Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 51 ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 69 17 3 /0 7 ‘07 70ÁR Á FLUGI Það er bæði þroskandi og gaman að sjá sig um í heiminum. Gjafabréf frá Icelandair, full greiðsla eða innborgun upp í flugfargjald, er fermingargjöf sem opnar nýjar leiðir. Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is/gjafabréf GEFÐU FERÐALAG Í FERMINGARGJÖF Fermingarbarnalistar eru nú að- gengilegir á mbl.is Listarnir eru vistaðir undir liðnum „NÝTT á mbl.is“, í vinstra dálki á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina mbl.is/ fermingar Nöfn kirknanna birtast þar í stafrófsröð og eru nöfn barnanna skráð undir réttri kirkju. Nöfn fermingar- barna á mbl.is grunnskólanum í Vík laugardaginn 31. mars nk., kl. 11.15–12. Fjölmennum og kveðjum Engil- ráð andarunga og félaga hennar. Sóknarprestur. Páskaeggjabingó í Hjallakirkju Mánudaginn 2. apríl verður hið ár- lega páskaeggjabingó í safn- aðarheimili Hjallakirkju, efri hæð. Bingóið hefst kl. 20 og eru allir vel- komnir, ungir sem aldnir. Bingó- vinningar eru margvíslegir; páska- egg, páskaskraut, sælgætiskörfur og fleira. Bingóspjaldið kostar kr. 300. Allur ágóði af bingóinu rennur til barna- og æskulýðsstarfs kirkj- unnar. Safnaðarfólk, sem og aðrir, er hvatt til að mæta. Fjölskylduguðsþjón- usta í Vídalínskirkju. Helgina 31. mars–1. apríl er fermt í öllum kirkjum Garðaprestakalls. Hægt er að sjá á vefsíðunni www.gardasokn.is hvenær er fermt í Garða- og Vídalínskirkju þessa daga. Á sunnudaginn fyrsta apríl sem er pálmasunnudagur er fjölskylduguðsþjónusta í Vídal- ínskirkju kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson leiðir guðsþjónustuna. Með honum eru Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir djákni og Hjördís Rós Jónsdóttir. Stundin mun einkennast af gleði og uppbyggjandi samfélagi. Brúðuleikrit verður sýnt og jafn- framt er biblíufræðsla að hæfi barnanna. Allir velkomnir. Passíusálmarnir lesnir í Selfosskirkju á föstu- daginn langa Á föstudaginn langa, 6. apríl nk., verða Passíusálmarnir lesnir í Sel- fosskirkju. Þetta er í fimmta sinn, sem sálm- arnir eru lesnir með þessum hætti á Selfossi. Að þessu sinni er lesturinn tileinkaður Eyvindi Erlendssyni, leikstjóra, en hann varð sjötugur 14. febrúar sl. Eyvindur var á sínum tíma frum- kvöðull að heildarlestri sálmanna og var það að undirlagi síra Sig- urðar Sigurðarsonar, vígslubisk- ups, þá sóknarprests á Selfossi. Lesturinn hefst kl. 13 og er gert ráð fyrir að honum ljúki um kl. 17. Áheyrendur koma og fara að vild. Lesarar eru eftirtaldir: Árni Valdi- marsson, Björn Hjálmarsson, Gunn- ar Björnsson, Gylfi Þ. Gíslason, Hafsteinn Þorvaldsson, Hjörtur Þórarinsson, Kjartan T. Ólafsson, Kristinn Pálmason, Magnús Jóns- son, Ólafur Helgi Kjartansson, Ólafur Ólafsson, Óskar H. Ólafsson, Páll Lýðsson, Sighvatur Eiríksson, Sigurður Jónsson, Sigurður Símon Sigurðsson og Valdimar Bragason. Það er von mín, að sem flestir noti tækifærið og eignist kyrrláta og uppbyggilega stund í kirkjunni þennan dag. Sr. Gunnar Björnsson. Hallgrímskirkja – „Nú stillir alla storma hafa og landa“ Síðar um daginn kl. 17 verður dag- skrá í suðursal Hallgrímskirkju um hina þekktu dönsku sálma- skáldkonu Lisbeth Smedegård Andersen. Þessi dagskrá ber tit- ilinn: „Nú stillir alla storma hafa og landa“ og er í umsjá Margrétar Eggertsdóttur, formanns Listvina- félags Hallgrímskirkju og Þórðar