Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 49 ✝ Erlingur Jó-hannesson fæddist á Hallkels- stöðum í Hvítársíðu 11. desember 1915. Hann lést eftir stutta sjúkralegu á Sjúkrahúsinu á Akranesi 23. mars síðastliðinn. Hann var næstyngstur sjö barna hjónanna Jóhannesar Benja- mínssonar, bónda á Hallkelsstöðum, og konu hans Hall- dóru Sigurðardóttur. Systkini Erlings voru Guðný, f. 1904, Að- alheiður Helga, f. 1906, Nikulás, f. 1908, Benjamín Nikulás, f. 1909, Sigurður, f. 1912, og Þór- hildur, f. 1917. Öll eru systkinin nú látin. Erlingur ólst upp á Hallkels- stöðum í stórum systkinahópi og bjó þar allt sitt líf. Hann vann við bú foreldra sinna og tók síð- an við búskapnum árið 1954. Benjamín bróðir hans tók við hluta Hallkelsstaða árið 1942 og bjuggu þeir bræður félagsbúi á Hallkelsstöðum til ársins 1974 er Benjamín varð að bregða búi sökum heilsubrests. Erlingur bakka veturna 1933–1934 og 1934–1935. Hann fór svo í hér- aðsskólann í Reykholti veturna 1935–1936 og 1936–1937 ásamt Þórhildi systur sinni og sóttist námið vel enda mikill náms- maður og stálminnugur. Eftir skólaveruna í Reykholti var Er- lingur vinnumaður á búi foreldra sinna auk þess sem hann sinnti ýmsum störfum er til féllu í sveitinni. Á fyrrihluta 20. aldar var tíðarandinn allt annar en við þekkjum í dag. Ungmennafélagið Brúin var stór þáttur í lífi fólks- ins í Hvítársíðu á þeim tíma og var Erlingur mjög virkur í starf- semi Ungmennafélagsins, var m.a. formaður félagsins í þrjú ár auk þess sem hann var fulltrúi í Ungmennasambandi Íslands til margra ára. Einnig sá hann um Lestrarfélagið ásamt Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka. Erlingur og Þórhildur systir hans fóru á Dvalarheimilið í Borgarnesi haustið 1999 og dvöldust þar til æviloka, en Þór- hildur lést í desember 2000. Er- lingur tók virkan þátt í fé- lagsstarfinu á Dvalarheimilinu og leið mjög vel þar þótt hug- urinn væri alltaf bundinn við sveitina heima. Útför Erlings verður gerð frá Reykholtskirku í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verð- ur í Gilsbakkakirkjugarði. kvæntist aldrei og var Þórhildur systir hans bústýra hjá honum allan hans búskap. Þau höfðu mikinn áhuga á ís- lensku samfélagi og þjóðfélagsmálum. Þessi áhugi beindist ekki síður að systk- inabörnunum og af- komendum þeirra og vissu þau systk- inin alltaf hvað systkinabörnin voru að nema og starfa og fylgdust vel með afkomendum allra Hallkelsstaðasystkinanna. Hallkelsstaðaheimilið var mikið menningarheimili þar sem var haldið fast í gamlar hefðir og ís- lenskt handbragð haft í háveg- um, og átti það ekki síst við um Erling. Skólaganga Erlings var ekki löng frekar en svo margra samtímamanna hans. Hann naut leiðsagnar heima fyrir þar sem honum var kennt að lesa og draga til stafs ásamt ýmsu fleiru. Fermingarundirbúningurinn fór fram heima fyrir og svo kom presturinn og hlýddi honum yfir kverið eins og títt var í þá daga. Erlingur var vinnumaður á Gils- Þá er Elli frændi fallinn frá á 92. aldursári. Það er hár aldur og þar er horfinn sjónum mikill höfð- ingi, fræðimaður og hagyrðingur þótt ekki hafi hann látið mikið yfir sér. Lífshlaup frænda var eins og svo margra annarra Íslendinga af þeirri kynslóð sem nú er óðum að kveðja. Hann tók við ættarjörðinni af foreldrum sínum og bjó þar sáttur við lífið og tilveruna. Elli varð ungur mjög hneigður fyrir bústörf og var mikill dýravinur og hugsaði afskaplega vel um þær skepnur sem voru í hans umsjón. Hugur hans var alltaf bundinn við það að hugsa sem best um bless- aða málleysingjana og komu þeirra þarfir langt á undan hans eigin þörfum, enda var það svo að flest- ar skepnur treystu honum full- komlega. Hann gat kallað til sín kindurnar sínar og eftir að hann fatlaðist og átti orðið erfiðara með gang kallaði hann bara og komu þær jafnvel hlaupandi til hans ut- an úr haga og snoppuðu í vasa hans eftir einhverju góðgæti. Það er óhætt að segja að Elli hafi verið