Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 58
Ég átti það til að stara á hana þegar hún lá nakin í sólbaði við sundlaug- arbakkann … 63 » reykjavíkreykjavík Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is „ÞAÐ SEM sameinar okkur fyrst og fremst er ákveðin miðlun á orku. Við erum báðar að reyna að skoða einhvers konar heim að handan.“ Þannig lýsir myndlistarkonan Guðrún Benónýsdóttir, Gurra, m.a. listrænum snertifleti sjálfrar sín og myndlistarkonunnar Sirru Sigrúnar Sigurð- ardóttur, en þær stöllur opna í dag sameiginlega sýningu í Nýlistasafninu. „Við höfum ekki unnið svona náið saman áður, bara á stærri sýningum,“ upplýsir Sirra. „Við höfum hins vegar haft áhuga á því lengi að vinna saman og höfum oft talað um það,“ bætir Gurra við og lýsir yfir ánægju með að það samstarf sé nú orðið að veruleika. Sýningin ber yfirskriftina Fata Morgana. Merking orðanna er sjónblekkingar, „eins og t.d. í eyðimörkinni,“ útskýrir Sirra og bætir við: „Þetta á við um það fyrirbæri þegar sjóndeild- arhringurinn leysist upp“. „Þetta er samt ekki eitthvað sem hægt er að festa á filmu heldur í rauninni eitthvað sem gerist í ímyndun mann- eskjunnar við ákveðnar aðstæður,“ áréttar Gurra. Listakonurnar segjast hafa munað eftir orðinu úr Tinnabók, er örþreyttir Skapti og Skafti eigra um eyðimörkina og reyna að stinga sér til sunds í sundlaug sem er einungis til í þeirra eigin huga. „Þá kölluðu þeir vonsviknir: Fata Morgana!“ Að sögn listakvennanna er grunnhugmyndin að sýningunni einmitt blekkingar og tálsýnir, jafnvel töfrar. Þær árétta þó að þrátt fyrir að verkin tengist hugmyndalega undir sameiginlegri yf- irskriftinni sé um að ræða sitt hvora innsetn- inguna í sitt hvorum salnum. „Þetta eru mjög ólíkar innsetningar,“ fullyrðir Sirra. „Báðar eru sérhugsaðar inn í sitt pláss; ég er sunnanmegin og Gurra norðanmegin, sem býð- ur upp á mismunandi notkun. Við nýtum báðar húsnæðið, möguleika þess og birtuna í innsetn- ingunum.“ Gurra segir sameiginlegt með innsetningunum að þær Sirra vinna báðar mikið með spegla og einnig sé náttúran mikilvæg í list þeirra beggja. „En við tökum hana svolítið úr samhengi,“ bætir hún við. Að öðru leyti segir Gurra innsetning- arnar harla ólíkar: „Þetta er sitt hvor heimurinn.“ Nóg að gera Það er engin lognmolla í kringum Sirru og Gurru þessi misserin. Margvísleg verkefni bíða þeirra beggja þegar sýningum lýkur í Nýló. Sirra heldur brátt til Kanada þar sem hún tekur þátt í samsýningu í Calgari og síðan er ferðinni heitið til Prag í júní þar sem tvær sýningar eru á stefnuskránni. Gurra mun einnig leggja land und- ir fót á næstunni því framundan er þátttaka í samsýningu í Osló og þriggja mánaða vinnustofa í Bergen síðar meir, en hún tengist Noregi mikið enda búsett þar í mörg ár og lærði þar sína list. Að fram á nótt „Ég nýt þeirrar gæfu að fá listamannalaun í tvö ár þannig að núna get ég einbeitt mér alveg að þessu,“ upplýsir Sirra aðspurð hvort þær geti sinnt myndlistinni eingöngu. „En ég hef alltaf reynt að vinna að einhverju tengdu myndlistinni þegar þannig hefur verið.“ Gurra segist hins vegar vinna fulla vinnu með- fram listinni, sem aðstoðartæknistjóri í Þjóðleik- húsinu. „Mér finnst það ekkert svo slæmt. Það er náttúrulega oft ákveðin togstreita þarna á milli en að vissu leyti er það ákveðið „dræf“ líka. Það er áhugavert að tengjast ekki bara myndlist- arheiminum, ef maður heldur dampi báðum meg- in.“ Þegar hér er komið geispar Sirra og við- urkennir að hún sé þreytt og „rosaúldin“ enda hafi hún verið að í Nýlistasafninu langt fram á nótt. „Það er svo fyndið með svona sýningar að þær verða tilbúnar nákvæmlega þegar þær þurfa að vera tilbúnar. Maður heldur alltaf áfram eins lengi og maður getur. Það er náttúrulega þannig að þegar maður er að vinna svona beint í rýmið þá hefur maður svo stuttan tíma.“ Fata Morgana Yfirskrift sýningarinnar vísar í blekkingar, tálsýnir og jafnvel galdur. Opnunin er í dag. Sjónblekkingar Sirra „Við nýtum báðar húsnæðið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Gurra „Þetta er sitt hvor heimurinn.“  Segja má að skrattinn hitti ömmu sína á sunnudaginn þegar Pétur Jó- hann Sigfússon verður gestur Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2. Eitt af vinsælli uppátækjum Péturs Jóhanns hefur verið að bregða sér í gervi þáttastjórnandans með slíkum árangri að vart má greina þá í sund- ur. Reikna má með allsúrrealísku sjónvarpsefni annað kvöld þegar Jón Ársæll tekur viðtal við „sjálfan sig“. „En segðu mér, hver er Pétur Jóhann?“  Fyrsta plata Silvíu Nætur, Gold- mine, kemur út á mánudaginn. The Silvía Night Show hefur farið mis- jafnlega ofan í fólk enda svolítið skrítið að fylgjast með endursýndri atburðarás sem þjóðin varð vitni að í beinni á síðasta ári. Platan ætti hins vegar að falla öllum aðdáendum Silvíu Nætur í geð. Stútfull breiðskífa af frábær- um stuðperlum sem hægt er að hlusta á í heild sinni á Tónlist.is. Furðulegt samt hvað Silvía hefur bætt sig í söng síðan hún kom fram á sjónarsviðið fyrst. Alveg ótrúleg- ar framfarir! Nýja plata Silvíu Nætur Goldmine á Tónlist.is Fregnir hafa borist af því að Volta, ný plata Bjark- ar Guð- munds- dóttur, sem koma á út í byrjun maí, hafi lekið á Netið. Því til sannindamerkis vísa menn á stutta búta úr lögunum sem finna má á netinu, bæði sem mynd- bönd á YouTube og eins á MyS- pace-síðum. Talsmenn Bjarkar hafa staðfest að um sé að ræða brot úr lögum hennar, en flest bendir til þess að um vísvitandi leka sé að ræða. Sjá myspace.com/itishardtof- indbandnames. Lak Volta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.