Helgasonar, skálds og dósents við Háskóla Íslands. Kynntar verða þýðingar Þórðar á píslarsonnettum hinnar dönsku skáldkonu, fjallað um hana og lesið úr öðrum verkum hennar, en það gerir Annette Las- sen, lektor í dönsku. Allir velkomn- ir. Kópavogskirkja – Litla orgelmessan Í guðsþjónustu sem hefst kl. 11 á föstudaginn langa verður hluti af Litlu orgelmessunni eftir Haydn fluttur. Það eru kórar Kópavogs- kirkju og Óháða safnaðarins sem flytja messuna undir stjórn Sigrún- ar Steingrímsdóttur og Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einnig flytja kórarnir Ave verum corpus eftir Mozart. Orgelleikari Friðrik Vignir Stefánsson og einsöngvari Lilja Eggertsdóttir. Á undan Orgelmess- unni verður Píslarsagan lesin og viðeigandi tónlist leikin og sálmar sungnir við orgelleik Sigrúnar Steingrímsdóttur og sellóleik Krist- ínar Lárusdóttur. Neskirkja fimmtíu ára Kirkjan við Hagatorg varð tákn um nýjan tíma í kirkjulífi Íslendinga. Neskirkja var vígð á pálmasunnu- degi árið 1957 og er því fimmtug. Biskupsmessa verður í kirkjunni kl. 11 á pálmasunnudegi. Barnastarfið hefst á sama tíma og börnin fá bók í afmælisgjöf. Herra Karl Sig- urbjörnsson prédikar í messunni. Auk Neskirkjupresta, sr. Arnar Bárðar Jónssonar og sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar, þjóna við at- höfnina þeir sr. Frank M. Hall- dórsson, sr. Halldór Reynisson, sem voru prestar kirkjunnar, og pró- fastur, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar org- anista. Pálmasunnudagsmessan markar upphaf hátíðar Nessafn- aðar sem stendur heilt ár og með ýmsum viðburðum. Fyrir vígslu Neskirkju notaði söfnuðurinn Há- skólakapelluna til helgihalds. Til að minnast þess verður kl. 9.30 efnt til tákngöngu frá Sæmundarstyttunni við HÍ. Gengið verður til Neskirkju. Veitingar verða á kirkjutorginu í safnaðarheimilinu bæði fyrir og eftir messu. Hátíð í Neskirkju og allir velkomnir. Hallgrímskirkja – pálmasunnudagur Pálmasunnudagur er upphafs- dagur dymbilviku og hinn hátíðlegi aðdragandi páskahátíðar. Písl- arsaga Jesú Krists er hinn rauði þráður alls helgihalds vikunnar. Í messunni kl. 11 munu þau sr. María Ágústsdóttir og sr. Birgir Ásgeirs- son predika saman út frá 12. kafla Jóhannesarguðspjalls, þar sem sagt er frá því þegar María, systir Mörtu og Lazarusar, smyr fætur Jesú og þerrar þá með hári sínu og einnig er lagt út frá innreið Jesú í Jerúsal- em. Þessar áhrifamiklu frásagnir Jóhannesar kallast á og eru sá inn- gangur að píslarsögu frelsarans, sem er eins og upphafinn og snertir hvern þann djúpt, sem les eða heyr- ir og setur sig inn í þessar átak- anlega sterku aðstæður. Í messunni aðstoða messuþjónar ásamt ferm- ingarbörnum. Börn sunnudagsskól- ans taka þátt í inngöngu með blómagreinum. Organisti er Hörð- ur Áskelsson, söngmálastjóri og Mótettukórinn syngur og leiðir al- mennan safnaðarsöng. Grafarvogskirkja – fjöl- skylduguðsþjónusta Næstkomandi sunnudag – pálma- sunnudag verður fjölskylduguðs- þjónusta í Borgarholtsskóla kl. 11. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Svövu Krist- ínar Ingólfsdóttur. Umsjón hafa þau Gunnar, Díana og Guðrún María. Undirleikari er Guðlaugur Viktorsson. Á sama tíma verður barnaguðsþjónusta í Grafarvogs- kirkju kl. 11. Umsjón hafa hjónin Hjörtur og Rúna. Prestur er séra Lena Rós Matthíasdóttir. Undir- leikari er Stefán Birkisson. Morgunblaðið/ Atli VigfússonLjósavatnskirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.