Morgunblaðið - 31.03.2007, Side 57

Morgunblaðið - 31.03.2007, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 57 Krossgáta Lárétt | 1 varðst var, 8 trjástofn, 9 kjánum, 10 reyfi, 11 duglegum, 13 trjátegund, 15 beinpípu, 18 herbergi, 21 glöð, 22 týna, 23 formóðirin, 24 hreinn. Lóðrétt | 2 eldiviðurinn, 3 líffærum, 4 stétt, 5 reiður, 6 mestur hluti, 7 litli, 12 ótta, 14 vafa, 15 bæta, 16 sori, 17 hávaði, 18 þrep, 19 börðu, 20 stela. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hæpin, 4 gómum, 7 túlks, 8 rottu, 9 kút, 11 ansa, 13 hass, 14 labba, 15 matt, 17 lind, 20 hak, 22 galti, 23 orrar, 24 remma, 25 torga. Lóðrétt: 1 hætta, 2 pilts, 3 nísk, 4 gert, 5 metta, 6 maurs, 10 útbía, 12 alt, 13 hal, 15 magur, 16 túlum, 18 iðrar, 19 durga, 20 hita, 21 kort. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Nei, þú ert ekki skrýtin/n. Von og ótti eru eðlilegar tilfinningar. Engin ástæða er til að hræðast. Þú hefur ríkt ímyndunarafl, njóttu þess. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hugulsemi og áhugi á öðrum er glæsileg samsetning og hluti af kostum þínum. Samvera styrkir sambönd svo nú er rétti tíminn til að skipuleggja skemmtilega uppákomu með makanum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ástvinir þínir eru þurftafrekir um þessar mundir. Nú er lag að standa undir væntingum þeirra. Það er mikilvægt að rækta öll sambönd. Í sumum tilvikum er nóg að hringja einu sinni í mánuði, önnur sambönd þurfa meiri athygli. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Einhver er skotin/n í þér. Frábært! Jafnvel þótt þú viljir ekki ástarsamband þá er gott að eignast nýjan vin. Aðdáun er góð fyrir sjálfstraustið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Fjölskyldan þín er að drekkja þér í vandamálum. Það er vegna þess að þú ert raunagóð/ur og útsjónarsöm/samur. Það gerir þér líka gott að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú uppskerð eins og þú sáir í lífinu. Þú veist að þú ert góður vinur ef þú átt góða vini. Vináttan er besta vísbendingin um velgengni og velferð. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ástarlíf þitt er í uppnámi en það lagast. Þú þarft að taka hlutina skref fyrir skref og brátt geturðu treyst sjálfum þér og ástvini þínum. Vinur í vogarmerkinu er rétta manneskjan til að hjálpa þér. (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdreki Þú ert mótsagnakennd/ur en það er hluti af sjarma þínum. Stjörnurnar hvetja þig til að gera kurteislega uppreisn. Stundum þarf eitthvað stórtækt til að koma í kring breytingum, þú hefur það sem þarf! (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert ekki vinnuþjarkur. Þér leiðist fljótt að vinna eins og þræll, sér- staklega þegar umbunin er ekki í samræmi við álagið. Slakaðu á og vertu góð/ur við sjálfan þig, þannig afkastar þú líka meiru. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Villtustu draumar þínir geta ræst. En fyrst verður þú að gera þér grein fyrir hverjir þeir eru, annars er það ekki tímabært. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Félagslífið er blómlegt um þessar mundir, en þú ert ekki alveg viss um hvers er krafist af þér. En þú áttar þig á því og stendur undir kröfum, þú ert hrók- ur alls fagnaðar. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Tímalína eins og við þekkjum hana á að koma í veg fyrir að allt gerist á sama tíma. Það virkar ekki í dag. Ekki berjast gegn óreiðunni, láttu hlutina flæða. