Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Við erum á kafi í verk- efnum í kringum vaxtarsamninginn fyrir Suðurland. Ég tel að sókn- arfærin á Suðurlandi séu sterkust í gegnum samstarf og samvinnu. Við þurfum að efla samstarfsnetið á Suðurlandi og hvetjum fólk til sam- starfs en það er mikilvægt að fólk þori að vinna saman. Vaxtarsamn- ingurinn nýtist þeim sem vilja nýta sér hann,“ sagði Steingerður Hreinsdóttir, verkefnastjóri hjá At- vinnuþróunarfélagi Suðurlands. „Það liggja mikil sóknarfæri í skólamálum og menntun, það er nauðsynlegt að efla háskóla- menntun á svæðinu en Suðurland er undir landsmeðaltali hvað snertir háskólamenntað fólk. Háskóla- starfsemi mun draga að háskóla- menntað fólk sem vill búa á svæðinu og skapar um leið umhverfi í kring- um sig. Ég vil sjá meiri samvinnu á háskólasviðinu þannig að fólk geti sótt sér háskólamenntun í gegnum háskólaklasa sem svo myndar ákveðið samfélag utan um menntun á mismunandi sviðum háskóla- náms.“ Þarf frjóa hugmynd Fólk sem hefur hug á að byggja upp atvinnustarfsemi getur leitað til Atvinnuþróunarfélags Suðurlands um aðstoð við að gera hugmyndir að veruleika. „Við hjálpum fólki að byggja upp sína starfsemi hvort sem er frá grunni eða við að stækka þann rekstur sem fyrir er. Það þarf bjartsýni og jákvæðni til að gera það sem mann langar til og við hvetjum fólk til að koma með hugmyndir til okkar og hafa þær sem mótaðastar. Við búum ekki til hugmyndir, fólk verður að hugsa þær sjálft en það er alveg klárt að það þarf frjóa hugsun til að móta nýja viðskiptahugmynd og þor til að hrinda henni í framkvæmd,“ sagði Steingerður og lagði áherslu á að fólk væri hvatt til að fara vel í gegn- um eigin hugmyndir um fyrirtæki og vera gagnrýnið. „Það er mjög mikilvægt að fyr- irtæki á Suðurlandi standi saman og vinni saman. Vaxtarsamning- urinn gefur litlum félögum tækifæri til að taka sig saman og markaðs- setja sig sem heild eða standa sam- an að útboði til að ná meiri árangri en ella. Ég held að það sé jarðvegur fyrir þessa hugsun. Mér finnst þetta vera að breytast og fólk er smám saman að kveikja á klasa- hugmyndinni sem byggist á sam- starfi í samkeppni. Fyrirtækin eru í samkeppni en vinna saman að því að fá stærri verkefni inn á svæðið. Svo held ég að samfélagsgerðin hérna sé smám saman að breytast. Það eru margir sem keyra til Reykjavíkur eftir vinnu en ég held að það verði stutt í að fólk fari að hugsa stærra og að hérna verði meira umfang í atvinnustarfsemi. Aðstæðurnar hér geta skapað grundvöll fyrir stórhuga áform, fólk vill hafa slíka möguleika nálægt sér,“ sagði Steingerður, sem líkar mjög vel við starfið sem hún er í. Lifandi og frjótt starf „Þetta er rosalega skemmtilegt starf, lifandi og frjótt. Það sem er skemmtilegast við það er að hér vinnum við með einyrkjum og smá- fyrirtækjum en líka stórfyr- irtækjum og sveitarstjórnum. Hér er því öll flóra atvinnulífsins undir og það gefur starfinu mikið gildi. Mér finnst fólk svo áhugavert og skemmtilegt. Það er nú einu sinni þannig að því breiðari flóru mann- lífsins sem maður umgengst því meira lærir maður en öll atvinnu- uppbygging snýst að einhverju leyti um samskipti,“ sagði Steingerður sem býr á Selfossi með tveimur börnum sínum, 13 og 15 ára, og nýt- ur þess að vera í samskiptum við þau. „Við