Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 45
aðalhlutverki heyrnarlaus ung stúlka sem flutti með á táknmáli. Ljúktu nú upp lífsbókinni lokaðu ekki sálina inni. Leyfðu henni í ljóði og myndum leika ofar hæstu tindum. Svipta burtu svigahulu syngja aftur gamla þulu. Líta bæði ljós og skugga langa til að bæta og hugga. Breyta þeim sem böli valda breyta stríði marga alda. Breyta þeim sem lýgin lamar leiða vit og krafta framar. Gull og metorð gagnast ekki gangir þú með sálarhlekki. (Laufey Jakobsdóttir.) Megi það góða lifa og bæta. Við vottum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Bergþóru, styrki og verndi Peter, Öllu Möggu, Birg- ittu, Jón Tryggva og börnin. Þorvaldur Ingi Jónsson og fjölskylda. Lífsljósið hennar Bergþóru Árna- dóttur er slokknað, en rauður logi mun vafalítið loga í minningu hennar líkt og í kvæði Steins um verkamann- inn. Ef ég rýni í þann rauða loga birt- ist mér fyrst ung og sérstök kona með allstóran gítar í fangi. Hún hefur upp magnaða raust sína og syngur svo að eftir er tekið. Staðurinn er Hótel Borg, stundin er vísnakvöld og lagið svo nýtt að það er eiginlega að verða til þarna á sviðinu. Brothætt stund og táknræn fyrir það sem einkenndi framkomu vísnasöngkonunnar Berg- þóru alla tíð. Undir skelinni sem hún brynjaði sig með fyrir óblíðri veröld- inni sló viðkvæmt listamannshjarta sem mátti ekkert aumt sjá og þar ólg- uðu tilfinningar sem oft gat verið erf- itt að hemja. Kynni okkar Bergþóru hófust á vísnakvöldi og leiddu fljótt til vináttu og samvinnu sem reyndist báðum gefandi. Ég var leitandi ung- skáld og um leið innanbúðarmaður í Bókavörðunni á Skólavörðustíg 20, en Bergþóra sölukona hágæða stálpotta og eldhúsáhalda í sérverslun sem var skáhallt á móti. Í kaffiskonsunnni bakatil í búðinni var hún með tólf- strengja gítarinn, kaffikönnuna og ljóðabækurnar sem hún leitaði fanga í. Hún hafði sérstakt dálæti á Steini Steinarr og reyndar mörgum öðrum skáldum, en þegar þarna var komið sögu fannst henni tilvalið að láta á það reyna hvort ekki væri allt eins hægt að semja lög við órímuð ljóð. Ekki leið á löngu áður en hún var búin að galdra fram lög við ljóðin mín og fyrr en varði vorum við farin að stilla sam- an strengi. Við höfðum það í flimt- ingum að hún hefði einfaldlega fundið sér annan stein að glíma við og að sá gæti allt eins orðið aðalsteinninn. Sú glíma var hreint ekki átakalaus og gat tekið á sig ólíkar myndir. Stundum var skammt á milli gleði og gráts, ákafinn svo mikill og kveikiþráðurinn oft í styttra lagi. Það gat auðveldlega slest upp á vinskapinn en óðar náðust þó sættir og áfram var haldið. Rauður logi minninganna. Fallegur sumarmorgunn og við að verða of sein í Stúdíó Glóru í Hraungerðishreppi þar sem Bergmál var í vinnslu. Berg- þóra vildi samt koma við í litla garð- inum við Kotstrandarkirkju og vitja þar leiðis ömmu sinnar, sagðist vilja sækja sér kraft þangað svo að allt gengi betur. Þessi morgunstund lifir í minningunni og kemur upp í hugann í hvert sinn sem ég á leið framhjá Kot- strandarkirkju. Minnisstæðar eru líka margar stundir í eldhúsinu hjá Bergþóru og Valda á Skólavörðustíg 26. Þar fitjuðum við upp á Nykuræv- intýrinu sem við æddum út í án þess að kunna fótum okkar forráð, en það ævintýri leiddum við endanlega til lykta síðastliðið haust með útgáfu þess í nýjum búningi. Þegar Berg- þóra fluttist búferlum til Danmerkur hvarf hún af sjónarsviðinu hér heima, hóf nýtt líf með breyttum áherslum og var bjartsýn að vanda. Árin þar lit- uðust því miður af margs konar mót- læti og má jafnvel líkja við einhvers konar sjálfskipaða útlegð. Í bréfi frá síðustu jólum bað Bergþóra mig að fara út á gamlárskvöld og hvísla að götunni, Skólavörðustígnum, að hún elskaði hana. Mér þótti vænt um að henni skyldi auðnast að koma í stutta heimsókn í húsið mitt við Skólavörðu- stíginn fyrir fáeinum vikum þar sem hún rifjaði meðal annars upp tilurð lagsins fallega Sumarið sem aldrei kom. Ég kveð Bergþóru Árnadóttur með trega en í þeirri ljúfu vissu að loginn rauði lýsi upp minningu hennar. Megi strengirnir sem hún náði að stilla hvað best í hörpu sinni hljóma lengi. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Þegar ég var 10 ára skrapp ég til Hveragerðis í helgarheimsókn. Leið- in lá heim til þeirra Öllu Möggu og Árna Jónssonar sem kallaður var gít- ar. Sú sem ég man einna best eftir var ein dætranna á heimilinu, Bergþóra, sem var þá 14 ára gömul. Hún spilaði og söng fyrir mig ýmis lög, bæði eftir sjálfa sig og aðra. Hás röddin heillaði og gítarleikurinn var mjög sérstakur. Svo liðu árin. Við, hópur ungs fólks, stofnuðum árið 1976 félagið Vísnavini og héldum m.a. vísnakvöld á Hótel Borg og síðar í Þjóðleikhúskjallaran- um. Þar kom Bergþóra og varð mjög atkvæðamikil. Þá rifjuðust upp gömul kynni og með okkur þróaðist vinátta. Bergþóra samdi afburðagóð lög og gerði sér einkum far um að semja lög við ljóð Steins Steinars. Frægasta lagið hennar var við kvæðið Verka- maður og hver einasti maður í Vísna- vinum kunni þetta lag. Brátt tókst samstarf með okkur Bergþóru ásamt Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni ljóð- skáldi. Við stofnuðum Tríó túkall. Fljótlega sameinuðumst við þremur ungum piltum og hljóðmsveitin Hálft í hvoru varð til. Sú hljómsveit ferðað- ist víða um landið og m.a. fórum við í tónleikaferðir til Svíþjóðar og Nor- egs. Það var árið 1983 í desember sem við fórum til Noregs. Þar sýndi Berg- þóra hvað í henni bjó. Hún hreif marga með gítarleik sínum og söng. Hún var mjög opinská og átti auðvelt með að mynda tengsl við fólk. Margir sem hlustuðu á okkur undruðust hvernig hún lék á gítarinn, bassa- strengirnir skiptu þar miklu máli og stundum raddaði hún sönginn með þeim. Einhver norskur snillingur sagði í hrifningu sinni að þetta líktist helst rússneskum gítarleikurum. Það var aldrei neitt tiltakanlegt vandamál að vera með Bergþóru, hún var ein af okkur strákunum. En sennilega hefur hún liðið fyrir að vera kona, enda stóð hún fast á sínu og oft þoldum við peyj- ar það illa. Þá hvessti rækilega. En alltaf náðust sættir um síðir. Það var bráðskemmtilegt hvernig Bergþóra tók sjálfa sig lítið alvarlega á köflum. Hún gerði óspart grín að sjálfri sér. Þegar hljómplatan hennar Bergmál kom út, þá hófst fyrsta lagið á þessum erindum: Ég reyndi að syngja. En rödd mín var stirð og hás. Einsog ryðgað járn væri sorfið með ónýtri þjöl. Bergþóra var ein þeirra listamanna sem verða að stunda aðra atvinnu með list sinni. Eitt sinn sagði hún okkur frá því að hún hefði unnið í ull- arþvottastöð í Hveragerði. Hún kom einu sinni heim með ullarhreinsiefni. Pabbi hennar ákvað að þvo á sér hár- ið, tók fyrsta brúsann sem hann fann og þvoði sér um hárið. Svo kom í ljós að þetta var ullarþvottarefnið, enda hárið hans Árna gítars mjúkt á eftir. Ég var svo heppinn að leika með Bergþóru inn á nokkrar hljómplötur. Leiðir skildi að mestu þegar hún flutti út til Danmerkur 1988. En vináttan var söm og þegar Bergþóra varð fimmtug var gefinn út diskurinn Lífs- bókin, sem er með mörgum hennar bestu lögum. Þau eru eintóm gull- korn. Á alþjóðabaráttudegi kvenna, 8. mars sl., kvaddi hún Bergþóra þennan heim. Með henni hvarf héðan á braut sérstæður listamaður, sem var lífskúnstner, og var ávallt hún sjálf allt til hinstu stundar. Ég votta móður hennar, börnum og