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. Dd2 Be7 9. f3 0-0 10. 0-0-0 Rbd7 11. g4 b5 12. Hg1 Rb6 13. Ra5 Dc7 14. g5 Rfd7 15. Rd5 Bxd5 16. exd5 Rxd5 17. Dxd5 Dxa5 18. Bd3 Dc7 19. g6 Rf6 20. gxf7+ Kh8 Staðan kom í blindskák þeirra Visw- anathan Anand (2.779) og Loek Van Wely (2.683) á nýafstöðnu Amber- mótinu í Mónakó. Anand hafði hvítt og gerði nú snaggaralega atlögu að svarta kóngnum. 21. Hxg7! Kxg7 svartur hefði orðið mát eftir 21. … Rxd5 22. Hxh7#. 22. Hg1+ Kh8 23. Bh6 Rg4 svartur hefði orðið mát eftir 23. … Rxd5 24. Bg7#. 24. Hxg4 Hxf7 25. Dxa8+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Íslandsmótið. Norður ♠ÁG105 ♥D62 ♦Á ♣KD1082 Vestur Austur ♠K6 ♠932 ♥954 ♥G10 ♦107643 ♦DG98 ♣G65 ♣Á743 Suður ♠D874 ♥ÁK873 ♦K52 ♣9 Suður spilar 6♥ Það er engin leið að fara niður á sex hjörtum eins og landið liggur, en hvernig er best að spila með trompi út? Hjartað verður að brotna, en það væri ákjósanlegt að losna við svín- inguna í spaða. Sú hugmynd er því lokkandi að taka fyrsta slaginn heima, spila laufníu og láta hana rúlla til aust- urs. Það kostar ásinn – sem er gott – en vandinn er ekki þar með leystur. Ekki er með góðu móti samgangur til að trompa tígul, svo gosinn í laufi verð- ur helst að falla. Sennilega er best að taka nú hreinlega trompin og prófa laufið. Hér kemur gosinn, en annars yrði spaðasvíningin ekki umflúin. Þessi leið byggist á þeirri forsendu að vestur sé ekki snillingur (eða með- vitundarlaus) og dúkki laufið fumlaust með ásinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Helstu eigendur Glitnis takast á um yfirráðin í bank-anum. Hver er stjórnarformaður Glitnis núna? 2 Íbúasamtök í kringum Laugardalinn eru ekki sátt viðborgina. Af hverju ekki? 3 Hvað þurfa Íslendingar að leggja mikla fjármuni til við-bótar vegna stækkunar EES? 4 Krónikan hefur verið seld DV. Hver er ritstjóri DV? Svör við spurningum gærdagsins: 1. William Hague fundaði hér á landi með Valgerði Sverr- isdóttur. Fyrir hvað er hann þekktastur? Svar: Formaður breska íhaldsflokksins. 2. Samkomulag hefur orðið milli stjórnvalda og útgerðar Wilson Muuga um að fjarlægja skipið. Hver er forstjóri útgerðarinnar Nesskips? Svar: Guðmundur Ásgeirsson. 3. Hvað heitir fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar sem samið hefur við 1.100 leigur í Danmörku? Svar: Scanbox. 4. Gunnar Þór Gunnarsson lék sinn fyrsta A-landsleik í leiknum gegn Spáni. Með hvaða liði leikur hann? Svar: Hammarby. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Sr. Bragi Friðriksson, heiðursborgari Garða- bæjar, fagnaði nýverið 80 ára afmæli sínu. Af því tilefni ákváðu bæjar- stjórn Garðabæjar og Garðasókn að styrkja út- gáfu ritverks sr. Braga um séra Pál Þorláksson sem var einn helsti frumherji meðal Vestur- Íslendinga á upphafsár- um þeirra í Vesturheimi. Með því að styrkja út- gáfu ritsins vill bæjar- stjórn Garðabæjar sýna sr. Braga örlítinn þakk- lætisvott fyrir óeigingjörn störf hans í þágu bæjarfélagsins og íbúa þess. Sr. Bragi var kjörinn sóknarprestur í Garðaprestakalli árið 1966. Hann hafði þá þegar búið í Garðahreppi um árabil og verið prófastinum til aðstoð- ar. Meðal annars studdi hann af heil- um hug starf Kvenfélags Garða- hrepps við endurgerð Garðakirkju sem var vígð 1966, sama ár og sr. Bragi tók við starfi