ómetanlegur kraftur í menningu og starfi Hvítsíðinga. Hann var óþreytandi í að semja skemmtiefni og sótti þá efnivið í daglega viðburði samfélagsins. Elli, Guðmundur á Kirkjubóli og Björn á Haukagili sömdu revíuna „Haustkvöld við Hvolpapoll“ vet- urinn 1940–1941 og var hún frum- flutt við góðar undirtektir um sumarmál 1941. Tveimur árum síðar var svo frumflutt revían „Jörvagleði“ eftir sömu höfunda sem hafði þá bæst liðsauki í Magnúsi á Gilsbakka. Það má segja að þessar revíur hafi verið lifandi verk því þær tóku oft breytingum á milli æfinga og jafn- vel á milli sýninga því þegar eitt- hvað fréttnæmt gerðist í sveitinni var búinn til um það bragur sem var bætt inn í næstu sýningu. Það eru ótal vísur og kvæði sem Elli samdi á sínum 90 ára ferli og víst er að ekki er nema smá brot af því varðveitt. Stór hluti af því voru að sjálfsögðu samtímagam- anmál og stökur sem kastað var fram við alls konar tækifæri og eðli málsins samkvæmt ekki ætlað að geymast, en ýmislegt hefur varðveist og er það vel. Í mörg ár sá hann um að semja gamanbragi um sveitungana sem voru fluttir á góugleði í Brúarási við mikinn fögnuð. Elli og Lóa fóru á Dvalarheim- ilið í Borgarnesi haustið 1999 og dvöldust þar til æviloka, en Lóa lést í desember 2000. Elli hugsaði ákaflega vel um systur sína og bar hag hennar alltaf fyrir brjósti og hugsaði fyrst um hana og svo um sjálfan sig. Hann tók virkan þátt í félagsstarfinu á dvalarheimilinu og leið mjög vel þar, þótt hugurinn væri alltaf bundinn við sveitina heima og voru það hans sælustu stundir þegar hann gat dvalist með fjölskyldunni heima á Hall- kelsstöðum. En nú er Elli lagður af stað í ferðina löngu og fór sáttur í þá ferð. Ég þakka fyrir þann tíma sem við fengum að vera samferða og er ekki í nokkrum vafa um að án Ella frænda hefði líf okkar allra orðið mun fátæklegra í alla staði. Sú jákvæða lífssýn og væntum- þykja sem alltaf beindist að okkur er ákaflega mikils virði og verður aldrei fullþökkuð en mun ylja um allan aldur. Hvíl þú í friði kæri frændi og þakka þér fyrir allt. Þín Elín. Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko Erlingur Jóhannesson ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkra- húss Seyðisfjarðar fyrir alla umönnun og hlýhug. Katrín Aðalbergsdóttir, Sveinn Aðalbergsson, Friðrik Aðalbergsson, Gunnhildur Aðalbergsdóttir, Sigríður Aðalbergsdóttir Sigurjón Viktorsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, dóttur, tengdadóttur, móður, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR KRISTÍNAR PÉTURSDÓTTUR, Skógarseli 7, Reykjavík. Tómas Sveinbjörnsson, Pétur Valdimarsson, Anna Lára Hertevig, Valdimar Viðar Tómasson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Sigurður Sveinbjörn Tómasson, Eva María Grétarsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ODDRÚNAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Mávahlíð 42. Þorsteinn Auðunsson, Vilhelmína Þorsteinsdóttir, Ellen Þórarinsdóttir, Halldór Pétur Þorsteinsson, Guðrún Jónína Ragnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Hreinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AGNES AUÐUNSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðviku- daginn 28. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Það kom verulega illa við okkur bræð- urna þegar við fréttum af hinu hörmulega sjó- slysi þegar Björg Hauks ÍS fórst en með henni fórust þeir Unnar Rafn Jó- hannsson og Eiríkur Þórðarson. Eiríkur stundaði sjóinn héðan frá Ísafirði og Tálknafirði og stytti það mörg stímin þegar hann hringdi og spjallaði um aflabrögð og heima og geima. Eiríkur var spjallsamur mað- ur sem lífgaði upp á bryggjulífið og mun hans verða sárt saknað þar. Unnari Rafni kynntumst við snemma á ævinni þar sem við ólumst upp á Ísafirði. Leiðir lágu síðan sam- an á fullorðinsárum þegar Unnar fór að beita fyrir útgerð okkar og stund- aði hann lengi störf hjá útgerðinni bæði við beitningu og