Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 38
hefðí. Kannske þeir hefðu dottið útbyrðis? Nei, það þótti fráleitt, að það hefði komið fyi’ir þá alla þrjá í einu. La Queue hefði með glöðu geði viljað sannfæra menn um, að báturinn hefði grotnað sundur, en hann var enn á floti. Þá mundi hann allt í einu eftir því, að hann var borgarstjórinn, og fór að tala um forms- atriði, rétt eins og mennirnir hefðu sannarlega farizt. „Hættu þessu“, sagði keisarinn. „Það deyr enginn með svo heimskulegum hætti. Og ef þeir hefðu fallið fyrir borð, þá væri Delphin litli kominn til lands fyrir löngu". Þetta féllust allir viðstaddir á, því að Delphin var syndur eins og selur. En hvar gátu mennirnir verið? Hver áhorfandi um sig hafði sína ákveðnu skoðun á því og hélt henni á lofti með hávaða miklum. Það lá við, að til átaka kæmi öðru sinni, og séra Radiguet og keisarinn urðu að ganga á milli og sætta menn. Meðan því fór fram, dansaði báturinn enn á bárunum og fór sér að engu óðslega. Hann virtist vera að henda gaman að þeim, sem á landi voru. Það var ekki um að villast, að hann var alveg genginn af göflunum. Margot hélt enn höndum um kinnarnar og starði í sífellu til hafs. Smábátur var nýfarinn til móts við Baleine. Það var Brisemotte, sem á honum fór, eins og hann gæti ekki beðið með að afla konu Rougets ein- hverra fregna. Nú mændu allra augu á litla bátinn, og menn töluðu enn hærra en áður. Loksins sáu menn Brisemotte leggja upp að Baleine og gægjast um borð, um leið og hann kom festum um borð. Allir stóðu á öndinni. Þá fór Brisemotte að skellihlægja. Það kom öllum á óvart. Hvað fannst honum svona hlægilegt? „Hvað er það? Að hverju ertu að hlægja?“ kölluðu menn til hans. Hann svaraði ekki, hló aðeins enn hærra og bandaði með höndunum, eins og hann vildi segja, að þau mundu bráðum fá að sjá. Síðan hóf hann róðurinn til lands, með Baleine í eftirdragi. Coquevillebúar áttu ekki von á því, sem þeir sáu, er bátarnir komu að landi. í botni Baleine lágu skipverjarnir þrír — Rouget, Delphin, Fouasse — endilangir og hrjótandi, með kreppta hnefa, dauðadrukknir. Á milli þeirra lá opinn kútur, sem þeir höfðu fundið úti á sjó og kunnað að meta. Ekki var um það að villast, að innihaldið var gott, því að skipverjar höfðu drukkið allt, nema svo sem einn lítra, sem lekið hafði ofan í kjalsogið og blandazt sjó. „Svínið!“ hrópaði kona Rougets reiðilega og hætti að kjökra. „Er aflinn ekki eins og venjulega hjá þeim“, sagði La Queue, fullur fyrirlitningar. „Þeir veiða það, sem þeir geta“, svaraði keisarinn. „Þeir hafa að minnsta kosti veitt vínkút, þegar aðrir hafa ekki fengið bein“. Borgarstjórinn þagnaði og var í versta skapi, en Coquevillebúar skildu, að þegar bátar verða ölvaðir, dansa þeir alveg eins og drukknir menn. Og þessi var blindfullur! Hvílík skömm. Hann slagaði um hafið eins og fylliraftur, sem er búinn að gleyma, hvar hann á heima. Og Coqueville hló og gramdist, Mahéunum fannst það skemmtilegt, en Flocheunum fyrirlitlegt. Þeir um- kringdu Baleine og teygðu álkuna, til þess að sjá fylli- raftana sofandi sem bezt, — fylliraftana, sem höfðu ekki hugmynd um, hversu mikla eftirtekt þeir vöktu. Þeim var sama um skammirnar og hláturinn. Hvað Delphin áhrærði, þá var hann enn laglegri en áður, því að sælubros lék um andlitið. Margot var staðin á fætur og virti hann fyrir sér með reiðisvip. „Það verður að koma þeim í bólið!“ kallaði einhver. Rétt í því lauk Delphin upp augunum. Hann leit glað- lega í kringum sig. Menn spurðu hann í þaula og af svo miklum ákafa, að hann skildi fyrst ekki neitt — enda var hann enn blindfullur. „Jæja! Hvað?“ stamaði hann. „Það var dálítill kút- ur. — Það er ekki fisk að fá. Þess vegna veiddum við dálítinn kút“. Meira sagði hann ekki, en við hverja setningu bætti hann: „Það var voða gott!“ „En hvað var í kútnum?“ spurðu menn, all óþolin- móðlega. „Æ — ég veit það ekki — það var voða gott“. Menn brunnu í skinninu af forvitni, er hér var komið. Hver maður rak nefið ofan í bátinn og hnusaði. Menn voru sammála um að þarna væri um vínlykt að ræða — en enginn vissi af hvaða víni. Keisarinn, sem þótt- ist hafa drukkið allt, sem menn gætu drukkið, kvaðst ætla að athuga þetta. Hann tók í lófa sér dálítið af víninu, sem flaut í kjalsoginu. Menn þögnuðu og biðu í lotningu. En þegar keisarinn hafði rennt þessu nið- ur, hristi hann höfuðið eins og hann væri engu nær. Hann drakk enn tvo lófa, en undrun hans var jafnt og þétt meiri. Hann varð að gera þá játningu, að hann kannaðist ekki við þessar veigar, en líklega kæmi það af því, að sjór hefði komizt í þær. Menn störðu á hann. Þeir fylltust lotningu fyrir þvi, að jafnvel keisarinn kannaðist ekki við þetta. „Það var voða gott!“ drafaði enn í Delphin litla, sem virtist vera að gera gys að fólkinu. Síðan bandaði hann til hafs og sagði: „Ef ykkur langar í, þá er meira til þarna — ég sá þá — litlir kútar, — litlir kútar, — litlir kútar — Hann réri fram og aftur og raulaði þetta, meðan hann horfði blíðlega á Margot. Hann hafði komið auga á hana rétt í þessu. Hún reiddist og lét eins og hún ætlaði að reka honum utan undir, en hann lokaði einu sinni ekki augunum, beið bara eftir kinnhestinum með blíðubros á vör. Séra Radiguet gat nú ekki setið lengur á sér, svo að hann stakk fingri ofan í kjalsogið og saug síðan. En hann hristi höfuðið eins og keisarinn. Nei, hann kannaðist ekki við þetta, — það var einkennilegt. Menn voru aðeins sammála um eitt, að kúturinn hlyti að vera reki úr skipinu, sem sést hafði í sjávarháska kvöldið áður. Ensk skip, sem komu til Grandport, voru oft með sterka drykki og dýrindis vín. Dagurinn leið hægt til kvölds og fólkið hélt heim- leiðis. En La Queue stóð enn í fjörunni og velti fyrir sér spurningu, sem hann lét ekki uppi við nokkurn mann. Hann hlustaði, þegar menn báru Delphin á brott, og hann tautaði í sífellu fyrir munni sér: „Litlir kút- ar — litlir kútar — litlir kútar — það eru fleiri úti, ef ykkur langar í eitthvað". Frh. 38 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.