Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 25 Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Það þarf að finna farveg fyrir fyrirtæki og félagasam- tök til að koma meira að dagskrá Ljósanætur. Draumurinn yrði að fyr- irtæki og félagasamtök tækju yfir dagskrána en Reykjanesbær sæi ein- ungis um yfirstjórn,“ sagði Ásmund- ur Friðriksson, verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ, á málþingi um sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja, félaga- samtaka og einstaklinga í menningar- málum og á bæjarhátíðum. Yfirskrift þingsins var „Ræktum frumkvæðið og kraftinn“. „Ekkert ríkiskerfi ræður við þá fjölbreyti sem samfélagið býr við,“ sagði Þorsteinn Pálsson, ritstjóri og fyrrverandi ráðherra, í erindi sínu um samfélaglega ábyrgð fyrirtækja. Hann talaði um hvernig nútímasam- félag væri þess eðlis að ábyrgðin hvíldi á mönnum jafnt sem fyrirtækj- um og að hin samfélagslega ábyrgð væri brúarsmíð milli fyrirtækja og einstaklinga, t.d. listamanna. „Enginn er eyland í samfélagi. Allir eru bundn- ir öðrum og því er ábyrgðin sameig- inleg.“ Skapar jákvæða ímynd Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Höfuðborgarstofu, sagði að auka þyrfti skapandi þátttöku fyrirtækja. „Það þarf að breyta því að fyrirtækin séu þöglir þátttakendur og fá starfs- fólk til að taka meiri þátt í undirbún- ingsstarfi og uppákomum bæjarhá- tíða. Þátttaka fyrirtækja skapar þeim jákvæða ímynd, það eru þeirra laun.“ Á málþinginu var rætt vítt og breitt um samfélagslega ábyrgð og hvernig hin félagslega ábyrgð næði ekki síður til félagasamtaka og einstaklinga. Þannig fela styrkir Reykjanesbæjar til menningarfélaga t.d. í sér þátttöku í bæjarhátíðum og rætt var um að eðlilegt væri að styrkþegar sneru við- skiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem veittu þeim styrki. Ingólfur Karlsson veitingamaður á Langbest sagði það reynslu sína að styrkir fyr- irtækisins hafi skilað sér til baka. „Þegar veitingastaður minn hefur fengið samkeppni, aukast viðskiptin.“ Nálægðin minnkar Það kom einnig fram á málþinginu að landslag fyrirtækja hafi breyst og oft hafi sameining fyrirtækja gert mönnum erfiðara fyrir um að ná í styrki, þar sem nálægðin væri ekki lengur til staðar. Baldur Guðmunds- son markaðsstjóri Sparisjóðs Kefla- víkur sannfærði gesti um að spari- sjóðurinn myndi halda nálægðinni við viðskiptavini og samfélagið allt þrátt fyrir stækkun eða sameiningu, en sparisjóðurinn en aðal bakhjarl menningar í Reykjanesbæ og var málþingið haldið í boði hans. Auka þarf skapandi þátttöku fyrirtækja Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ábyrgð Baldur Guðmundsson flytur erindi. Við borðið sitja Ásmundur Friðriksson, Björk Guðjónsdóttir, Þorsteinn Pálsson og Sif Gunnarsdóttir. Í HNOTSKURN »Menningarmál eru talinneinn mikilvægasti mála- flokkur sveitarfélaga. »Menning fékk mesta fjöl-miðlaumfjöllun allra mál- efna í Reykjanesbæ á síðasta ári, fyrir utan sveitarstjórnar- mál á kosningaári. SUÐURNES ÞAÐ ERU málverk eftir hina banda- rísku Pat Steir sem mæta auganu þegar komið er inn í vestursal Kjar- valsstaða á samsýningu fjögurra listamanna, sem auk Steir eru Rúrí, Ólafur Elíasson og Hekla Dögg Jónsdóttir. Ógurlegar drunur berast manni hins vegar til eyrna og reyn- ast vera vatnsgnýr í verki Rúríar sem ber heitið „Fossaföll“ og gefur jafnframt „tóninn“ fyrir sýninguna í heild sem heitir einfaldlega Foss. Pat Steir er þekkt fyrir afar stór málverk þar sem hún nýtir sér þyngdarafl jarðar við að leggja málninguna á myndflötinn og líkir á vissan hátt eftir hreyfingum fossa: málningunni er hellt og skvett á strigann og hún gjarnan látin renna í taumum niður eftir fletinum. Vísunin til fossa er þó ekki einungis í vinnu- laginu heldur er hún einnig sjónræn svo sem í verki þar sem lóðréttar lín- ur gagnsærra málningartauma, sem mynda eins konar fossasyllur, eru brotnar upp með léttum leik máln- ingar sem virðist hafa verið úðað á flötinn