sóknarprests. Það er á engan hallað þótt því sé haldið fram að tilkoma sr. Braga í starf sóknarprests hafi verið mikil lyftistöng fyrir það samfélag sem var á þessum árum að verða til í Garðahreppi og síðar Garðabæ. Sr. Bragi var ekki aðeins virtur sem prestur heldur vann hann mik- ið frumkvöðlastarf á ýmsum sviðum bæjar- lífsins og átti stóran þátt í stofnun ýmissa félaga sem enn lifa góðu lífi í bænum. Hann stofnaði m.a. æskulýðsfélag við kirkjuna og var einn af þeim sem stóðu að stofnun Ung- mennafélagsins Stjörnunnar og Skátafélagsins Vífils. Þessi félög hafa sett mikla mynd á bæjarlífið í Garða- bæ alla tíð og gera enn. Sr. Bragi hafði einnig frumkvæði að stofnun Bræðrafélags Garðakirkju sem m.a. stóð að byggingu safnaðarheimilis og hann var einn af helstu hvatamönn- um að stofnun Tónlistarskóla Garða- bæjar. Öllum þessum verkefnum sinnti sr. Bragi af mikilli atorku og heilindum. Sr. Bragi hafði sjálfur þjónað sem prestur Íslendinga í Vest- urheimi og hefur eflaust komið með margar hugmyndir þaðan sem hann nýtti kraft sinn og þokka í að koma í verk í Garðasókn. Sr. Bragi hefur í meira en þrjá ára- tugi verið sem klettur í bænum okk- ar. Hann hélt utan um söfnuðinn á tíma mikillar uppbyggingar með kærleiksríku viðmóti sínu, góðri kímnigáfu og krafti. Eiginkona hans Katrín Eyjólfsdóttir tók alla tíð mik- inn þátt í starfinu með honum og hafa þau hjónin komið víða við sögu í bæn- um okkar, bæði í persónulegu lífi margra Garðbæinga og bæjarlífinu. Sr. Bragi er mikill maður í ólíkum skilningi þeirra orða. Hann er stór vexti og persónuleiki hans er stór og umvefjandi. Hann er glæsimenni, með djúpa og góða rödd og á auðvelt með að hrífa fólk með sér til góðra verka eins og ævistarf hans sýnir og sannar. Sr. Bragi var útnefndur heiðurs- borgari Garðabæjar á hátíðarfundi bæjarstjórnar 4. janúar 2001 í tilefni af aldarfjórðungs kaupstaðarafmæli bæjarins. Hann er enn eini heiðurs- borgari bæjarins. Þótt sr. Bragi hafi látið af störfum sem prestur árið 1997 er hann engan veginn sestur í helgan stein. Hann varði meistaraprófsritgerð sína um sr. Pál Þorláksson árið 2005 en hún ber heitið „Fórnfús frumherji. Sr. Páll Þorláksson, prestur íslenskra landnema í Vesturheimi.“ Eflaust hefur sr. Bragi fundið til samkenndar með þessum frumherja í Vesturheimi sem þó ólíkt honum lést fyrir aldur fram. Verkið verður gefið út á næst- unni og er útgáfa þess afmælisgjöf bæjarstjórnar Garðabæjar og Garða- sóknar til sr. Braga. Sem Garðbæingur hef ég haft sam- skipti við sr. Braga bæði persónulega og í gegnum störf mín fyrir Garðabæ. Ég var 25 ára gamall þegar ég tók við starfi æskulýðsfulltrúa hjá Garðabæ og átti þá gott samstarf við sr. Braga sem var mér hvatning og stoð í starfi. Af persónulegum samskiptum get ég nefnt að sr. Bragi skírði son minn á heimili okkar fjölskyldunnar. Mér er helst í minni frá þeim degi að mikið var lagt í að hafa nægar og góðar veit- ingar, ekki síst handa prestinum stór- vaxna sem var þekktur fyrir að taka vel til matar síns. Það er mér mikill heiður að hafa fengið að kynnast sr. Braga og fylgjast með störfum hans. Ég óska sr. Braga og fjölskyldu hans innilega til hamingju með tímamótin og fyrir hönd bæjarstjórnar þakka ég honum fyrir hans miklu störf í þágu Garðabæjar og Garðbæinga í gegn- um tíðina. Gunnar Einarsson. Bragi Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.