öðrum að- standendum innilega samúð mína og þakka fyrir að hafa fengið að fletta hluta lífsbókarinnar með henni. Blessuð sé minning Bergþóru Árna- dóttur. Gísli Helgason blokkflautuskáld. Við Bergþóra Árnadóttir vorum samskipa í Þorlákshöfn í rúman ára- tug. Þetta var á þeim árum er Þor- lákshöfn var oft í fréttum vegna margháttaðrar menningarstarfsemi og átti Bergþóra oftar en ekki þar þátt að máli. Hún var að músíkölsk með afbrigðum, sísyngjandi með gít- arinn og á þessum árum kom út fyrsta plata hennar, Eintak, þar sem finna mátti mörg hennar bestu lög einsog Verkamanninn við ljóð Steins Steinarrs og eina baráttusönginn, til- einkaðan Þorlákshöfn, er ég veit til að hafi komist á plötu; Þorlákshafnar- veginn við ljóð Ólafs Ormssonar; en ásamt mér og Þorsteini Marlessyni rithöfundi, sem er nýlátinn, stóðum við að útgáfu Lystræningjans sem hafði þá aðsetur í Þorlákshöfn. Við Bergþóra lékum mikið saman hjá Leikfélagi Þorlákshafnar og oftar en ekki hjón. Þrjú verk eru mér minn- isstæðust, öll frumflutt af LÞ. Skírn eftir Guðmund Steinsson og Venjuleg fjölskylda og Legunautar eftir Þor- stein Marelsson; var það síðast- nefnda sérstaklega skrifað fyrir LÞ og fékk Bergþóra ýmsu ráðið um mótun þeirrar persónu er hún lék. Bergþóra átti ekki langt að sækja hæfileika sína, enda Árni faðir henn- ar söngvinn og glúrinn gítarspilari og það sópaði að móður hennar, Aðal- björgu Margréti, á sviðinu. Bergþóra setti svip á Þorlákshöfn og það var alltaf mikið að gerast er hún hentist einsog hvítur stormsveip- ur upp tröppurnar á kennarabú- staðnum á B-götu 7, þar sem ég bjó ásamt Margréti Aðalsteinsdóttur, þá- verandi eiginkonu minni. Daginn eft- ir brúðkaup okkar kom Bergþóra stormandi með lítinn gulbröndóttan kettling og sagði: ,,Hér er brúðkaups- gjöfin!“ ,,Góð er gjöf þín,"“ svaraði ég, ,,en nú ræður Nóra Natasja Andró- póva hvort þegin verður.“ Bergþóra leit á heimilishundinn og sagði: ,,Þú tekur að þér kettlinginn Nóra mín.“ Ekki þarf að orðlengja það að tíkin hlýddi, enda mat hún Bergþóru mik- ils og hafði oft verið í fóstri hjá henni á H-götunni er mikið lá við hjá kenn- arahjónunum. Mörgum Þorlákshafn- arbúum þótti við Bergþóra kynlegir kvistir enda fórum við okkar fram hvað sem almenningsáliti leið. Afturá móti nutum við vináttu þeirra og hvernig var annað hægt en að þykja vænt um Bergþóru Árnadóttur. Hjarta hennar var stórt og við brott- för hennar af þessari lífstjörnu vil ég endursenda henni gamla kveðju: ,,Þakka þér fyrir allt og þó sérstak- lega að vera til.“ Hafi Bergþóra haft rétt fyrir sér í eilífðarmálunum er hún jafn mikið til nú sem þá. Móður hennar og börnunum, Birgittu og Jóni Tryggva og fjölskyldum þeirra sendi ég hugheilar kveðjur. Vernharður Linnet. Bergþóra Árnadóttir vísnasöng- kona er fallin frá aðeins 59 ára að aldri. Hún tókst á við sjúkdóm sinn af æðruleysi eins og henni einni var lag- ið og kallaði lungnakrabbameinið sem hún glímdi við „krabbakló að kitla lungað“. Milli okkar Bergþóru tókst einlæg vinátta í tengslum við fé- lagsmál tónlistarmanna en hún var ein af stofnendum SATT (Samtök al- þýðutónskálda og tónlistarmanna) ár- ið 1979 og síðar FTT (Félag tónskálda og textahöfunda ) árið 1981, sem varð til í framhaldi baráttu SATT fyrir réttindum höfunda svokallaðrar „léttrar tónlistar“, en tónskáld í þeim geira voru þá utangarðsmenn í STEFi. Bergþóra var ósérhlífin og góður bandamaður, alltaf tilbúin að leggja sitt af mörkum. Síðar urðu tengsl okkar nánari þegar hún og sambýlismaður hennar þá, Þorvaldur I. Jónsson, gerðust meðeigendur mínir í Gallery Lækjartorgi 1984, síð- ar Listamiðstöðin hf. Leiðir okkar Bergþóru hafa ekki legið oft