Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 34
1 Framhaldssaga VlKÍNGS. Hátíðahöldiii í Coíjueville Eftir Lmile Zola. Sumir lesendur Víkings hafa óskað eftir því, að ritið tæki upp þann sið, að flytja framhaldssögur. Nokkur vandkvæði eru á slíku í hlaði, sem aðeins kemur út einu sinni í mánuði. Vill þá líða svo langt á milli, að les- andinn hefur e. t. v. misst áhugann á sögunni þegar næsti kafli kemur. Langar sögur er nær ókleift að birta, þar sem þær myndu standa lengi yfir, en hins vegar vandkvæðum bundið að velja stuttar sögur, sem bæði eru skemmtilegar og sæmilegar bókmenntir. — Hér verður nú gerð tilraun með flutning stuttrar framhaldssögu. Fyrir valinu hefur orðið sagan „Hátíðahöldin í Coqueville'1, eftir franska skáldið Emile Zola, Þýðandi sögunnar er Hersteinn Pálsson, ritstjóri. 1. kafli. Coqueville er lítið þorp í klettaskoru um tvær mílur frá Grandport. Slétt, sendin fjara breiðir úr sér fyrir framan húsin, sem byggð eru uppi í klettunum, eins og skeljar, sem öldurnar hafa skolað á land. Þegar menn klífa upp á hæðirnar hjá Grandport, sést til vinstri handar gulur sandbakkinn fyrir framan þorpið, til að sjá áþekkastur gullflaum, sem vellur út úr kletta- skorunni. Fráneygir menn geta greint húsin, sem eru eins og ryðblettir á klettunum, og reykinn frá þeim leggur hátt á loft. Þetta er eyðilegur staður. íbúafjöld- inn í Coqueville hefur aldrei náð tvö hundruð sálum. Klettaskoran, sem þorpið er byggt í, teygir sig inn í landið í svo kröppum bugðum og bröttum skriðum, að naumast verður komizt þangað akandi. Hún hindrar allar samgöngur og einangrar plássið, svo að það gæti verið hundrað mílur frá nágrannaþorpunum. fbúarnir hafa samgöngur við Grandport einungis á sjó. Þeir eru nærri allir fiskimenn, lifa á veiðum og flytja afla sinn þangað daglega á bátum sínum. Verzlunarfyrir- tæki eitt mikið — Dufeuverzlunin — kaupir fisk þeirra samkvæmt samningi. Dufeu-karlinn hefur legið í gröf- inni í nokkur ár, en ekkja hans hefur haldið viðskipt- unum áfram. Hún réði sér bara aðstoðarmann, Mouchel að nafni, háan, Ijóshærðan mann, sem ferðast með ströndum fram og sér um fiskkaupin. Þessi Mouchel er eini tengiliður Coqueville við umheiminn. Hugsa sér, hann hafði þó loksins fengið þennan ó- geðslega mann til að halda sér saman, og nú var hann sá eini, sem virðulega og þóttafullt stóð kyrr og skip- aði fyrir, meðan allir aðrir voru önnum kafnir. Hún sá hann hneigja sig og heilsa, og hún gat getið sér til um hina mörgu gullhamra, sem foringjarnir slógu honum. Þetta hafði verið yndislegur dagur. Hún var glöð og hamingjusöm. Hún hlakkaði til að hitta hann aftur, svo að hún gæti sagt honum hvað mikill maður hann væri. Og hún gekk brosandi heim. X þýddi. Emile Zola. Emile Zola, höfundur eftirfarandi sögu, er fæddur 1840, en andaðist 1902. Hann er einn af kunnustu rit- höfundum naturalismans. Bxkur hans voru flestar hár- beittar þjóðfélagsádeilur, þar sem tilgangurinn varð stundum listinni yfirsterkari. Kunnustu skáldsögur Zola eru „Listaverkið“, (um ævi listamttnns), „Jörðin“, (lýs- ing á bændaalífi), „Nana“, (harmsaga vændiskonu) og „Manndýrið", (fjallar um erfðir,úrættun og lesti). Einna frægastur er Zola fyrir hin djarfmannlegu og drengilegu afskipti sín af Dreyfusmálinu, Cn þar gekk hann fram fyrir skjöldu. Fyrsta grein hans um málið hét: Ég ákœri; munu fáar blaðagreinar hafa hlotið aðra eins heimsfrægð. Saga sú, sem sem hér fer á eftir í þýðingu, er ólík flestu öðru, sem Zola hefur ritað. Þar lýsir hann af fjöri og gamansemi fólki í litlu fiskiþorpi á vestur- strönd Frakklttnds. Hefur saga þessi víða birtzt í úr- völum listrænna skemmtisagna. 34 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.