Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN                             !" # $  %             ! " #$ $   %&% '!!    Hrafnkell Birgisson | 30. mars Meiri verðmæti úr minna hráefni MIKILVÆGT er að viðhalda þekkingu í ís- lensku samfélagi sem lýtur að sem mestu efnahagslegu sjálf- stæði og fjölbreyttu at- vinnulífi. Það sem að- greinir íslenskt samfélag frá flestum öðrum þróuðum ríkjum er að við höfum að miklu leyti tapað þeim hæfileika að þróa og framleiða sjálf það sem okkur skortir úr því sem við höfum eða getum aflað okkur á ein- faldan hátt. Meira: hrafnkellb.blog.is Helena Stefánsdóttir | 30. mars Kosið í Hafnarfirði ÉG HEF fylgst áhuga- söm með umræðunni um stækkun álvers í Straumsvík. Þykir mér merkilegt að bæj- arstjóri Hafnarfjarðar skuli leggja málið und- ir íbúa bæjarins. Það er ekki mjög títt á Íslandi og þykir mér að fleiri mættu fylgja fordæminu. Til dæmis gæti bæjarstjórn Mosfellsbæjar boðað til kosninga um lagningu mis- lægra gatnamóta í Álafosskvosinni. Meira: helenastefansdottir.blog.is Guðmundur Ármannsson | 30. mars Slorið út um gluggann SENN líður að kosn- ingum í Hafnarfirði þann 31. mars næst- komandi. Í orði kveðnu fjalla þær um skipu- lagsmál en eins og öll- um er ljóst snúast þær um stækkun á álverinu í Straumsvík eður ei. Nú er ég sem þetta skrifa búsett- ur á Austurlandi og hef aldrei til Hafnarfjarðar komið og á því víst ekki að skipta mér af þessu máli að mati álunnenda. Meira: gudmundura.blog.is Ólafur Skúli Indriðason | 30. mars Liggur okkur á? Á ÍSLANDI hefur ver- ið mikil þensla í hag- kerfinu undanfarin ár. Stórframkvæmdir á Austurlandi ráða þar miklu um en þær hafa verið umdeildar bæði út frá vistrænum og hagrænum sjónarmiðum. Margir harma þau náttúruspjöll sem virkjanir óhjá- kvæmilega valda og eru mótfallnir mengun frá stóriðju, en einnig hafa verið efasemdir um efnahagslegan ávinning af orkusölu til áliðnaðarins. Meira: olafurskuli.blog.is Guðni B. Guðnason | 30. mars Álver – stóriðja hugvits Í HUGUM margra er álver einsleitur og ein- hæfur vinnustaður. Það er öðru nær. Í einu álveri er heilt samfélag margvíslegrar starf- semi og þar kennir margra grasa. Þar er flóra iðngreina og tæknigreina í sinni fjölbreyttustu mynd. Það eru fáir sem vita að álver er frjór jarðvegur fyrir hugvit verk- fræðinga, tölvunarfræðinga og tæknimenntaðs fólks með menntun og þekkingu af ýmsum toga. Meira: gudnigudnason.blog.is Andrea Ólafsdóttir | 31. mars Ég treysti á Hafnfirðinga ÉG TREYSTI því að Hafnfirðingar muni kjósa samviskunni samkvæmt og hafa það í huga að mögu- leikar byggðar í Hafnarfirði skerðast verulega við stækkun álvers. Þarna yrði fórnað dýrmætu bygg- ingarlandi auk þess sem atvinnulíf yrði einhæft á svæðinu. Mikilvægt er að taka ábyrga afstöðu og líta á álverið í Straumsvík sem barn síns tíma. Meira: andreaolafs.blog.is Benjamín Julian Plaggenborg | 31. mars Hugsaðu áður en þú kýst BRÁTT verður kosið um stækkun álvers í Hafnarfirði. Hér ætla ég að fá lesendur til að hugsa um nokkur at- riði áður en gengið