Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefán Guð-mundsson fædd- ist 8. júlí 1933. Hann lést 22. mars síðast- liðinn. Stefán ólst upp hjá foreldrum sín- um í Húsatúni í Haukadal við Dýra- fjörð. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jón Jóns- son, f. 2. júní 1888, d. 19. janúar 1945, og Sigríður Katrín Jónsdóttir, f. 27. nóvember 1899, d. 24. desember 1995. Systkini Stefáns eru Hannes, f. 1919, d. 2003, Hjörleifur, f. 1920, d. 1999, Skarphéðinn, f. 1922, d. 2003, Kristjana, f. 1924, Anna, f. 1926, d. 1976, Guðný, f. 1928, d. 1995, og Guðjón, f. 1930. Stefán kvæntist Margréti Guð- mundsdóttur, f. 14. júlí 1935. For- gréti, f. 4. ágúst 1984, og Ingva, f. 2. maí 1988. 3) Ægir Sturla, f. 15. maí 1961, eiginkona hans er Arn- gunnur Sigurþórsdóttir, þau eiga tvær dætur; Guðbjörgu, f. 11. febr- úar 1990, og Melkorku, f. 5. apríl 1994. Stefán stundaði kennslu við Bændaskólann á Hólum í Hjalta- dal um níu ára skeið, hann starfaði einnig hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar. Hann átti og rak plastverksmiðjuna Dúða og var verkstjóri á Vélaverkstæði KS. Starfsferli hans lauk hjá ÁTVR á Sauðárkróki, en þar gegndi Stefán stöðu útibússtjóra frá opnun úti- búsins þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Stefán sat í bæj- arstjórn Sauðárkróks um árabil. Auk annarra trúnaðarstarfa var hann virkur félagi í Rotary-klúbbi Sauðárkróks í 40 ár. Útför Stefáns verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. eldrar hennar voru Guðmundur Jós- afatsson, f. 4. október 1899, d. 14. janúar 1974, og Hólmfríður Jónasdóttir, f. 12. september 1903, d. 18. nóvember 1995. Börn Stefáns og Margrétar eru: 1) Guðmundur Rúnar, f. 14. febrúar 1957, eig- inkona hans er Arn- fríður Arnardóttir, börn þeirra eru: a) Stefán Örn, f. 22. febrúar 1978, sambýliskona hans er Svana Hildebrandt, þeirra son- ur er Guðmundur Ernir, f. 3. jan- úar 2007, b) Berglind Inga, f. 28. apríl 1983, c) Jónas Rúnar, f. 4. maí 1988, unnusta hans er Stein- unn Hulda Magnúsdóttir. 2) Sig- ríður Katrín, f. 25. janúar 1959, eiginmaður hennar er Guðmundur Jensson, þau eiga tvö börn; Mar- Minning um einstakan mann lifir í hjörtum okkar allra. Einstakur faðir, tengdafaðir, afi og langafi er horfinn úr lífi okkar allra. Hann var okkur svo mikið og hans er sárt saknað. Við eigum ein- stakar minningar úr barnæsku, strax og við gátum gengið var byrjað að fara með krakkana í fjöruna til veiða og reynt við þann stóra. Og þegar við urðum eldri og reyndari tóku við veiðitúrar á skagann, og al- veg einstakar ferðir í Blöndu. Ef illa gekk og lítið aflaðist sagði kall oft „hann lætur bíða eftir sér sá stóri“. Hann átti sína upphaldsstaði við veiðarnar og margar urðu árnar sem rennt var í. Margar voru gæsirnar veiddar á ferðum milli Hóla og Sauð- árkróks og eitt haustið höfðum við krakkarnir á orði að þetta væri að verða alveg nóg þegar ekki sást orðið út úr bílskúrnum fyrir gæsafiðri. Góð er minningin um það er ég keypti mér mitt fyrsta mótorhjól, þá aðeins 15 ára gamall. Ég fór auðvitað til pabba og spurði álits. Þú hefur ekk- ert með þetta að gera drengur voru hans orð. Strákurinn var