Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 31. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» I-listi með 5,3% fylgi  I-listi Íslandshreyfingarinnar – lifandi lands fengi 5,2% kjörfylgi ef kosið yrði nú samkvæmt niður- stöðum könnunar Gallups. Fylgi annarra flokka er svipað og í síðustu könnun nema VG sem tapar 3,6 pró- sentustigum. Kosið í Hafnarfirði  Kjósendur í Hafnarfirði kjósa í dag um tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar verður niðurstaða kosninganna bindandi og mun ráða því hvort fyrirliggjandi deiliskipu- lagstillaga, sem er samþykkt til aug- lýsingar, verði sett í auglýsingu. Icelandair sektað  Samkeppniseftirlitið hefur úr- skurðað að Icelandair hafi brotið gegn samkeppnislögum og er félag- inu gert að greiða 190 milljónir króna í stjórnvaldssekt. Kippur í fasteignasölu  Fasteignamarkaðurinn hefur tek- ið mikinn kipp undanfarnar vikur og met var slegið nú í vikunni þegar eignir fyrir tæplega 8,1 milljarð króna seldust á höfuðborgarsvæð- inu, ef marka má nýjar tölur Fast- eignamats ríkisins. SKOÐANIR» Staksteinar: Breyttur blaðamarkaður Ljósvakinn: Húrra fyrir Gettu betur Forystugreinar: Öryggismál Af listum: Höfðingjar og indjánar UMRÆÐAN» Hafnfirðingar kjósa Raforkusala til stóriðju ábatasöm Börnin í forgang Hreint land – hreint samfélag? Lesbók: Trú og samfélag á 21. öld Börn: Fallegt skraut á páskaborðið Enski: Man. United verðmætast LESBÓK | BÖRN | ENSKI» 2  %8"& - $ "* $% 9 $#  $ $#""/"  "  .  . . . . .   . .  . . .  .   , 0 6 & .  . . .  .  . :;<<=>? &@A><?B9&CDB: 0=B=:=:;<<=>? :EB&0"0>FB= B;>&0"0>FB= &GB&0"0>FB= &7?&&B/"3>=B0? H=C=B&0@"HAB &:> A7>= 9AB9?&7*&?@=<= Heitast 13 °C | Kaldast 6 °C  Suðaustlæg átt og rigning eða súld um mestallt land, síst þó á Austurlandi. »8 Botnaðu eftirfarandi fyrripart: Lóan er komin, hún léttir vort geð, og lofar að senn komi spóinn. ÚTVARP» Orð skulu standa TÓNLIST» Benni Hemm Hemm er lúsiðinn. »62 Ef marka má þýsk- an vefmiðil verður síðasta bókin um Harry Potter kannski ekki sú síð- asta. »63 BÓKMENNTIR» Harry Pott- er tórir TÓNLIST» Margir hafa tekið þátt í Músíktilraunum. »64 FÓLK» Plötuumslag Belle & Sebastian? »61 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Viktoría noti brjóstahaldara 2. Jolie tengdari hinum ættleiddu 3. Ricky Gervais svívirtur í beinni 4. Bíl ekið um Hvalfjarðargöng… BOGI Nilsson ríkissaksóknari segir íslensk hegningarlög ekki geyma ákvæði sem leggur refsingu við heimildarlausri myndatöku af manni sem t.d. fer fram þegar mað- urinn er utan almannafæris. Þetta segir ríkissaksóknari í yfirlýsingu sinni vegna umfjöllunar um sýknu- dóm yfir manni sem myndaði nakta stúlku og sýndi kunningjum sínum afraksturinn. Höfðaði ríkissaksókn- ari sakamál á hendur honum en tap- aði því fyrir Héraðsdómi Norður- lands vestra á miðvikudag. Bogi bendir á að margir telji löngu tíma- bært að hugað verði að endurskoð- un refsiákvæða hegningarlaga um brot gegn friðhelgi einkalífs. Hæstaréttarlögmennirnir Atli Gíslason og Sif Konráðsdóttir gagnrýna dóminn og lýsir Atli þeirri skoðun sinni að ríkissaksókn- ari verði að áfrýja honum. Sif segir dóminn vera „lögfræðilega steypu“. Segir hún gæta grundvallarmis- skilnings