og gæðir verkið jafnframt dýpt og hreyfingu. Í öðrum verkum dreifist málningarúðinn um allan myndflötinn og minnir ýmist á foss- úða eða stjörnuþoku. Í nærmynd verða hinir óhlutbundnu þættir meira áberandi og áhorfandinn fer að rýna í mismunandi þykkt eða áferð málningarinnar og velta fyrir sér uppbyggingu verkanna. Hárin taka svo að rísa á höfði sýn- ingargesta þegar inn í skjáinnsetn- ingu Rúríar í aflokuðu rými er komið og æðisgenginn kraftur Dettifoss (og annarra fossa) tekur völdin í skynjuninni. Myndskeiðum af foss- inum hefur verið varpað á gagnsæ sýningartjöld sem hanga um allt rýmið þannig að það er líkt og geng- ið sé inn í foss eða á bak við hann. Foss Rúríar er brotinn með marg- víslegum sjónarhornum og verkið hefur geómetríska vídd þó að hér sé um „realískari“ fossamynd að ræða en í verkum Steir, eða eiginlegri eft- irlíkingu af fossi. Hin mörgu sjón- arhorn, eða sýnishorn af fossi minna sýningargesti einmitt á að hér er um eftirmynd í safni að ræða: Rúrí hefur skrásett náttúrufyrirbærið – og upp- lifun af því – í hljóði og mynd til varð- veislu nú á þessum síðustu og verstu tímum fyrir náttúruna þegar heilu fossaraðirnar hverfa í uppistöðulón til rafmagnsframleiðslu. Walter Benjamin benti á mögu- leika tækninnar til að hafa áhrif á skynjun mannsins og fræg er um- ræða hans um brotthvarf áru lista- verksins í tæknilegri fjölföldun. Rúrí leitast við að varðveita „áru“ fossins einmitt í endurgerðinni og nýtir einkar vel tæknilega (og kaldhæðn- islega rafvædda) möguleika til að koma til skila fegurð hans og seið- mögnuðum krafti. Rafvæddur fossskúlptúr Heklu Daggar Jónsdóttur, samsettur úr ljósleiðurum, er eins og ímynduð til- raun til túlkunar á fossi í fjarlægri framtíð þegar fossar væru horfnir af yfirborði jarðar og listamaðurinn byggði á hugmyndum sem varðveist hefðu í munnlegri geymd. Flæðið í verkum Steir og Rúríar (sem þó ein- kennist einnig af rofi) víkur hér fyrir brotalínum og bláleitt ljósblikk minnir á neonskilti borgarinnar fremur en náttúruna. Verk Ólafs Elíassonar, „Öfugur foss“, hið eina er inniheldur fossandi vatn, skírskotar ekki aðeins til foss- formsins, stalla eða syllna eins og í fossi Steir heldur til eðlisheimsins: það stendur úti og tekur breytingum eftir veðri og vindi og endurómar þannig eiginleika náttúrulegra fossa. Þótt foss Ólafs, sem streymir upp á við, geti virst andstæður náttúrulög- málum koma upp í hugann „öfugar“ íslenskar fjallabunur þar sem vind- urinn lætur þyngdarafl jarðar sig engu varða og feykir vatnsbununni upp í loft. Í verki Ólafs og raunar í verkum allra sýnendanna er tæknileg sam- setning verksins/fossins vel sýnileg og beinlínis mikilvægur hluti af verkinu. Hvað svo sem vakir fyrir listamönnunum – fagurfræðilegar vangaveltur, andleg íhugun frammi fyrir náttúrunni eða gagnrýnin af- staða til nýtingar á henni – fjallar sýningin Foss ekki síst um listsköp- unina sjálfa, um afl hennar og afl- vaka. Tilbrigði við foss MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Til 29. apríl 2007 Opið alla daga kl. 10–17. Aðgangur kr. 500. Eldri borgarar og öryrkjar kr. 250. Hópar (10+) kr. 250. Yngri en 18 ára: ókeypis. Ókeypis á fimmtudögum. Foss/Rúrí, Pat Steir, Ólafur Elíasson og Hekla Dögg Jónsdóttir Anna Jóa Morgunblaðið/Árni Sæberg Foss Sýningin fjallar um listsköpunina sjálfa, um afl hennar og aflvaka. ÆTTAR- og fjölskyldusaga, sem tengist stöðum á sunnanverðu landinu, náttúru og húsum, er uppi- staða sýningar Borghildar Óskarsdóttur sem opnuð verður kl. 14 í dag í Listasafni ASÍ; – en ívafið, skálar og stjörnumerki. Loftið sem við öndum að okkur lék um fyrri kynslóðir og raddirnar sem við heyr- um eru í vissum skilningi bergmál þeirra radda sem nú eru þagnaðar. Sögur frá liðnum tíma Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 11-18Opið Gleðilega páska Frábær páskatilboð Margar gerðir af allskonar vösum Fjölbreytt úrval Feng-Shui vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.