verður til kosninga. Við upphaf kosningabaráttu Alcan var mengunaraukningu haldið frá umræðunni um álverið. Sumir héldu því jafnvel fram að mengun ykist ekki neitt. Annað kom á daginn. Meira: benjamin.blog.is Bjarni Óskarsson | 31. mars Stækkun álvers í Straumsvík ekki einkamál Hafnfirðinga ÞAÐ er ekki einkamál Hafnfirðinga hvort stækka á álverið í Straumsvík eða ekki. Það er ekki einu sinni einkamál Íslendinga. Það er í raun mál alls heimsins rétt eins og okkur Íslend- ingum finnst ekki einkamál Breta hvort þeir losi kjarnorkuúrgang frá Sellafield í Atlantshafið. Okkur finnst okkur komi það við vegna þess að það ógnar lífríki hafsins. Meira: http://bjarnioskarsson.blog.is Konráð Þórisson | 30. mars 20. eða 21. öld í Straumi? FRAM yfir miðja síð- ustu öld var bágt ástand á ýmsum svið- um íslensks þjóðlífs. Margir voru án vinnu og þeir sem höfðu ein- hverja vinnu náðu ekki alltaf að fæða sig og klæða. Á þeim tíma tilheyrðum við þriðja heim- inum. Við slíkar aðstæður er fólk tilbúið að fórna miklu fyrir trygga atvinnu og auknar tekjur. Meira: konradt.blog.is Kristín Guðmundsdóttir | 30. mars Samviskubit SAMVISKUBIT. Við ættum að hafa sam- viskubit, Hafnfirð- ingar, ef við segjum ekki nei við stækkun álvers. Við ættum að hafa samviskubit yfir að binda hendur komandi kynslóða. Við ættum að hafa samviskubit yfir að gera ímynd bæjarins okkar verri og fyrir að valda mengun. Meira: kristingudmundsdottir.blog.is Þorsteinn Siglaugsson | 30. mars Að toga sjálfan sig upp á hárinu ÁRIÐ 1998 gaf Lands- virkjun út skýrsluna „Mat á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju á Ís- landi 1966–1997“, eftir dr. Pál Harðarson. Þar kemur fram að arður Landsvirkjunar af virkjunum fyrir stóriðju nemi ríflega 4% á ári á tíma- bilinu. Þetta virðast margir telja ásættanlegt. Meira: tsiglaugsson.blog.is Ingimar Ingimarsson | 30. mars Álversumræða á villigötum? ÉG TELST til þeirra sem eru lýðræðissinn- aðir. Þess vegna á ég vægast sagt mjög erf- itt með að skilja þá braut sem margir virð- ast vera komnir á í um- ræðu um kosningarnar um deili- skipulag álversins. Það virðist eins og ákveðin heift sé hlaupin í málið og fylkingar þeirra sem eru með og á móti geta ekki unnt hvor annarri að hafa sínar skoðanir. Af þessari ástæðu ætla ég að minna þá sem taka þátt í umræðunni á að gæta hófs. Meira: ingimar.blog.is/blog/ingimar Elías Kristjánsson | 31. mars Össur og lýðræðið ÞEGAR mál álvers Alcan í Straumsvík er skoðað og hvernig á því stendur að Sam- fylkingin er að gefa það fordæmi að hægt sé að kjósa fyrirtæki út úr sveitarfélagi er gott að fara aftur í tímann og skoða afstöðu manna eins og Össurar Skarphéð- inssonar til lýðræðislegrar ákvörð- unartöku. Á síðasta flokksþingi Alþýðu- flokksins sáluga, sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík í sept- ember 1998, var aðaltilgangurinn að samþykkja sameiningu við hluta úr Alþýðubandalaginu og eitthvað af öðrum pólitískum heimilisleys- ingjum. Meira: qwer.blog.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.