þverari en svo og keypti samt. Leiddi hjólið bil- að inn í skúr og var að gera við þegar pabbi kom heim úr vinnunni. Jæja, þú lést þá verða af því, ég mátti svo sem vita það. En þú ferð varlega drengur og ekki orð um það meir. Svo liðu árin og hjólin orðin mörg, síðasta sumar fórum við hjónin í Evr- ópuferð á okkar ferðahjóli og hann kvaddi okkur með sömu orðunum og í upphafi, þið farið svo varlega þarna úti. Alltaf fylgdist hann vel með barnabörnunum og var sérlega annt um þeirra hag. Hann spurði reglu- lega hvernig gengi og hvað þau væru að brasa. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Takk fyrir allt. Guðmundur. Það eru 30 ár síðan ég kynntist Stefáni, tengdaföður mínum. Öll þessi ár hefur hann sýnt mér ómet- anlega umhyggju, traust og hlýju. Meðfædd lífsgleði hans, kímnigáfa, jákvæði og áhugi gerðu hverja sam- verustund með honum að gleðistund. Í fallegu brúnu augunum hans sást oft glettnisblik og þá var oftar en ekki saga á leiðinni og þegar hann var í sagnastuði, þá var skemmtilegt. Hann var fljúgandi hagmæltur, en flíkaði ekki kveðskap sínum, hóg- værð hans kom í veg fyrir það. Hér og þar voru bréfsneplar með vísum eða vísubrotum sem hann hafði hrip- að niður, annaðhvort sem hann hafði nýlega heyrt eða spruttu fram í hug- ann við hin ýmsu tækifæri. Kveð- skapur hans bar vott um að í brjósti hans sló stórt og rómantískt hjarta, fullt af virðingu fyrir öllu sem lifir. Hann var höfðingi heim að sækja, þess nutu bæði menn og málleysingj- ar. Ég er þakklát fyrir allar stund- irnar við eldhúsborðið, já og bara fyrir það að hafa verið hluti af hans lífi. Guð blessi minningu Stefáns og veiti Grétu og allri fjölskyldunni styrk til að takast á við framtíðina án hans. Arnfríður. Mig langar með fáeinum orðum að minnast elskulegs afa míns. Afi fylgdist alltaf vel með okkur barnabörnunum og sýndi mikinn áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var alltaf gott að koma til hans í ríkið og spjalla um allt milli himins og jarðar. Þegar ég fór að fá áhuga á pólitík sýndi afi því mikinn áhuga og ég gleymi því aldrei þegar ég fór stolt með honum á kosn- ingafund 14 ára gömul. Hann var alltaf að gauka að manni eins og einni happaþrennu, og hægt var að stóla á, ef maður hitti þau ömmu í búðinni, að hann gæfi manni 50 kall til að kaupa smánammi. Aldr- ei var heldur græni ópallinn langt undan. Í seinni tíð var gott að koma í Hásæti í smáspjall og bakkelsi, og alltaf var tekið á móti manni með mikilli hlýju og kærleik. Ég minnist með hlýhug allra góðu minninganna sem ég á um hann og geymi þær í hjarta mér. Hvíl í friði elsku afi minn. Þín Margrét. Elsku afi, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur og ég eigi ekki eftir að sjá þig oftar þegar ég kem á Krókinn. Frá því að ég var skírður í höfuðið á þér rúmlega mánaðar gam- all hefur þú verið stór þáttur í lífi mínu. Ég fyllist stolti þegar vinir, ástvin- ir og aðrir tala um hversu líkir við er- um í útliti og fasi. Þú varst mér svo miklu meira en bara afi, þú varst einnig einn af mínum bestu vinum og alltaf var hægt að leita til þín með alla skapaða hluti, sama hversu smá- vægilegir þeir voru og alltaf varstu tilbúinn að aðstoða mig. Til dæmis þegar þú hvattir mig til að fara í nám og hjálpaðir mér á ómetanlegan hátt til að svo gæti orðið, eins þegar þú hringdir í mig og sagðist hafa keypt bíl og vantaði einhvern til að passa hann fyrir þig, því að þér fannst ómögulegt að ég væri bíllaus í Reykjavík. „Ég er sonarsonur Stebba í ríkinu“ gat ég alltaf sagt ef ég hitti Skagfirðinga, og þurfti að út- skýra hverra manna ég væri. Þetta skildu allir. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku afi, t.d. þegar þú settir á þig hattinn, vindilinn í munninn og fórst með okkur Svönu út á púttvöll. Þar fórum við hring eftir hring og allt kom fyrir ekki, við áttum aldrei roð í gamla manninn, eins og þú sagðir. Ég man hvað þú varst glaður þegar ég hringdi í þig í byrjun árs og sagði þér að þú værir orðinn langafi, og hvað þú varst stoltur þegar þú sást Guðmund Erni. Þér fannst hann svo brothættur að þú þorðir ekki að halda á honum. Því miður sáust þið aðeins tvisvar og hann mun því aldrei fá að kynnast langafa sínum en hann á eftir að heyra ótal sögur af þér. Þig langaði mikið að koma í skírnina hans en vegna aðstæðna gast þú ekki komið, en ég spurði þig hvort þú gæt- ir ekki samið vísu. Það var ekki að spyrja að því og daginn eftir hringdir þú í mig með þessa gullfallegu vísu. Þú varst einstaklega hagmæltur og orðheppinn þó svo að þú vildir ekki gera mikið úr því, og aldrei hef ég séð nokkurn annan klára krossgátur á hvílíkum hraða sem þú gerðir. Elsku afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði og er ákaflega þakk- látur fyrir þær stundir sem við áttum saman, þær mun ég varðveita í hjarta mínu. Þar sem að þú varst hagmæltur mjög og mikill ljóðaunnandi læt fylgja ljóð til þín sem heitir afi minn og er eins og ort frá mínu hjarta. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Við elskum þig, afi, og söknum þín, Stefán, Svana og Guðmundur Ernir. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur en við vit- um að þú verður alltaf með okkur í anda. Þegar við systurnar hugsum til baka, þá munum við þig sem mjög góðan afa. Hlýjan og gjafmildan afa sem vildir allt fyrir okkur gera. Þeg- ar við komum í heimsókn tókstu allt- af eitthvað fram á borðið, kökur og góðgæti og helltir glösin okkar alveg stútfull af mjólk. Við fórum aldrei svangar frá þér og ömmu. Gjafmild- ur varstu, alltaf páskaegg um páskana og þúsundkallar ef við vor- um á suðurleið, sem þú sagðir að við ættum að nota til að kaupa okkur eitthvað á leiðinni. Þú varst mikið fyrir krossgátur og dundaðir þér við að leysa þær. Við hjálpuðum þér stundum og þú kenndir okkur að byrja alltaf í neðra hægra horninu og við höfum fylgt því eftir. Afi þú varst flottur karl, alltaf með hatt útivið og reyktir vindla. Þú munt alltaf vera hjá okkur í minningunni, takk fyrir allt elsku afi. Þínar afastelpur, Guðbjörg og Melkorka. Kæri Stefán. Fáein þakkarorð til þín fyrir sam- fylgdina undanfarna áratugi nú þeg- ar þú ert horfinn á braut. Þakklæti til ykkar Grétu fyrir hlýju og örlæti í okkar garð. Við áttum góðar stundir saman sem vert er að þakka að leið- arlokum. Við minnumst sérstaklega ferðar vestur í Dýrafjörð