Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 182,9 fm falleg 5 herbergja efri hæð í tvíbýlishúsi, þar af 18,1 fm geym- sl. Húsið er kjallari og þrjár hæðir og er íbúðin á tveimur efri hæðunum. Á neðri hæð íbúðar er stigapallur, borðstofa, eldhús, búr, þvottahús, glæsilegt baðherbergi, hjónaherbergi og eitt barnaherbergi. Geymsla með útgangi út á litlar svalir. Á efri hæð er stofa og svefnherbergi. Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00. Efri hæð (Brandur 897 1401) Opið hús í dag kl. 13-14 Bjargarstígur 15 – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – 286 fm einbýli sem skiptist í hæð, ris og kjallara á frábærum stað mið- svæðis í Reykjavík. Bílskúr þar af 23,2 fm. Eignin skiptist í forstofu, borð- stofu, tvö herbergi, eldhús, borðstofa, stofu og geymslu á hæðinni. Í kjallara er þvottahús, hol, geymsla, baðherbergi auk sér 2ja herbergja íbúðar með sérinngangi. Einnig er sér 2ja herbergja íbúð í risi. V. 75 m. Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 15.00 (Brandur 897-1401) Opið hús í dag kl. 14.00 - 15.00 Unnarstígur 2 Brynjar Haraldsson | 30. mars Veröldin er ekki ann- aðhvort græn eða grá NÚ ER því haldið fram að tilveran sé annaðhvort grá eða græn. Þetta er afbrigði þeirrar haldlausu um- ræðu að annað tveggja séu hlutirnir svartir eða hvítir; þeir sem hafa ekki hina hvítu skoðun séu um leið búnir að gefa sig á vald svartnættinu og þess vegna í hinu liðinu – annaðhvort með eða á móti, engin málamiðlun og enginn fyrirvari, veröldin er hvít eða svört. Meira: brynjarh.blog.is Eyjólfur Árni Rafnsson | 31. mars Að axla ábyrgð í al- þjóðasamfélaginu Í OPINBERRI um- ræðu og umfjöllun fjöl- miðla má oft skilja það sem svo að uppbygging orkufreks iðnaðar á Ís- landi undanfarin ár sé mistök, byggist á gam- aldags hugsun, þetta sé iðnaður gærdagsins og nær væri að „gera eitthvað annað“. Sá eða sú sem læt- ur þessi orð falla er jafnvel á sama tíma að sötra drykk úr áldós hjóla um á reiðhjóli eða aka um á bifreið sem er úr áli að mestu eða öllu leyti. Meira: eyjolfurarni.blog.is Jónas Gunnar Einarsson | 29. mars Verðtrygging húsnæðislána: skyr eða dauði? MARKAÐUR dafnar ekki síst á hæfilegri hreyfingu viðskipta, með fjölbreyttu fram- boði og sölu á vöru og þjónustu, sem einkum tekur mið af „mataræði“ við- skiptavina, ef allt er með felldu í markaðshagkerfi. Í þessu ljósi er sala verðtryggðra húsnæðislána á íslenskum fjármála- og fésýslumarkaði gegndarlaust framboð af skyri; endalaus skyrsala ofan í heimaalin börn þar sem þess er vandlega gætt að börnin komist ekki í tæri við aðrar mjólkurafurðir. Meira: jonasgunnareinarsson.blog.is Guðbjörn Sigvaldason | 30. mars Tvískinnungur Vinstri grænna í umhverfismálum GETUR verið að Vinstri græn hafi aðra stefnu í umhverf- ismálum eftir því hvort þeir eru í minnihluta- eða meirihluta- samstarfi? Í minni- hluta krefjast þeir að fyrirhugaðar framkvæmdir fari í umhverfismat en í meirihluta dugar huglægt mat full- trúa þeirra. Meira: gudbjorns.blog.is/ Hafnfirðingar ganga til kosninga um deiliskipulag bæjarins vegna fyr- irhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík hinn 31. mars nk. Morg- unblaðinu hafa borist margar greinar þar að lútandi. Til að gera greinarnar aðgengilegri fyrir lesendur blaðsins og til að auka möguleika Morgunblaðsins á birtingu fyrir kosningarnar, verður útliti