Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 36
ávallt að ákveðnum hita. Hann brosti jafnán, er hann sá hana, og' lét sér í léttu rúmi liggja, þótt hún sýndi honum fyrirlitningu eða ofsareiði. Hann vappaði fyrir framan dyrnar hjá henni, læddist framhjá runnunum og hafði ekki augun af henni klukkustundum saman, eins og köttur, sem mænir á bráð sína og býst til stökks. Þegar hún tók svo allt í einu eftir honum að baki sér, svo nærri, að hún þóttist finna arida hans á hnakka sér, þá setti hann upp slíkan eymdarsvip, að hún stóð sem steingervingur og reiddist ekki, fyrr en hann var kominn langt á brott. Hefði hann pabbi henn- ar séð þetta til hennar, hefði hann áreiðanlega slegið hana aftur! En hún gortaði af því eftir sem áður, að Delphin mundi einn góðan veðui'dag fá kinnhestana, sem hún hafði iofað honum. Samt notaði hún aldrei tækifærið, þegar hann var viðstaddur, og fyrir bragðið sögðu menn, að hún ætti ekki að blaðra svona mikið, þar sem hún mundi aldrei koma sendingu föður síns til Delphin. Enginn gerði þó ráð fyrir því, að hún yrði nokkru sinni kona Delphins. Menn töldu það alveg óhugsandi, að hinn armasti meðal Mahéanna, maður, sem átti varla garmana utan á sig, fengi að eiga dóttur „borg- arstjórans", erfingja auðugasta mannsins í hópi Floche- anna. Rægitungur sögðu, að hún gæti orðið góðvina hans, en hún mundi aldrei giftast honum. Rík stúlka skemmt- ir sér við það, sem henni sýnist, en sé hún skynsöm, gerir hún eigi vitleysu. Loks var svo komið, að öll Coqueville fylgdist með málinu, brann í skinninu af forvitni um úrslitin. Fengi Delphin kinnhestana tvo? Eða mundi Margot láta liann kyssa sig á báðar kinn- ar í einhverri gjótunni? Menn biðu átekta. Sumir höll- uðust að kinnhestunum, aðrir kossunum. Allt var í uppnámi í Coqueville. í þorpinu voru aðeins tveir menn, varðmaðurinn og presturinn, sern voru hvorki Mahé né Floche. Varð- maðurinn, hávaxinn, skorpnaður karl, sem enginn vissi hvað hét, en var kallaður „keisarinn", vafalaust af því að hann hafði þjónað Karli X., hafði í rauninni harla lítið að gera, því að þar var einskis að gæta nema berra kletta. Sýsluskrifari, sem hafði verið honum vin- veittur, hafði búið þetta starf til fyrir hann, þar sem hann þurfti ekki annað að gera en drepa tímann. Séra Radiguet var einn af þessum umkomulausu ein- feldningum í hempu, sem biskupinn setur í eitthvert afskekkt brauð, til að vera laus við þá. Hann lifði strangheiðarlegu lífi, hafði eiginlega gerzt bóndi, vann í garðholunni, sem hann hafði búið sér til milli klett- anna, tottaði pípu sína og fylgdist með vexti salat- blaðanna. Sá einn ljóður var á ráði hans, að hann var matmaður með afbrigðum. Þótti honum makríll einkar góður og stundum drakk hann meira af eplavíni en hann þoldi. Slikur var þessi drottins hirðir í Coqueville. Þorpsbúar sóttu til hans messu endrum og eins, til þess að gera honum til geðs. Klerki og varðmanni tókst lengi að varðveita hlut- leysi sitt, en um síðir neyddust þeir þó til að skipa sér í flokk með öðrum hvorum aðilanum. Keisarinn snerist þá á sveif með Mahéunum, en séra Radiguet með Flocheunum. Þetta hafði ýmis konar vandræði í för með sér. Þar sem keisarinn lifði dag hvern eins og óbreyttur borgaii og tók smám saman að þreytast á því að kasta tölu á bátana, sem létu úr höfn í Grand- port, tók hann upp á því að gerast lögregluþjónn þorps- ins. Þar sem hann fylgdi Mahéunum að málum, studdi hann Fouasse í deilu hans við Tupain og reyndi að standa konu Rougets að því, að vera í óleyfilegu sam- bandi við Brisemotte, en umfram allt lokaði hann aug- unum, þegar hann sá Delphin læðast inn í garðinn til Margot. Það versta við þetta var þó, að vegna þessa sló í marga brýnu milli hans og hins eðlilega yfir- boðara hans, La Queue „borgarstjóra". Keisarinn hlýddi með athygli á ákúrur borgarstjórans, en gerði eftir sem áður eins og honum bauð við að horfa. Þetta leiddi auðvitað til öngþveitis í borgaralegri stjórn Coqueville. Menn gengu aldrei framhjá skúr þeim, sem kallaður var ráðhúsið, án þess að þaðan heyrðist hávært orða- skak. Radiguet prestur fyllti hins vegar flokk hinnar sig- ursælu Flocheættar, sem gaf honum eins mikinn makríl og hann gat torgað, og hann ýtti undir óhlýðni konu Rougets og ógnaði Margot með logum vítis, ef hún leyfði Delphin nokkuru sinni að snerta sig, þó ekki væri með meira en litla fingri. í raun réttri ríkti þarna algert stjórnleysi, herinn var í uppreist gegn hinum borgaralegu yfirvöldum, kirkjan gerði sér lítið far um að bæta siðu borgaranna og þorpsbúar allir voru reiðubúnir til að rífa hver annan á hol. Delphin var sá eini, sem hélt fullum sönsum í þess- ari vitleysu allii. Hann var glaður og ánægður, lét sér á sama standa um alla, ef Margot stóð með honum. Hann elti hana á röndum. Hann var skynsamur piltur, þótt hann virtist einfeldningur, og langaði til þess, að presturinn gæfi þau saman, til þess að sæla hans gæti orðið ævarandi. Kvöld eitt varð Margot þess vör á hliðargötu, að hann var að elta hana, og þá reiddi hún höndina til höggs. En svo hætti hún og skipti litum. Delphin beið ekki eftir því, að hún slægi hann, heldur greip hönd- ina, sem ógnaði honum og kyssti hana mörgum koss- um. Stúlkan tók a'ð skjálfa og þá sagði hann lágri röddu: „Ég elska þig. Viltu mig?“ „Aldrei!“ hrópaði hún og var hin versta. Hann yppti öxlum og sagði síðan rólega og blíðlega: „Það áttu ekki að segja. Okkur getur liðið mjög vel. Þú munt komast að því, hversu gott það er“. 2. kafli. Einn sunnudag gerði versta veður. Þetta var eitt af septemberáhlaupunum, sem stundum gera mikinri usla á klettaströndinni hjá Grandport. Þegar komið var und- ir kvöld, sáu Coquevillebúar skip í sjávarháska. Það rak fyrir vindi og sjó. En nóttin var að skella á, svo að ekki var hægt að hugsa til að hjálpa skipverjum. Frá því kvöldið áður höfðu Baleine og Zephir legið fyrir festum í litlu höfninni, sem var vinstra megin við fjöruna, milli tveggja granítveggja. Hvorki La Queue né Rouget þorðu að fara út, en það var verst, að Mouchel, fulltrúi ekkjunnar Dufeu, hafði gert sér ferð til þorpsins laugardaginn áður og heitið þeim verðlaunum, ef þeir færu út og veiddu betur en npkk- 36 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.