Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 37
ur sinni, því að farið var að bera á fiskskorti og menn teknir að kvarta á mörkuðunum. Coquevillebúar höfðu því verið í versta skapi, er þeir tóku á sig náðir á sunnudagskvöldið í rigningu og slagveðri. Það var gamla sagan — menn heimtuðu fisk, þegar ekki var hægt að komast á sjó. Þorpsbúar ræddu auk þess um skipið, sem þeir höfðu séð í óveðrinu og hlaut nú að liggja á mararbotni. Á mánudag var himinninn enn þungbúinn og sjógangur mikill, þótt heldur hefði dreg- ið úr veðurhæðinni. Svo lygndi alveg, en sjógangur- inn var jafnmikill og áður. Þrátt fyrir það fóru bát- arnir út rétt eftir hádegið. Um klukkan fjögur kom Zephir aftur að landi og hafði ekki fengið bröndu. Meðan hásetarnir Tupain og Brisemotte lögðu bátnum við akkeri í læginu, stóð La Queue á landi og skók hnefann í áttina til sjávar. Og Mouchel beið eftir fisk- inum. Margot stóð í fjörunni ásamt helmingi íbúa þorps- ins, þau horfðu á sjóganginn og tóku þátt í reiði föð- ur hennar gagnvart höfuðskepnunum. „En hvar er Baleine?" spurði einhver. „Þarna fyrir utan oddann“, svaraði La Queue. „Ef sá koppur kemst að landi í dag, þá er það hreinasta tilviljun". I-Iann var fullur fyrirlitningar. Síðan sagði hann öllum viðstöddum, að það væri alveg rétt hjá Mahé- unum að hætta lífi sínu þannig, því að þegar menn væru einskis virði, þá mættu þeir gjarnan fara í sjó- inn. Hvað sjálfan hann áhrærði, vildi hann heldur ganga á bak orða sinna við Mouchel, en róa. Meðan hann rausaði þetta, virti Margot fyrir sér oddann, sem Baleine var handan við. „Pabbi", mælti hún að lokum, „hafa þeir veitt eitt- hvað?“' „Þeir?“ hrópaði hann. „Alls ekkert". Hann stillti sig og sagði síðan heldur rólegri röddu, af því að hann sá, að keisarinn glotti til hans: „Ég veit ekki, hvort þeir hafa fengið eitthvað, en þar sem þeir fá aldi’ei neitt. .. “. „Kannske þeir hafi samt fengið eitthvað í dag, þótt þeir veiði annars ekkert“, sagði keisarinn stríðnislega. „Annað eins hefur nú komið fyrir“. La Queue ætlaði að fara að svara reiðilega, en séra Radiguet kom aðvífandi rétt í þessu og sefaði hann. Hann hafði lcomið auga á Baleine og báturinn virtist vera að eltast við einhvern stórfisk. Þessi fregn vakti mikla athygli áheyrenda. Mahéarnir óskuðu, að bátur- inn kæmi að landi með óhemjuafla, en Flochearnir að hann fengi ekki bröndu. Margot stóð teinrétt og hreyfingarlaus og starði í sífellu út á sjóinn. „Þarna eru þeir“, sagði hún allt í einu. Það var rétt, svartur depill kom í ljós við oddann og allir iitu þangað. Það hefði mátt segja, að kork- tappi væri þarna skoppandi á haffletinum. Keisarinn kom einu sinni ekki auga á neitt. Menn urðu að vera bórnir og barnfæddir í Coqueville til að geta séð, að þarna væri Baleine og áhöfn hans. „Sko“, sagði Margot, sem sá allra manna bezt á þessum slóðum. „Fouasse og Kouget róa, en sá stutti stendur frammi í stafni". Hún kallaði Delphin aldrei annað en „þann stutta“, til þess að þurfa ekki að nefna nafn hans. Og nú fylgd- ust allra augu með bátnum og reyndu að gera sér grein fyrir hinum furðulegu hreyfingum hans. Það var eins og presturinn sagði -— bátsverjar virtust vera að eltast við einhvern stóran fisk, sem flýði undan þeim. Það var einkennilegt. Keisarinn gat sér þess til, að þeir hefðu misst netin, en La Queue sagði, að þeir væru slæpingjar og væru bara að leika sér. Varla væru þeir að eltast við seli. Allir Flochearnir hlógu að þessari fyndni, en Mahéarnir reiddust og sögðu, að Rouget væri ágætur, hvað sem hinir segðu, og hann þyrði á sjóinn, þegar hinir lægju hræddir í landi, af því að hann hafði blásið eitthvað. Séra Radiguet varð að ganga á milli, því að menn voru komnir í vígahug. „Hvað er að þeim?“ sagði Margot upp úr eins manns hljóði. „Þeir eru horfnir aftur“. Menn hættu að deila og litu til hafs. Baleine var á ný í hvarfi við oddann. Nú fóru að renna tvær grímur á La Queue. Hann skildi þetta ekki. Honum leizt ekki á það, ef Baleine væri í raun og veru að ná í einhvern stórfisk. Enginn fór úr fjörunni, þótt ekkert sæist þaðan. Fólkið var þar í tvær klukkustundir og fylgdist með Baleine, sem kom í ljós við og við, en hvarf jafnharðan aftur. Loksins sást báturinn ekki í óratíma. La Queue var orðinn svo reiður, að hann óskaði í hjarta sínu, að Baleine væri sokkinn, og sagði síðan við nærstadda, að báturinn gæti ekki verið ofansjávar lengur. Kona Rougets og Brise- motte komu að í þessu og La Queue leit hálf hlægj- andi á þau, jafnframt því sem hann klappaði á öxl- ina á Tupain og samhryggðist honum yfir bróðurmiss- inum. En hann hætti að hlægja, þegar hann kom auga á dóttur sína, sem starði þögul og hnuggin út á sjó- inn. Gæti það verið, að hún væri svona döpur vegna Delphins? „Hvað ertu að gera þarna?“ spurði hann reiðilega. „Heim með þig! Hlýddu, Margot!“ Hún hreyfði sig ekki, en svo sagði hún allt í einu: „Hah! Þarna eru þeir!“ Skömmu síðar rak hún upp undrunaróp. Hún sagð- ist ekki sjá nokkra sál í bátnum. Baleine virtist mann- laus, og rak sitt á hvað fyrir vindi og sjó. Til allrar hamingju var hann farinn að blása að vestan, svo að Baleine rak nær landi, en þó ósköp hægt og með mikl- um hlykkjum og krókum. Þá hljóp hver sála í Coque- ville niður að sjónum, hver hrópaði upp í annan og enginn var heima til að hyggja að grautnum. Þetta var hræðilegt, óútskýranlegt, svo einkennilegt, að eng- inn vissi sitt rjúkandi ráð. Mariu, konu Rougets, fannst skyldan bjóða sér að fara að gráta og Tupain tókst að setja upp dálítinn sorgarsvip. Mahéarnir voru allir daprir, en Flochearnir létu eins og ekkert væri. Margot hné niður, eins og hún hefði fótbrotnað. „Hver fjárinn hefur nú hlaupið í þig?“ spurði faðir hennar, er hann rakst á hana. „Ég er þreytt“, svaraði hún blátt áfram. Hún sneri andlitinu til hafs og hélt höndum um kinn- ar sér, skyggði fyrir augun með fingurgómunum og horfði án afláts á bátinn, sem valt mjúklega á öldun- um eins og góður félagi, sem hefur drukkið helzt til mikið. Alls konar getgátur voru á lofti um það, hvað gerzt V I K I N □ U R 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.