Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 17
þurfti að leggja á þessar veiðar, ef vera mætti að þær gætu skapað verksmiðjunni riýjan tekju- stofn, sem ásamt fiskibolluframleiðslunni gæti staðið undir rekstrinum. Erfiðleikarnir við veiðarnar voru hins vegar m. a. þeir, að mikill straumur er þarna í flóan- um, svo að veiðigildrur er ekki hægt að setja upp á staura á þeim stöðum, sem líklegastir eru til að gefa góða veiði. Mér datt af þessum ástæðum í hug, hvort ekki myndi mögulegt að framleiða veiðigildrur á þann hátt, að í stað neta sem straumurinn liggur þungt á og slítur upp, kæmu eins konar ósýnileg net úr rafmagnsstraumum, sem sjáv- arföllin hefðu engin áhrif á. Með því t. d. að leggja rafmagnsleiðslu með botninum og aðra leiðslu við flotholt, samhliða yfirborðinu, og senda milli þeirra örstutt en tíð, háspent straumskot, skildist mér að unnt myndi verða að bægja öllum fiski frá því að synda í gegnum þetta ósýnilega net og beina honum inn í gildru, sem hafa mætti við endarin á þessu ósýnilega neti. Ég tók mér því fyrir hendur að athuga, hvort slík veiðiaðferð hefði verið reynd einhvers stað- ar. Fór ég m. a. í gegnum öll skráð einkaleyfi, sem ég fann skyld þessu máli, á dönsku einka- leyfisskrifstofunni — en án þess að finna neitt um fiskveiðar með rafmagni. Fékk ég nú þekktasta fiskiðnaðarsérfræðing Dana, prófessor Van Deurs, í lið með mér, og ákváðum við að gera tilraun við Fiskeri Ökonomisk Forsögslaboratorium — tilrauna- stofnun danska ríkisins fyrir l'iskiðnaðinn — sem hann var forstöðumaður fyrir, til þess að leiða í ljós, hver áhrif rafstraumur hefði á fisk. Tilraun þessa gerðum við í desember 1938. Útbjuggum við ti’ékassa og höfðum í honum til skiptis ál, geddu og gullfiska. Hleyptum við rafstraum gegnum vatnið eftir endilöngum kassanum og fundum það út, að ekki þurfti nema tveggja volta fall á centimeter af rið- straumi með tíðninni 50, til þess að fiskarnir stirðnuðu upp eða rotuðust. Um þessa tilraun skrifaði ég Knud Lauritzen þ. 14. desember 1938 eins og hér segir: „Elekirisk Fiskefcingst. Dette kun l'or at fortælle Dem at den förste Pröve med den elektriske Ströms Virkning paa Fisk (Aal, Gedde, Guldfisk) faldt udmærket ud. Baade ved Anvendelsen af et lnduktions- apparat og lavspendt Vekselström með et Spændingsfald af knapt 2 Volt pr. Centi- meter stivnede eller bedövedes Fiskene. V í K I N G U R Forsöget udvides nu til at gælde et af- grænset Omraade og foretages kl. 11 i Morgen Formiddag paa Fiskeriökonomisk , Forsögslaboratorium. Man vil da maaske faa en íde om Strömmens Spredning og om Fiskene in- stinktivt kan finde Vej bort fra det elek- triske Felt ind i mod Midten af det Rum der er afgrænset. Det er nu Hovedsagelig Sandbundens Ledningsevne og Strömmenes Spredning der er det afgörende Spörgsmaal. Fiskene er öjensynlig meget fölsomme“. í þýðingu: „Þetta er aðeins til að skýra yður frá, að fyrsta tilraunin um áhrif rafstraums á fisk (ál, geddu, gullfiska) tókst ágætlega. Fiskarnir ýmist lömuðust eða stífnuðu, bæði þegar notað var induktionsáhald eða lá- spenntur riðstraumur með tæplega tveggja volta spennufalli á sentimeter. Á morgun kl. 11 f. h. verður gerð tilraun á fiskiðnaðar tilraunastofnuninni. Þá fær maður ef til vill hugmynd um dreifingu straumsins og um það, hvort fisk- arnir rata af eðlisávísun sinni frá raf- straumssvæðinu inn að miðju hins afmark- aða svæðis. Mikilvægast er nú að komast að raun um leiðsluhæfni sandbotnsins og dreifingu straumsins. Fiskarnir eru sýnilega mjög viðkvæmir“. Skömmu áður en þetta var, eða 8. desember 1938, hafði ég sent inn umsókn um einkaleyfi á fiskveiðum með rafmagn til Direktoratet for Patent og Varemærkevæsenet. Umsókn þessari fylgdi ég þó ekki eftir, þegar sambandið við Danmörku opnaðist á ný eftir styrjöldina. Ég hafði þá orðið litla von um, að geta nokkurn tíma hagnast á einkaleyfinu yfirleitt, og hafði öðrum aðkallandi verkefnum að sinna. Tilraunin sem frarn fór, daginn eftir að ég ritaði Kn. Lauritzen framangreint bréf, mis- tókst vegna þess, að nægileg raforka var ekki fyrir hendi, til þess að geta haldið fullri spennu. Varð ég þá starfs míns vegna við niðursuðu- verksmiðjuna, að h'verfa aftur til Esbjerg, og sumarið 1939 brást bæði makríls-, túnfisk- og sumarbrislingsveiðin. Ur áframhaldandi til- raunum með rafmagnsveiði varð ekki. Síðan skall heimsstyrjöldin á haustið 1939, og kaus ég þá að hverfa aftur heim til Islands. Afkoma verksmiðjunnar var eftir þessi 2 ár reikningslega slæm. Mér hafði ekki tekizt að 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.