hjá dómaranum á hugtak- inu „lostugt athæfi“ sem leiði til þessa að lagatúlkun hans sé ekki í samræmi við inntak lagaákvæðis- ins eins og það hefur verið skýrt. Að sögn Sifjar er venjan sú að túlka annars vegar „lostugt athæfi“ og hins vegar blygðunarsemi sem at- hæfi sem hafi yfir sér kynferðisleg- an blæ. Í því felist hins vegar ekki að „lostugt athæfi“ merki að hátt- semi gerandans sé til þess fallin að veita honum einhverja kynferðis- lega fullnægju. Atli Gíslason segir ljóst að breyta þurfi löggjöfinni er málið fer fyrir Hæstarétt og dóminum verði ekki hnekkt. | 14 Dómurinn „lög- fræðileg steypa“ Ríkissaksóknari verður að áfrýja sýknudómi vegna gsm-nektarmyndatöku segir hæstaréttarlögmaður Í HNOTSKURN »Margir telja tímabærtað hugað verði að end- urskoðun refsiákvæða hegningarlaga um brot gegn friðhelgi einkalífs. »Lögmaður segir venjuað túlka annars vegar lostugt athæfi og hins vegar blygðunarsemi sem athæfi með kynferðislegum blæ. KOLBEINN Sigþórsson, knattspyrnumaðurinn ungi úr HK, fer á morg- un til hollenska stórliðs- ins Ajax til æfinga. Hann fer síðan með unglinga- liði félagsins til Spánar þar sem það tekur þátt í sterku móti um páskana. Þar er Ajax í riðli með spænsku liðunum Barce- lona, Villarreal og Real Sociedad en í hin- um riðlinum eru Real Madrid, Rosenborg frá Noregi, Osasuna og spænskt úrvalslið. Mótið hefst á fimmtudag og því lýkur á mánudag. Kolbeinn, sem er nýorðinn 17 ára, vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með drengjalandsliði Íslands í milliriðli Evr- ópukeppninnar í Portúgal fyrr í þessum mánuði. Hann skoraði þar 6 af 8 mörkum Íslands og var markahæstur í riðlinum en þar af skoraði hann fjögur mörk í fyrri hálfleik í mögnuðum sigri Íslands á Evr- ópumeisturum Rússa, 6:5. Mörg erlend fé- lög hafa í kjölfarið spurst fyrir um Kol- bein, sem hóf að leika með meistaraflokki HK á síðasta ári, þá aðeins 16 ára gamall. Kolbeinn með Ajax til Spánar Kolbeinn Sigþórsson Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞAÐ VAR vitneskjan um hver málaði Fæðingu Venusar sem tryggði liði Menntaskólans í Reykja- vík sigur í Gettu betur í gærkvöldi en liðið atti kappi við lið Menntaskólans í Kópavogi. Keppnin var afar spennandi og henni lauk í bráðabana. Liðin skiptust á að leiða keppnina. MR hafði fleiri stig að loknum hraðaspurningum en MK sótti á og hafði yfirhöndina mestan hluta bjöllu- spurninganna. Fjórum stigum munaði þegar tvær vísbend- ingaspurningar voru eftir og náði MR að jafna metin með fyrrgreindum afleiðingum. Hilmar Þorsteinsson er fyrirliði liðs MR og hann gerði nokkurra mínútna hlé á fagnaðarlátunum þegar blaðamaður hafði samband við hann. „Þetta er ótrúlegt!“ sagði Hilmar, en bætti við að hann hefði haft trú á sínu liði allan leikinn. „Við vissum allan tímann að við gætum þetta, sama hvernig stigin stóðu.“ Galdurinn segir Hilmar einfaldlega vera mikla vinnu. „Við erum búnir að vinna, vinna og vinna að þessu markvisst í tvö ár og erum loksins að upp- skera eins og við sáðum.“ Auk Hilmars skipa lið MR þeir Magnús Þorlák- ur Lúðvíksson og Björn Reynir Halldórsson. Morgunblaðið/ÞÖK MR-ingar gátu betur á endasprettinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.