um hásum- ar á æskuslóðir þínar, sem verður okkur ætíð ógleymanleg, og hafið þið Gréta kærar þakkir fyrir það. Þið hafið átt miklu barnaláni að fagna, góður og traustur hópur, sem er okkur mikils virði. Lítill drengur fæddist 3. janúar, fyrsta langafa- barnið og þér auðnaðist að sjá hann, þess er gott að minnast. Við minn- umst einnig Sigríðar Katrínar, móð- ur þinnar, og systur Önnu, blessuð sé minning þeirra, þær voru miklar kjarnakonur. Við sendum ættingjum Stefáns samúðarkveðjur, þökkum fyrir líf þessa góða drengs, sem ung- ur kom í fjörðinn okkar heima og kveðjum þig með orðum Hannesar Péturssonar. Sæl verður gleymskan undir grasi þínu byggð mín í norðrinu því sælt er að gleyma í fangi þess maður elskar. Anna Jóna og Sigurður. Svo líða þeir einn og einn hinir efri dagar … Og kvölddyrnar ljúkast upp senn. Kvölddyrnar. (H.P.) Kvölddyrnar hafa lokist upp fyrir vini mínum, Stefáni Guðmundssyni, sem lést fimmtudaginn 22. mars sl. Hinir efri dagar sem honum var út- hlutað eru liðnir og hann kallaður á annað tilverustig. Við hjónin og börnin okkar áttum því láni að fagna að eiga Stefán og hans fjölskyldu að nágrönnum um árabil, er við bjuggum á Víðigrund- inni hlið við hlið. Og þótt við værum ekki daglega inni á gafli hver hjá öðr- um áttum við mikil og góð samskipti. Vinskapur velur sér ýmsar leiðir, stundum eru orð óþörf til að tjá hann. Mér er minnisstætt hvernig Lappi, hundurinn sem við litum á sem einn af fjölskyldu Stefáns, skynjaði hug fjölskyldunnar til nágrannanna. Hann var stundum tjóðraður utan- húss og þegar dóttir okkar, tveggja, þriggja ára, var að leika sér á stétt- inni við húsið og fór svo út um garðs- hliðið og stefndi út á umferðargöt- una, hljóp Lappi til eins og tjóðurbandið leyfði og gelti hátt til að vekja athygli á hættunni sem barninu var búin. Eftir bæjarstjórnarkosningar 1982 voru Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag í aðstöðu til að mynda meirihluta í bæjarstjórn Sauðár- króks. Við Stefán fórum fyrir þess- um flokkum og tókst að mynda meirihluta og komast í gegnum kjör- tímabilið stórslysalaust. Það var gott að vinna með Stefáni og á ég margar góðar minningar frá þessum tíma. Flokkarnir voru ólíkir en við vorum sammála um að vinna fyrir bæjar- félagið án sérstaks tillits til flokks- hagsmuna. Þegar áfengisverslun var stofnsett á Sauðárkróki tók Stefán þar við verslunarstjórn og gegndi því starfi þar til hann hætti vegna aldurs. Hann var eftir það oft nefndur Stebbi í Ríkinu til aðgreiningar frá alnafna hans hér í bæ. Hann naut sín vel í þessu starfi, hitti marga og skaut vísum að mönnum þegar það átti við, en hann var hagmæltur í besta lagi, sem þykir ekki verra í Skagafirði. Við hjónin viljum á þessum tíma- mótum þakka Stefáni og fjölskyld- unni allri góð kynni og vináttu. Grétu, börnunum og fjölskyldum þeirra vottum við dýpstu samúð. Kristbjörg og Magnús H. Sigurjónsson Stefán var traustur og góður mað- ur, rólyndur, prúður og hugljúfur. Kveðjustund hans kom öllum á óvart. Margsháttar ævistörfum sinni hann óaðfinnanlega, upptalningu þeirra læt ég aðra um, en vil þó geta þess að í veikindum Margrétar, konu sinnar, var hann