Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 5
Stýrimannafélag íslands 30 ára T-------------------------------------------- Hinn 19. febrúar nxstkomandi veröur Stýrimannaféla<j fslands 30 ára að aldri. Hér á eftir verður saga þess rakin í stuttu máli. Hefur þó orðið að fara fljótt yfir sögu, svo að þess er eigi að vænta, að eftirfarandi þættir geri grein fyrir öllum störf- um félagsins, en þau hafa verið all-margbrotin á undanförnum 30 íirum. ---------------------------------------------j Félagiö stofnaö■ Hinn raunverulegi stofnfundur Stýrimanna- félags íslands var haldinn um borð í eimskip- inu Gullfossi 19. febrúar 1919. Þó hafði undir- búningur að félagsstofnuninni verið hafinn árið áður, nefnd skipuð til að gangast fyrir stofnun félagsins og safna í það meðlimum. Höfðu 19 stýrimenn ákveðið þátttöku í félagsstofnuninni, með því að rita undir bráðabirgðastofnskrá, þótt eigi gætu þeir allir komið á stofnfundinn, sakir skyldustarfa sinna. Á stofnfundinum var lagt fram uppkast að lögum fyrir félagið, sam- ið af undirbúningsnefnd þeirri, sem gengizt hafði fyrir félagsstofnuninni. Var lagafrumvarp þetta samþykkt með lítils háttar breytingum. Auk þeirra 19 manna, sem ritað höfðu undir lagafrumvarp undirbúningsnefndar, standa nöfn 38 manna undir lögunum, öll frá fyrstu starfsárum félagsins, en eigi verður séð hverjir innritast hafa þegar á fyrsta ári og hverjir síðar. Hins vegar bera reikningar félagsins það með sér, að árið áður en félagið var formlega stofnað, höfðu verið innheimt félagsgjöld hjá þeim, sem skuldbundið höfðu sig til félagsstofn- unar. Greiddu gjöld þessi fyrir árið 1918 sam- tals 17 menn og verður að telja þá brautryðj- endur félagsins eða hina raunverulegu stofn- endur þess. Menn þessir voru: hvað að styðjast, en hvað er það? Geta vís- indin svarað þessari spurningu? Þess skal getið að lokum, að einn af samferðamönnum mínum að þessu sinni, hefur nokkrum sinnum haft orð á því við mig, að gamla trúin á vatninu og vatnsleysinu í Fóvelluvötnum, muni ekki vera alveg út í bláinn eða tómur hégómi. Rúmsins vegna get ég ekki minnzt á fleira af þessu tagi, þó nóg sé til. — S. Þ. Pétur Björnsson, Pálmi Loftsson, Ásgeir Jónasson, Sigurður Hjálmarsson, Ólafur Sig- urðsson, Jón Einarsson, Ásgeir Sigurðsson, Þórólfur Beck, Sigurður Gíslason, Ófeigur Guðnason, Stefán Pálsson, Ingólfur Helgason, Bjarni Jónsson, Hannes Friðsteinsson, Pétur Gíslason, Magnús Snorrason, Jón Ólafsson. Tilgangur félagsins. Tilgangurinn með stofnun félagsins kemur fram í 2. grein félagslaganna, eins og þau voru samþykkt á stofnfundinum, en hún er á þessa leið: „Tilgangur félagsins er að auka félagslíf og samvinnu milli stýrimanna þeirra, er í félagið ganga, auka þekkingu þeirra á starfinu og á- huga fyrir nýjum, þarflegum umbótum innan þeirra verkahrings, efla hag þeirra og sjá um eftir mætti, að þeim sé ekki óréttur gjör í því, sem að starfi þeirra lýtur. Ennfremur skal fé- lagið stuðla að því, að lögum um atvinnu við siglingar, er viðkoma stýrimönnum, verði ekki breytt án tilhlutunar þess, og eftirlit með að enginn sigli sem stýrimaður á íslenzkum skip- um, sem ekki hefur rétt til þess, samkvæmt gildandi lögum“. Allir stýrimenn, sem lokið höfðu prófi við stýrimannaskólann, gátu gerst félagar, að und- anskildum skipstjórum, en þeir fengu ekki inn- göngu í félagið. Fyrsta stjórn. Á stofnfundinum 19. febrúar 1919, var kosin stjórn fyrir félagið. Var Jón Erlendsson, síðar verkstjóri hjá Eimskipafélagi íslands kjörinn fyrsti formaður þess, en meðstjórnendur Ás- geir Jónasson, síðar skipstjóri á Selfoss og VÍKINGUR 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.