þeirra breytt. Hafnfirðingar kjósa Ævar Rafn Kjartansson | 30. mars Lækjarsprænan Þjórsá og vald Lands- virkjunar ÁFORM Landsvirkj- unar (LV) um virkjanir í neðri Þjórsá hafa far- ið leynt meðan styrinn stóð um Kára- hnjúkavirkjun. Meðan athyglin beindist þang- að faldi LV allt efni um áform sín í Þjórsá undir liðnum „Umhverf- ismál“. Ekki var stafur undir frétta- tengdu efni eða framkvæmdum. Meira: aevark.blog.is Sigurður Sigurðsson | 29. mars Öryggi kalda stríðsins og óöryggi umræðunnar MJÖG áberandi um- ræða um símahleranir og kalda stríðið hefur verið undanfarið í fjöl- miðlum. Nokkrir helstu spekingar okkar í orðfimi hafa farið um völlinn og frætt okkur hin sem erum minni spámenn. Á yfirborðinu virð- ist sem þessu kalda stríði sé að mestu lokið nema í íslenskum blaða- greinum. Meira: sigurdursigurdsson.blog.is Jóhannes Gunnarsson | 30. mars Mæla sig sjálf Á FUNDI í Hafn- arborg 20. mars kom fram í fyrirspurn til Þórs Tómassonar frá Umhverfisstofnun að Alcan sæi um sínar mengunarmælingar sjálft og að mengunarmælarnir væru stundum „nokkuð lengi“ bil- aðir. Umhverfisstofnun kemur í eft- irlitsferðir tvisvar á ári og hefur ekki gripið handvirkt inn í mælingar síð- astliðin ár þótt mælarnir séu oft bil- aðir. Meira: jg.blog.is/ Ingi Karlsson | 29. mars Úrhrök og annars flokks manneskjur NÚ ER yfirvofandi lögbann á reykingar á veitinga- og kaffi- húsum. Að banna rekstraraðilum og eig- endum veitinga- og skemmtistaða að heimila gestum sínum að reykja, kjósi þeir það, er illþolanleg for- ræðishyggja af hálfu hins opinbera og hreint ótrúlegt að á sama tíma og verið er að losa ýmis höft sem hamlað hafa viðskiptalífi okkar fram til þessa með sölu ríkisfyr- irtækja, skuli meira að segja sjálf- stæðismenn hafa samþykkt þessi lög. Meira: ingikarlsson.blog.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ENN eina kveðjuna fæ ég vegna kosninganna um stækkun álvers Alc- an og nú svarar Jón Sæmundur Sig- urjónsson fyrir sig und- ir fyrirsögninni: „Reyn- ir reynir“ í Morgunblaðinu síðast- liðinn þriðjudag. Eitt- hvað hefur honum svið- ið grein mín með fyrirsögninni: „Opið í báða enda hjá Jóni Sæ- mundi “, frá 9. mars sl. Kosningarnar um stækkun álversins hinn 31. mars eru miklar ör- lagakosningar í mínum augum. Þess vegna leyfi ég mér að skiptast á skoðunum við þá sem mér finnst tilefni til að eiga orðaskipti við og Jón Sæmundur er í þeim hópi. Ég er alinn upp í stórbrotinni náttúru og skynjaði snemma tengsl mín við hana. Ég hef sagt að börn, aldraðir og nátt- úran búi við það hlutskipti á Íslandi, að eiga sér allt of fáa talsmenn. Mér finnst sem jafnaðarmanni að ég eigi að standa með þeim sem hallar á. Ára- tugum saman hef ég reynt að leggja því lið að jafnaðarmenn úr ýmsum áttum sameinist í öfl- ugan flokk. Það hefur nú tekist. Dylgjur Jóns Sæ- mundar um að ég sé nú að sundra þeim hópi með sérframboði aldr- aðra, eru ómerkilegar og honum ekki sæm- andi. Tveir af hverjum þremur kjósendum Samfylkingarinnar eru á móti stækkun álvers- ins í Straumsvík sam- kvæmt skoðanakönn- unum. Það er líka formaður flokksins og allur þingflokk- urinn. Það vinnst engin orrusta nema einhver berjist. Við í Samfylkingunni í Hafnarfirði sem erum andvíg stækk- un, fyllum því hóp mikils meiri hluta flokksmanna auk forustu flokksins. Við unum því heldur ekki að erlent auðfyrirtæki ráði hér kosningum