga í tónleikasölum framtíðar að örva ungt fólk til hljóðfæranáms. Það þarf líka að örva meðsköpun ein- beittrar hlustunar. Kannski ætti SÍ að hafa þetta í huga þegar hljómsveitin heimsæk- ir grunnskóla – að stjörnurnar sem kvikna í augum krakkanna spretta ekki síður af löngun til að spila en hlusta. Höfðingjar og indjánar » Ólíkt hér á landi þarsem varla gefst það fábýlt þorp sem ekki á sér leikfélag, með allt upp í fjórða hvern íbúa sem virkan meðlim. Höfðingjar Stjörnurnar sem kvikna í augum krakkanna spretta ekki síður af löngun til að spila en hlusta. AF LISTUM Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Ásdís VORTÓNLEIKAR Söngsveitarinn- ar Fílharmóníu verða í Langholts- kirkju annað kvöld og þriðjudags- kvöld kl. 20 báða dagana. Flutt verða þrjú kórverk frá 19. öld eftir meist- arana Brahms, Mendelssohn og Schubert. Richte mich Gott er stutt mótetta fyrir átt- radda kór eftir Felix Mendels- sohn. Í mótett- unni syngjast karlaraddir og kvenraddir oft á. Text- inn er fenginn úr 43. Davíðssálmi. Warum ist das Licht gegeben er mót- etta eftir Jóhannes Brahms við texta úr Jobsbók. Verkið er mjög drama- tískt og pólífónískt með mikilli krómatík og krefst mikils af kórnum. Messa í As-dúr eftir Franz Schubert er fyrir kór, fjóra einsöngvara og stóra hljómsveit. Verkið er eitt það viðamesta sem Schubert samdi á sinni stuttu ævi enda var hann mörg ár að ljúka því. Hann var einstaklega stoltur af verkinu og sendi það víða til að sýna fram á hvers hann var megn- ugur. Í messunni koma einkenni Schuberts skýrt fram þar sem mikið er um fallegar laglínur. Verkið flutti Söngsveitin Fílharmónía fyrir 30 ár- um með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Marteins H. Friðriksson- ar og var það frumflutningur á Ís- landi. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna María Cortes, Jónas Guðmundsson og Alex Ashworth. Sif Tulinius leiðir hljómsveitina og Magnús Ragnarsson stjórnar. Þýsk róm- antík hjá Fílharmóníu Magnús Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.