sjómennsku, bæði á línu og grásleppuveiðum. Út á við virkaði Unni sem hin þögla týpa, en í góðra vina hópi var hann yf- irleitt hress og gamansamur og sam- Unnar Rafn Jóhannsson ✝ Unnar Rafn Jó-hannsson fædd- ist á Ísafirði 20. apr- íl 1974. Hann lést í sjóslysi 13. mars síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 24. mars. starfsmönnum hans líkaði vel við hann. Unni var rólegur í fasi, en var drjúgur og af- kastamikill til vinnu og þegar kom að tölvu- málunum var hann á heimavelli og var þá gott að eiga Unna að vini. Sá hann um allar lagfæringar á bátstölv- unni og tölvum okkar bræðra og lék það í höndunum á honum enda var hann mikill tölvuáhugamaður. Unni var frekar heimakær en þó ferðaðist hann með okkur bræðrum í mörg ár bæði til Venesúela og Taí- lands, þar kunni hann vel við sig og var hann staðráðinn í að fara aftur til Taílands því hann heillaðist af landi og þjóð. Á þessum ferðalögum kom vel í ljós hversu fínn náungi var á ferð og var yfirleitt þægileg stemning í kringum hann og duttu oftar en ekki ansi spaugilegar athugasemdir upp úr honum. Við kveðjum góðan vin sem verður sárt saknað. Vottum við fjölskyldum Unnars og Eiríks okkar dýpstu sam- úð á þessum erfiðu tímum. Gunnlaugur Á. Finnbogason, Jónas Finnbogason, Grímur Finnbogason. Sunnudaginn 11. febrúar síðstliðinn bár- ust mér ónotaleg tíð- indi. Einar Ólafsson hafði látist á Kanaríeyjum þá um morguninn. Hann hafði, ásamt Guð- rúnu eiginkonu sinni, skotist í viku- dvöl á þessum sælustað svo margra Íslendinga. Heimferð var ákveðin á þriðjudegi. Á laugardagskvöldið sátu þau glöð og reif ásamt vinafólki og lögðu á ráðin um væntanlegt þorra- blót í Reykjavík viku síðar. Til þess kom aldrei, daginn eftir var Einar all- ur. Hann átti ekki afturkvæmt heim í lifanda lífi. Kynni okkar Einars Ólafssonar voru ekki svo ýkja löng, en þeim mun ánægjulegri. Einhvern tíma upp úr 1990 fór hann að leggja sitthvað til málanna varðandi dansleikjahald Fé- lags harmonikuunnenda í Reykjavík og í honum sá ég mann, sem aðstoðað gæti við skemmtanhald félagsins og bauð honum að taka þátt. Hann var tilbúinn og þá hófst samstarf, sem stóð í mörg ár. Reynsla hans í dans- félaginu Eldingu kom að góðu gagni, en þar hafði hann starfað árum sam- an. Dansinn og ferðalögin voru lífsstíll hans og Unnu, eiginkonu hans. Hann starfaði í mörg ár í skemmti- nefnd Félags hamonikuunnenda í Reykjavík og var formaður nefndar- innar í fjögur ár. Samkomuhald fé- lagsins var í góðum höndum með hann í forsvari. Það var gaman að starfa með Ein- ari. Hann var hugmyndaríkur, úr- ræðagóður og fljótur að taka ákvarð- anir. Gat jafnvel verið bráður, en aldrei varð það til að skaða okkar góða samstarf, sem við minnumst oft. Þá er ekki úr vegi að minnast á hjálp- semi hans. Hann var snöggur að bregðast við, með bros á vör, þegar einhverju þurfta að bjarga við. Seinna áttum við eftir að stunda útilegur og harmonikumót, ásamt fleiri góðum vinum, og alltaf var Ein- ar samur og jafn. Hrókur alls fagn- Einar Ólafsson ✝ Einar IngiTheódór Ólafs- son fæddist í Reykjavík 23. októ- ber 1936. Hann lést á Kanaríeyjum 11. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digra- neskirkju 23. febr- úar. aðar, glettinn og spaug- samur. Síðustu árin höfum við hjónin verið með þeim Einari og Unnu margoft og alltaf í sama góða andanum. Grillað um fimmleytið, undir harmonikutónum og bjór, hvort heldur var í Árnesi, í Húnaveri, á Breiðumýri eða jafnvel í Færeyjum. Veður virtist ekki hafa nein áhrif á kappann. Hann fann allt- af einhvers staðar afdrep til að grilla. Nú söknum við góðs vinar í stað. Hans verður sárt saknað á komandi sumri, en ljúfar minningar um góðan dreng og ferða- félaga geymast í brjóstum, sem geta fundið til. Harmonikuunnendum á Ís- landi hefur fækkað um einn heilan. Þessum fáu minningarorðum fylgja samúðarkveðjur til Unnu og fjölskyldunnar. Friðjón og Guðný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.