með peningum og þýstingi á allt og alla. Samfylkingarfólk með sjálfsvirðingu á ekki að láta bjóða sér slíkt. Ég ætla ekki að svara orðum Jóns Sæmundar um að ég óvirði íslenskt alþýðufólk, ætli fólki að hokra í raf- magnsleysi af því að náttúran sé ósnertanleg og noti róginn í stíl Jón- asar frá Hriflu. Sá ágæti maður hefur nú stundum verið nefndur guðfaðir Alþýðuflokksins og jafnaðarmenn eiga að bera virðingu fyrir guðföður sínum. Ef tveir af hverjum þremur kjósendum Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segja nei við stækkun ál- versins hinn 31. mars, fellur skipu- lagstillagan. Svo einfalt er það. Vitleysan í Reyni – Jóni Sæmundi svarað Reynir Ingibjartsson svarar Jóni Sæmundi Sigurjónssyni » Áratugum saman hefég reynt að leggja því lið að jafnaðarmenn úr ýmsum áttum sam- einist í öflugan flokk. Það hefur nú tekist. Reynir Ingibjartsson Höfundur er félagi í Samfylkingunni. SIGURJÓN Þórð- arson þingmaður skrif- ar í Mbl. 29. mars sl. og segir, að pistill eftir hann sjálfan á Útvarpi Sögu valdi ólgu. Megnið af greininni fjallar um ótrúlega glímu hans sjálfs við RÚV og Pál Magnússon og lætur ritari, J.Bj., það alveg ósnert. – En hluti af greininni er til að svara ritara fyrir grein í Mbl. 24. mars sl. og er það eiginlega allt rugl og eiginlega er tæpast unnt að svara því, en það fjallar um þorsk- hrun við Kanada. En þingmaðurinn segir, að þorskurinn hafi vaxið hægt og verið lifrarrýr um það leyti sem þorsk- gengd minnkaði snarlega við Kanada og vildi þingmaðurinn ekki fallast á að skýringar J.Bj. um erfðabreyt- ingar. – Það eru heil vandræði að eiga orðastað við þingmanninn, en honum tekst að klúðra saman mörgum röng- um atriðum í fáeinum setningum. Í fyrsta lagi þá gerðust umræddar breytingar á aflabrögðum þorsks ekkert snarlega. Þau fóru minnkandi í mörg ár, en kuldaskeið í lokin breytti litlu um það. Svo vill hann ekki fallast á að erfðabreytingar, sem veiðarfæri hafa valdið, séu skýringin. Auðvitað er það líka vitlaust hjá þing- manninum. Þær breytingar gerðust einnig smám saman með botnvörpu- veiðum á áratugum við Kanada, en endalok veiðanna urðu 1992. – Svo vill hann vara ritara við því að gleypa hráan málflutning nokkurra fræði- manna, sem gáfu vitnisburð fyrir sjávarútvegsnefnd kanadíska þings- ins í Ottawa á árinu 2005. Hvílík della! Ritari styðst við gögn tuga vís- indamanna og hundruð vísindagreina og þingmaðurinn hefur enga ástæðu til að ætla að ritari, J.Bj., sé að gleypa eitthvað hrátt; hann afhjúpar bara sjálfan sig og vonandi stundar hann ekki þvílík vinnubrögð á þingi. Hon- um til upplýsingar þá vill ritari benda á nýja vísindagrein, sem er að finna í gögnum Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins: – ICES CM 2006/H :19 „Body condition and evolution of maturation of Atlantic cod in Newfoundland.“ Þessi grein fjallar nákvæmlega um deiluefnið og er rituð af Loïc Baulier, Mikko Heino, George R. Lilly, and Ulf Dieckmann og hún er studd með 20 tilvitnunum. Ekki er unnt að halda upp vitrænni orðræðu um þetta mál án þess að hafa lesið þessa grein. Hættu ruglinu, Sigurjón Jónas Bjarnason svarar grein Sigur- jóns Þórðarsonar »… hann afhjúparbara sjálfan sig og vonandi stundar hann ekki þvílík vinnubrögð á þingi. Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur dr.rer.nat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.