Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 61 GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Gunnar Kristinn Sig- urjónsson ritstjóri og Þórhallur Vil- hjálmsson markaðsfræðingur. Þeir ásamt liðstjórunum Hlín Agnars- dóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart, ortan um gleði- tíðindi vikunnar, með vísun í ögn þekktari kveðskap: Lóan er komin, hún léttir vort geð, og lofar að senn komi spóinn. Í síðustu viku var fyrriparturinn ólíkindakveðskapur um komu far- fuglanna: Ég sá í morgun músargrey við mörgæs standa á tali. Í þættinum botnaði Björn Teits- son: Hún var fljót að fá sér hey með fyrsta hanagali. Davíð Þór Jónsson sagðist líka vera í „ólíkindastíl“: Sauði hafna áli ei og asna veiða hvali. Úr hópi hlustenda hélt Magnús Geir Guðmundsson áfram með ólík- indaþemað: Og hjá þeim glotti gleym-mér-ei, svo glæst af vorsins kali. Sigmundur Arnar Arnórsson einnig: Og yndisfagra unga mey í áflogum við hvali. Eysteinn Pétursson var á sömu nótum: Önnur tuggði hálfþurrt hey en hin var í niðurhali. Sara Pétursdóttir botnaði svona: Forðum sagði fögur mey fleyg orð sem að gleymast ei: ,,Oft stendur illt af kvennahjali.“ Útvarp | Orð skulu standa Lóan er komin en hvar er spóinn? Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG fékk tölvupóst þar sem þeir sögðust hafa áhuga á að nota mynd- ina framan á næstu breiðskífu sína,“ segir Ólöf Kristín Helgadóttir, 17 ára gamall áhugaljósmyndari, um tölvupóst sem hún fékk nýlega frá skosku hljómsveitinni Belle & Seb- astian. Ólöf er með heimasíðu þar sem hún birtir myndir sem hún tek- ur og þar virðist einhver á vegum sveitarinnar hafa tekið eftir um- ræddri mynd. „Ég sendi þeim póst til baka og reyndi að komast að því hvort það væri einhver alvara í þessu. Þá fékk ég svar þar sem þeir sögðu að myndin kæmi til greina ásamt nokkrum öðrum myndum,“ segir Ólöf, sem er þó ekki alveg viss um hvort einhver alvara búi þarna að baki því hver sem er geti sent svona tölvupóst. Bréfin eru þó mjög trúverðug og kom fram að haft yrði samband við Ólöfu þegar ákvörðun hefði verið tekin. Á ekki góða myndavél Ólöf, sem er dóttir Helga Þorgils Friðjónssonar listmálara, stundar nám í margmiðlunarhönnun á lista- braut í Borgarholtsskóla. Hún segist hafa fiktað við ljósmyndun um nokk- urt skeið þrátt fyrir að eiga ekki al- mennilega myndavél. Hún setti um- rædda mynd inn á síðuna ásamt fleiri myndum sem hún tók af vin- konu sinni, Önnu Guðjónsdóttur. „Hún er tekin upp við gráleitan vegg heima hjá vini mínum,“ segir Ólöf, sem er ánægð með myndina. „Ég hef nú ekki tekið rosalega margar frábærar myndir en ég er samt ansi ánægð með þessa.“ Ekki er hægt að segja annað en að mynd Ólafar sé mjög í anda þeirra ljósmynda sem Belle & Sebastian hefur notað á plötur sínar. Þess má einnig geta að framan á plötunni Fold Your Hands Child, You Walk Like a Peasant sem kom út árið 2000 var mynd af tvíburasystrunum Gyðu og Kristínu Valtýsdætrum. Aðspurð segist Ólöf hafa hlustað töluvert á Belle & Sebastian, sem hún telur mjög góða hljómsveit. Falleg Myndin sem B&S hefur áhuga á er af Önnu Guðjónsdóttur. Fiktar við ljósmyndun Belle & Sebastian falast eftir íslenskri mynd á næstu plötu Íslandsvinir Belle & Sebastian. www.flickr.com/photos/ olofhelgad/ Tvíburar Kristín og Gyða skreyttu umslag Belle & Sebastian árið 2000. PIETRO MASCAGNI eftir HLJÓMSVEITARSTJÓRI: KURT KOPECKY LEIKSTJÓRI: INGÓLFUR NÍELS ÁRNASON ÓPERUKÓR HAFNARFJARÐAR HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR FRUMSÝNING Á ANNAN Í PÁSKUM, 9. APRÍL  UPPSELT MIÐ. 11. APRÍL KL. 20  LAU. 14. APRÍL KL. 20 SUN. 15. APRÍL KL. 17 LOKASÝNING MIDASALA S. 511 4200  WWW.OPERA.IS ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON HÖRN HRAFNSDÓTTIR ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.