bíðum eftir vorinu til að komast út en við höfum mjög gam- an af að ferðast, hvort sem er um landið eða til að njóta þess að vera á sólarströnd,“ sagði Steingerður en eitt af því sem hún stundar til að efla sjálfan sig er hin áreynslumikla líkamsrækt sem ber heitið „Boot Camp“. „Það er æðisleg útrás í þessu,“ sagði Steingerður Hreins- dóttir verkefnisstjóri hjá At- vinnuþróunarfélagi Suðurlands. Við þurfum að efla samstarfs- net fyrirtækja á Suðurlandi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Atvinnuþróun Steingerður Hreinsdóttir segir að mikil tækifæri liggi í auk- inni menntun og hún vill auka háskólamenntun á Suðurlandi. Atvinnuráðgjafinn stundar „Boot Camp“ af dugnaði Í HNOTSKURN »Steingerður Hreinsdóttirhefur starfað að atvinnu- málum á Suðurlandi frá því í ágúst 2005. »Hún lauk 4 ára háskóla-námi í Bretlandi í alþjóða- samskiptum og er með meist- arapróf í þeim fræðum og MBA-próf í viðskiptastjórnun. Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Bátar hvalaskoðunarfyr- irtækisins Gentle Giants á Húsavík standa nú uppi á landi þar sem ver- ið er að skvera þá fyrir hvalaskoð- unina á komandi sumri. „Við ætl- um að byrja fyrr í ár en áður, eða 1. maí nk., þannig að við eru fyrr á ferðinni við undirbúning bátanna en áður. Ætlum að hafa tímann fyrir okkur,“ segir Stefán Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, og bætir við að hon- um finnist ýmislegt benda til þess að töluvert verði af hval á ferðinni í Skjálfanda og hann verði snemma á ferðinni í ár. „Það gekk óvenjumikið af loðnu á grunn norðanlands um daginn, töluvert meira en í fyrra, að því er virðist, og Skjálfandi var þar engin undantekning. Það er ljóst að mik- ið líf fylgir slíkum göngum og hafa nú þegar sést höfrungar í hundr- aðavís ásamt einhverju af hrefnu og í það minnsta einn hnúfubakur. Þetta er óvenju snemmt,“ segir Stefán. Ógætileg pólitísk ákvörðun En hver voru viðbrögð við- skiptavina við hvalveiðum Íslend- inga? „Hvalveiðarnar síðasta haust urðu til þess að óhemju mikið barst til okkar af tölvupósti á meðan þær stóðu yfir. Í þeim var fólk ann- aðhvort að lýsa yfir vanþóknun sinni á þessum veiðum, sagðist í leiðinni ekki heimsækja Ísland á meðan þær væru stundaðar, eða hreinlega afbóka ferðir til okkar. Eftir að veiðum lauk hefur lítið borið á slíkum mótmælum. Mér finnst eðlilegt að fólk láti skoðanir sínar í ljós með þessum hætti, enda eiga þessar hvalveiðar okkar lítið skylt við vísindi að mínu mati. Það væri auðveldlega hægt að afla þessara upplýsinga með öðrum hætti, eins og t.d. með atferlisrann- sóknum sem ættu auðvitað að koma löngu á undan svona dráps- rannsóknum. Þetta var auðvitað bara ógætileg pólitísk ákvörðun,“ sagði Stefán hvalaskoðunarmaður. Gentle Giants fékk fyrir skemmstu afhentan bláfánann, al- þjóðalegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun hafna og baðstranda. „Þessi viðurkenn- ing til okkar frá Landvernd í formi bláfánans er í raun bara góð stað- festing á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár í fyrirtæk- inu. Um leið er þetta staðfesting á því sem ég hef verið að gera sjálf- ur þau rúm þrjátíu og fimm ár sem ég hef umgengist Skjálfandaflóa. Það hef ég gert í takt við það sem forfeður mínir gerðu á þeim slóð- um öldum fyrr, það er að umgang- ast flóann með nærgætni og virð- ingu,“ sagði Stefán Guðmundsson. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vertíðin undirbúin Aþena og Faldur eru í skverun á hafnarkantinum þessa dagana. Aðalsteinn Ólafsson hjá Gentle Giants háþrýstiþvær Aþenu. Bátarnir skveraðir LANDIÐ KOMUM við í sjónvarpinu? spurðu þau hvert í kapp við annað, börnin í 3. bekk Glerárskóla þegar Sigurður Hlöðversson frá akureyrsku sjón- varpsstöðinni N4 mætti á Glerár- torg í hádeginu í gær með græjur sínar. Börnin voru viðstödd opnun sýningar á teikningum nemenda 3. bekkja allra grunnskóla bæjarins, þar sem viðfangsefnið er nauðsyn þess að nota hlífðarhjálma þegar farið er út að hjóla eða á skauta. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Komum við í sjónvarpinu? EKKI er gert ráð fyrir því, í starfs- áætlun íþróttaráðs til þriggja ára, sem samþykkt hefur verið í bæj- arráði, að nýtt keppnisgólf verði sett í Íþróttahöllina eða íþróttahús KA. Jóhannes G. Bjarnason, Fram- sóknarflokki, lét bóka að inn í áætl- unina vantaði kafla um byggingu ökugerðis og aksturssvæðis fyrir Bílaklúbb Akureyrar, auk þess að flokkur hans ítrekaði þá afstöðu að Akureyrarvöllur yrði byggður upp sem keppnisvöllur og félagssvæði íþróttafélaganna byggð upp. Ekki nýtt gólf ÞRJÚ leikverk verða í boði á Ak- ureyri um páskana á vegum Leik- félags Akureyrar. „Það má segja að þetta sé lítil leiklistarhátíð,“ segir Magnús Geir Þórðarson leikhús- stjóri. Stóru leikhúsin í Reykjavík eru lokuð um páskana, gjarnan hefur eitt verk verið sýnt á Akureyri en nú blæs Magnús til sóknar. „Ég held það sé óhætt að fullyrða að aldrei hafi gestir Akureyrar haft úr meira úrvali leiksýninga að velja,“ segir hann. Verkin sem sýnd verða eru Lífið – notkunarreglur, Best í heimi og Ausa Steinberg. Lífið var frumsýnt í síðustu viku og þegar er uppselt á flestar sýn- ingar í páskavikunni en aukasýning- um hefur verið bætt við á skírdag og laugardaginn fyrir páska. Þriðjudaginn 3. apríl hefjast sýn- ingar á gestasýningunni Best í heimi sem sýnd var í Iðnó í vetur en þar var uppselt á allar sýningar. Best í heimi er háðsádeila á íslenskt sam- félag í dag. Gert er grín að þjóðar- stolti Íslendinga og varpað ljósi á spaugilegar aðstæður útlendinga við að fóta sig í nýju landi, segir Magnús Geir. Haustið 2004 frumsýndi LA í sam- starfi við Borgarleikhúsið leikritið Ausa Steinberg eftir Lee Hall. Sýn- ingunni var afar vel tekið og ekki síst hlaut Ilmur Kristjánsdóttir frábæra dóma fyrir túlkun sína á hinni níu ára gömlu Ausu. Vegna fjölda áskorana var ákveðið að taka verkið til sýninga á ný og verða þrjár sýningar á Akureyri í dymbilviku. Sýningin er endurunnin og er verkið nú leikið í heild sinni. Sýningar eru í Akureyrarkirkju en aðstandendum þykir kirkjan henta umfjöllunarefni verksins sérstak- lega vel. Aðeins verða þrjár sýning- ar, þar á meðal eftirmiðdagssýning á föstudaginn langa. „Leiklistarhátíð“ LA um páskana VERÐ á skólamáltíðum í leik- og grunnskólum á Akureyri hefur ver- ið lækkað. Verð á hverri máltíð er nú 229 kr. ef miðað er við ann- arkort, 274 kr. ef keypt er mán- aðarkort og 309 kr. fyrir stakar máltíðir. Verð til starfsmanna hef- ur verið lækkað niður í 200 kr. fyrir hverja máltíð. Verð skóla- máltíða lækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.