Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 27
iVlinningarorð: Porstelmi Finnsson Það mun vera venja margra að láta hugann reika yfir atburði ársins um hver áramót. Og meðan klukkurnar hringja út gamla árið og bjóða það nýja velkomið, seiðir klukknahljóm- urinn fram myndir liðna tímans. Sumar vill maður muna, öðrum getur maður ekki gleymt. Myndir minninganna renna gegnum hugann eins og straumþung elfur. Flestar eru þær ó- verulegar og líða úr huga manns án þess að skilja nokkuð eftir. Aðrar lenda í hringiðu, snúast þar litla hríð svo manni tekst vel að átta sig á þeim. Stærstu og skýrustu myndirn- ar taka niðri á grynningum, og þó straumþung- inn leitist við að rífa þær með sér tekst það ekki. Á liðnu ári skeði sá atburður, er straumur tímans nær ekki að afmá úr huga mér. Ágætur starfsfélagi og vinur leggur frá landi til þess Hve sterlcur frændagaröur varöar veginn, og verkin slculu lifa alla tíö. Hve má ei þaJdca þeim, sem þannig unnu, sú þjóö sem berst viö fæö og sJcaröan hag, sem aldrei burt frá manndómsmarki runnu, en markiö báru fram í nýjan dag. Já lifiö heil, viö hálfrar aldar minning fær hjartaö völd og blessar þennan dag. Hvert bros, hvert tár, hvern vökudraum og vinning, hvert vorsins blóm, er féll í ykkar hag. Hver sorg, sem lífiö lét í biJcar falla, V í K I N □ U R að sækja mig um borð í skip eins og svo oft áður. Við kveðjumst og ætlum að hittast aftur eftir litla stund. En þessi kveðja var hinzta kveðjan í þessu lífi. Starfsfélagi minn, Þor- steinn Finnsson, var svo mörgum sjómönnum að góðu einu kunnur, að mér finnst vel viðeig- andi að blað þeirra, Víkingurinn, geymi mynd af honum með örlítilli kveðju frá mér, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurhafnar, svo og hin- um mörgu sjómönnum, er báðu „Steina á lóðs- bátnum“ um aðstoð. Fáum mönnum mun tak- ast að ná meiri vinsæld í starfi sínu en Þor- steini Finnssyni. Hann var alltaf boðinn og bú- inn að rétta hverjum, sem með þurfti, hjálpar- hönd. Alltaf var hann glaður og reifur jafnt í starfi sem í vinahóp. Ljóð voru hans mesta yndi og oft fékk maður að heyra smellnar ferskeytl- ur hjá honum og vel má vera að ekki hafi það ætíð verið lausavísur. Stundum spurði ég Þor- stein, hvort hann hefði ekki ort vísur sjálfur, en það vildi hann aldrei gefa mér upp, enda ekkert fjær honum en yfirborðsmennska. Söng- elskur var Þorsteinn og tók virkan þátt í gleð- skap á góðri stund. Ég eignaðist fjölda góðra vina úr sjómanna- stétt í þau átján ár, sem ég starfaði með þeim. Starfið var þannig, að það sameinaði okkur á hættunnar stund. Kenndi okkur að vera, en ekki sýnast. Líkt var með Þorstein þau sjö ár, sem leiðir okkar lágu saman. Eftir því sem starfið var erfiðara og áhættusamara kom leikni hans og dugur betur í ljós. Þorsteinn! Við félagar þínir og vinir þökk- um þér samstarfið. Við vitum að þú nýtur nú góðra launa fyrir vel unnið ævistarf. Fari svo, Steini minn, að við félagar þínir komum sigl- andi á skipi síðustu ferðina og leitum hafnar á ókunnri strönd, þá er það von okkar, að þú komir með léiðsögumanninn um borð. Friður sé með þér. Th. G. hver líkn í þraut, hver náö, sem herrann gaf. Hver slcuggi, er gleöisunnu sýndist halla varö sigurkranz, sem raunum sprettur af. Til gulls er Jcennt hiö góöa, sanna hjarta, sem guöi er vígt og aldrei þaöan flýr. Til gulls er kennt hiö fagra, blíöa, bjarta, sem breytir lífsins striti i ævintýr. t gulli allra minninganna mæru, skal marka lífsins sanna göngulag. Því heill sé yöur, heiöursbrúöhjón Jcxru, viö hyllum kvöldiö eftir liöinn dag. J. H. 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.