Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 24
þeim þroska, sem til þess þarf aíS leggja á cljúp- miðin. Hér gæti ég látið staðar numið, og má vel vera, að mörgum þyki nóg komið, en betur kann ég við að ljúka máli mínu með nokkrum niður- lagsorðum, sviðpuðum þeim, sem ég áður hefi sett fram í landhelgismálinu, og þau eru þá þessi: Niðurlagsorð. 1. Alþingi og ríkisstjórn verða að tryggja okkur íslendingum fulllcomin réttindi og yfir- ráð yfir landgrunninu umhverfis ísland, annað hvórt með því að forseti íslands eða Alþingi sjálft lýsi fullveldi íslands yfir landgrunni því, sem að ströndum landsins og eyjum þess ligg- ur, svo og yfir aðliggjandi höfum, svo langt sem nauðsynlegt þykir, til þess að tryggja ís- lenzkai lýðveldinu eingnarrétt til þeirra náttúru- auðæfa, sem þar finnast og finnast kunna síðar. 2. Alþingi verður án frekari undandráttar að ákveða stærð íslenzku fiskivéiðalandhelginn- ar með lögum. Það er tilgangslaust að ætla sér að semja um landhelgina við erlendu þjóðirnar áður en lög- gjafarþing íslenzka lýðveldisins er sjálft búið að tiltaka stærðina, byggða á lagalegum og sögu- legum rétti. Seinna er alltaf hægt að semja og verður sjálfsagt ekki hjá því komizt. 3. Alþingi og ríkisstjórn verður■ að lyfta landhelgisgæzlunni upp úr þeirri niðurlægingu, sem hún er komin í, og þá jafnframt setja regl- ur eða ákvæði um löggæzluna bæði á hafinu og við strendur landsins. Það skal tekið fram í þessu sambandi, að lög- gæzlulandhelgin í víðari merkingu þarf ekki að vera nákvæmlega hin sama og fiskiveiðaland- helgin. Getur verið víðáttumeiri, ef þurfa þykir. Eftirmáli. I upphafi þessa greinaflokks mun ég hafa haft nokkuð sterk orð um það, að flestir létu sér furðu fátt um landhelgismálið finnast. Nú varð ritgjörð þessi ekki til á einum degi, og meðan ég var að ljúka henni, hefur tvennt það gerzt, sem skyldar mig til þess, að. draga úr orðum, sem nú má telja ofmælt, en voru það ekki, þegar ég lét þau fjúka. I fyrsta lagi vil ég flytja „Sambandi far- manna og fiskimanna“ þakkir mínar óskiptar fyrir samþykktir sambandsins á nýafstöðnu þingi þess um stækkun landhelginnar og efling landhelgisgæzlunnar, en um leið skjóta fram þessum aðila „til athugunar og eftirbreytni“, eins og ráðuneytin segja svo oft við sýslumeml- ina, að tillögunum þarf að fylgja eftir og koma þeim í framkvæmd. Því næst, og vissulega ekki síður, vil ég láta í ljósi fögnuð minn yfir því, að nú, um leið og vetur gekk í garð, báru þrír alþingismenn fram tillögu til þingsályktunai', þar sem „Alþingi skorar á ríkisstjórnina, að undirbúa og leggja hið fyrsta fyrir þingið frumvarp um landhelgis- gæzlu, þar sem fram komi í einni heiltdarlög- gjöf öll ákvæði um fyrirkomulag, verksvið, starfshætti og stjórn landhelgisgæzlunnar“. Með frumvarpinu sé sérstaklega stefnt að efl- ing landhelgisgæzlunnar, hún lögð undir sér- staka deild í dómsmálaráðuneytinu, sem og hafi eftirlit með allri löggæzlu á hafinu umhverfis ísland. Landhelgin sé stækkuð, og okkur Islend- ingum tryggð fullkomin réttindi og yfirráð yfir landgrunninu umhverfis Island. Það gladdi mig alveg sérstaklega, að það voru þrír úr hópi hinna yngstu Alþingismanna, sem báru tillöguna fram. Tek ég mér í munn orðtak hinna fornu Róm- verja: „Accipio omen“, en það er lauslega þýtt: „Ég skoða þenna atburð sem jarteikn“, — því „ef æskan vill rétta þér örfandi h önid, þá ertu á framtíðarvegi“. Þingfnennirnir þrír eiga áreiðanlega óskipt fylgi hirinar íslenzku æsku í landhelgismálinu, og nú lýk ég máli mínu með því að óska Alþingi og ríkisstjórn þeirrar gæfu, að mega ganga svo frá þessu milda máli, að íslenzka lýðveldinu standi af gagn og sómi í bráð og lengd. Júl. Havsteen. ^tnœlhi Fyrir nokkrum árum vann Haraldur A. Sigurðsson á skrifstofu hér í bænum. Einn dag um hádegisbilið hringdi síminn. Haraldur tók heyrnartólið og sagði símanúmerið. Sá, sem hringdi, hafði fengið skakkt númer, en ætlaði að nota tækifærið og vera fyndinn. Hann sagði: „Er þetta í helvíti?" „Já“, svaraði Haraldur. „Ætiarðu að láta vita, að þú komir ekki heim að borða?“ ★ Sveinbjörn bóndi var gróðamaður og lét ekkert tæki- færi ónotað til að hagnast. Hann seldi áfengi í laumi. Þegar tengdafaðir hans, sem var ríkur maður, dó, hélt Sveinbjörn erfisdrykkju eftir hann. Hann gaf hverjum veizlugesti eitt staup af áfengi, en lét þess getið, að ef menn langaði í meira, þá gætu þeir fengið það keypt! InlenzJc fyndni. 24 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.