Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 23 ANDSTÆÐINGAR herforingjanna sem rændu völdum í Taílandi efndu í gær til mótmæla við ráðhúsið í höfuðborginni Bangkok og sjást hér veifa þjóðfánanum. Nýjar þing- kosningar verða í haust. Reuters Mótmæli í Bangkok SVO virðist sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sé nú búinn að gefa vin sinn, Alberto Gonzales dómsmálaráðherra, upp á bátinn ef svo má segja en fyrrverandi aðstoð- armaður ráðherrans ber nú, að hann hafi tekið fullan þátt í brott- rekstri átta alríkisdómara. Gonzal- es hefur neitað því hingað til. Kyle Sampson, fyrrverandi að- stoðarmaður Gonzales, sagði fyrir dómsmálanefnd öldungadeild- arinnar, að ráðherrann og Harriet Miers, ráðgjafi Bush, hefðu ráðið mestu um brottrekstur dómaranna en þeir segjast hafa verið reknir fyrir að ganga ekki erinda rík- isstjórnarinnar. Bush átti í fyrradag lokaðan fund með fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana og var þá spurður um Gonzales. Sagt er, að hann hafi ekki tekið upp hansk- ann fyrir hann, aldrei þessu vant, heldur end- urtekið, að hann yrði sjálfur að ráða fram úr sín- um málum. Eftir framburð Sam- psons fyrir dóms- málanefndinni sagði Arlen Specter, áhrifamesti repúblikaninn í henni, að ástæða væri til að efast um, að Gonzales hefði sinnt sínu starfi með tilhlýði- legum hætti. Gonzales hefur áður borið, að hann hafi ekki tekið þátt í neinum viðræðum eða séð nokkur skjöl um brottrekstur dómaranna. Á hann að koma fyrir dómsmálanefndina 17. apríl nk. Enn hitnar undir Gonzales í embætti dómsmálaráðherra Alberto Gonzales NOKKUÐ ljóst virðist vera, að sá vinsæli bíll Volkswagen Caddy er ekki alveg gallalaus. Hann lyktar nefnilega að innan eins og margir kettir hafi migið í hann. Hefur ver- ið kvartað undan þessu, einkum í Svíþjóð, og talsmaður Volkswagen þar í landi viðurkennir vandann. Segir hann, að ástæðan sé sú, að raki komist inn í bílinn með bens- íngjöfinni og gangi síðan í samband við efni, sem eru í gúmmímottunni. Það valdi lyktinni. Bætti hann því við, að þeir, sem líkaði ekki lyktin, gætu komið á næsta Volkswagen- verkstæði og fengið úr þessu bætt. Líkar ekki kattarlyktin 1. apríl er á morgun og rétt að rifja upp, að 1957 tilkynnti BBC, að búið væri að útrýma spaghettí-bjöllunni og nú blómstruðu spaghettí-trén sem aldrei fyrr. Linnti þá ekki lát- unum í fólki, sem vildi vita hvar hægt væri að kaupa spaghettí-tré. Spaghettí-trén MIKIL svifryksmengun hefur verið í Stokkhólmi í mánuðinum og oft yfir því hámarki, sem ESB-reglur kveða á um. Er óvanalega milt veð- ur sagt eiga sinn þátt í því en þó einkum mikil nagladekkjanotkun. Hefur hún aukist um 10% frá fyrra ári. Vegna þess hefur verið lagt til, að umferð verði stundum bönnuð á götum nálægt íbúðahverfum. Umferðin bönnuð Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BRESKIR ráðamenn segjast ætla að þrýsta eftir mætti á stjórnvöld í Teheran á alþjóðavettvangi vegna deilunnar um sjóliðana 15 sem Íran- ar handtóku á umdeildu svæði á landamærum Írans og Íraks fyrir viku. Mikil reiði er í Bretlandi vegna málsins en Tony Blair forsætisráð- herra sagði í gær að sýna yrði þol- inmæði; aðaláherslan yrði að vera á að fá fólkið leyst úr haldi. Blair lýsti andstyggð sinni á því hvernig Íranar hefðu notað fangana í áróðursskyni. Breskur sjóliði, Thomas Summers, kom fram á ír- anskri sjónvarpsstöð í gærmorgun og baðst afsökunar. „Ég ítreka að ég biðst innilega afsökunar á að hafa farið inn í landhelgi ykkar,“ sagði Summers á myndbandi sem var sýnt á al-Alam-sjónvarpsstöðinni. Bresk yfirvöld hafa brugðist harkalega við og telja ljóst að sjólið- arnir séu þvingaðir til að segja það sem fyrir þá sé lagt. „Að nota her- menn okkar í áróðursskyni á þennan máta er svívirðilegt,“ sagði talsmað- ur utanríkisráðuneytisins í London. Áður hafði verið birt svipuð yfirlýs- ing sjóliðans Faye Turney sem Ír- anar gáfu í skyn að þeir myndu leysa úr haldi en þeir hættu síðan við það. Bresk stjórnvöld fóru með málið fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna. Fullyrða Íranar að verið sé að misnota öryggisráðið, um sé að ræða tvíhliða deilu ríkjanna sem komi ráðinu ekkert við. Öryggisráðið lýsti í yfirlýsingu sinni yfir „þungum áhyggjum“ vegna málsins og hvatti til að breskir sendimenn fengju að ræða við fangana. Vegna andstöðu Rússa fengu Bretar því ekki fram- gengt að öryggisráðið fordæmdi að- gerðir Írana. Áhyggjur vegna deil- unnar endurspeglast í hækkandi olíuverði á heimsmörkuðum, fatið var komið í 69 dollara í gær. Saka Íran um áróðursstríð Jerúsalem. AFP. | Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, segir að um- bylting hafi orðið í afstöðu arabaríkj- anna gagnvart friðarumleitunum og segir raunhæft að samningar takist innan fimm ára. Ríki Arababanda- lagsins ítrekuðu í fyrradag gamlar tillögur sínar um að friður verði sam- inn gegn því að Ísraelar yfirgefi her- numdu svæðin. „Það er að myndast blokk ríkja sem skilja að þau hafi ef til vill haft rangt fyrir sér þegar þau töldu Ísr- ael vera mesta vandamál heimsins,“ sagði Olmert í viðtali við Haaretz í gær. „Þetta er byltingarkennd af- stöðubreyting.“ En ráðherrann tók einnig fram að alls ekki kæmi til mála að samþykkja kröfu arabaríkj- anna um að palestínskir flóttamenn fengju að snúa heim til svæða sem þeir og forfeður þeirra áttu í Ísrael. Fagnar frið- artillögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.