saman hin síðari ár en ég hef fylgst með henni í gegn um vin minn Þorvald sem var ávallt í góðum tengslum við hana og börn hennar, Birgittu og Jón. Í tímaritinu Mannlífi birtist í ágúst 2006 viðtal við Bergþóru undir yfir- skriftinni „Ég hlakka til að deyja“. Þar kemur fram að Bergþóra hafnar aðferðum læknavísindanna í barátt- unni við krabbameinið en velur þess í stað óhefðbundna leið; að taka inn há- karlalýsi og -brjósk sem virðist hafa náð að stoppa framgang meinsins þannig að í viðtalinu er hún bjartsýn á sigur. Bergþóra segist ekki hræðast dauðann og telur sig hafa fullvissu fyrir framhaldslífi. Æðruleysi, húmor og gott hjartalag einstakrar konu, sem oft hefur átt á brattann að sækja í lífinu, birtist mér í þessu viðtali. Þannig er sú Bergþóra sem ég kynnt- ist; kona með heitar tilfinningar sem ekkert aumt mátti sjá, greind og vel að sér, frábær íslenskumanneskja og góður penni. Ég hlustaði fyrir skömmu á geislaplötuna Lífsbókina, sem geymir úrval laga Bergþóru frá árunum 1977–1987, en gamlir vinir og velunnarar Bergþóru stóðu að útgáf- unni í tilefni fimmtugsafmælis hennar 15. febrúar 1998. Bergþóra samdi gjarnan lög við ljóð þjóðskálda; t.d. Tómasar Guðmundssonar, Jóhannes- ar úr Kötlum, Halldórs Kiljans Lax- ness, en Steinn Steinarr var í sér- stöku uppáhaldi hjá henni. Ljóð núlifandi skálda urðu einnig tilefni til lagasmíða; ljóð Hannesar Pétursson- ar, Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og fleiri. Sjálf leggur hún til 2 ljóð á nefndri plötu; Hveragerði og Sumarið sem aldrei kom. Tónlist Bergþóru er einlæg og tilgerðarlaus, full af mann- legri hlýju. Ég spái því að þjóðin eigi eftir að uppgötva betur þann fjársjóð sem lög Bergþóru eru. Um leið og við Halldóra vottum fjölskyldu Bergþóru okkar dýpstu samúð við fráfall henn- ar vil ég ljúka þessari minningargrein með vísu sem Bergþóra sendi mér í afmælisgjöf ásamt hlýjum kveðjum í tilefni sextugsafmælis míns, en mér finnst vísan einmitt svo lýsandi fyrir hennar hlýja hjarta, glettni og fallegu hugsun. Þér ég óska alls hins besta, ekkert megni að veikja lund. Megi gæfa og gengi festa greipar um þig hverja stund. B.Á. Guð geymi þig kæra vinkona. Jóhann G. Jóhannsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 45 ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, STEFANÍA RANNVEIG BRYNJÓLFSDÓTTIR, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, miðvikudaginn 28. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Tryggvason, Jarmíla Tryggvason, Brynjólfur Tryggvason, Lilja Jónsdóttir, Soffía Tryggvadóttir, Magnús Gíslason. ✝ Frændi okkar, KOLBEINN ÞORLEIFSSON, Ljósvallagötu 16, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, LÁRUS HJÁLMARSSON, fjölskylduheimilinu Lálandi 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 30. mars. Útförin verður auglýst síðar. Björg Hjálmarsdóttir, Reimar Charlesson, Helgi Hjálmarsson, María Hreinsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Borghildur Óskarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS METÚSALEMSDÓTTIR frá Glúmsstöðum, síðast til heimilis á Dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum, miðvikudaginn 28. mars. Útför hennar fer fram frá Valþjófsstaðarkirkju þriðjudaginn 3. apríl kl. 14.00. Helga Hallbjörg Vigfúsdóttir, Friðrik Ingi Ingólfsson, Jón Þór Þorvarðarson, Margaret Anne Johnson og barnabörn. ✝ Elsku maðurinn minn og faðir okkar, GÍSLI RAFN GUÐMUNDSSON, Gullsmára 5, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi laugardaginn 24. mars. Útför hefur farið fram. Soffía A. Guðmundsdóttir, Kristín V. Gísladóttir, Guðmundur Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.