fyrsta flokks sjúkraliði, sívakandi yfir öllu sem betur mætti fara. Sjálfboðaliðsstörf Stefáns fyrir hsf. Búhölda voru mikil og mörg. Nú harmar félagið missi æviráðins fund- arstjóra og þakkar fyrir alla vinnu hans í þágu Búhölda. Búhölda hann byggði rann, bjartsýnn málin leysti. Veginn besta fljótast fann, festu böndin treysti. (P.J.) Það er sama hvert hugurinn reik- ar, með Stebba er minningin ætíð ljúf og fögur. Slíkra manna er ávallt sárt saknað, en enginn má örlög flýja. Fjölskylda mín sendir Grétu, börnum, tengdabörnum, barnabörn- um og öllu venslafólki Stefáns inni- legustu samúðar- og saknaðarkveðj- ur. Minningarnar merlast hratt, máttinn tekur þrjóta. Hér ég bara segi satt, sælt var hans að njóta. Stefán kveður, hvergi grænn, kempa öðlings mesti. Traustur, hagur, vitrænn, vænn, vinur allra besti. (P.J.) Blessuð sé minnig Stefáns Guð- mundssonar. Pálmi Jónsson, Sauðárkróki. Við kveðjum í dag góðan vin, Stef- án Guðmundsson. Mörg minningar- brot koma upp í hugann þegar horft er yfir hálfrar aldar kynni, sem ekki bar skugga á. Við vorum á barnsaldri þegar Stebbi giftist Grétu frænku og fljótlega fengum við hlutverk sem barnapíur barnanna þeirra, Gumma, Siggu og Ægis. Þótt Gréta og Stebbi flyttu tímabundið frá Króknum að Hólum í Hjaltadal minnkaði sam- bandið ekki. Þær voru ófáar helgarn- ar sem við áttum á Hólum og ógleymanlegar eru margar ferðirnar yfir Eylendið í misjafnri færð. Aldrei bar á kynslóðabili í samskiptum okk- ar. Stebbi var mikill veiðimaður og áttu pabbi og hann margar góðar stundir með stangirnar. Blönduferð- irnar urðu fastur punktur í tilveru okkar og undu upp á sig. Það fylgdi því tilhlökkun í hvert skipti þegar Gréta, krakkarnir og mamma komu frá Króknum og við ásamt mökum okkar og börnum komum að sunnan. Veiðibakterían smitaði út frá sér þar sem allir fengu að reyna sig. Hin síð- ari ár hefur heimsóknum á Krókinn fækkað, en alltaf var komið við hjá Grétu og Stebba sem voru höfðingjar heim að sækja. Nú þegar Stebbi hef- ur kvatt viljum við þakka fyrir ljúfar minningar sem við eigum. Elsku Gréta og fjölskylda, við sendum ykkur dýpstu samúðar- kveðjur. Brynja og Inga Harðardætur. Í dag verður til moldar borinn Stefán Guðmundsson, fyrrverandi kennari við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Stefán var kennari á Hól- um á árunum 1965–1975 og kenndi véla- og verkfærafræði sem var afar mikilvæg grein við skólann. Land- búnaðurinn vélvæddist hratt á þess- um árum og nemendurnir höfðu brennandi áhuga á dráttarvélum og vinnslutækjum. Þarna var Stefán í essinu sínu, fær vélamaður, kunni allt um mótora og samspil véla og tækja. Hann hafði alveg einstakt lag á að vinna með nemendum, þolin- móður og glettinn. Það leið öllum vel í návist Stefáns. Stefán var hrókur alls fagnaðar, einstaklega hnyttinn og góður félagi. Hann var vel hagmæltur og tækifær- isvísur hans leiftruðu af kímni en hittu vel í mark. Hann var traustur, hafði skoðanir á hlutunum og kom Stefán Guðmundsson Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Minningarnar um góðan afa gleymast aldrei. Berglind Inga og Jónas Rúnar. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.