Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 10
Birgir Tlioroddsen F élagsm ál Á áramótum er það háttur æðstu manna þjóð- arinnar, að ávarpa þegnana og ræða um þau atriði, er mestum framgangi hafa valdið í at- vinnulífinu og jafnframt minna á hvað ógert sé, og hverjum ráðum megi helzt beita til úr- lausnar. Er þetta hinn bezti siður, og kemur mörgum manni til að íhuga þessi mál, jafnvel þótt gamlárskvöld og nýjársdagur séu hjá flest- um helgaðir einkalífinu og heimilunum. Um áramótin athuga menn fjárhagsástæður sínar, hverju þeir hafi afkastað og hvaða ráð sé heppi- legast til að efla liag sinn enn betur á komandi ári. Ef til vill eru það sjómenn yfirleitt, sem betur en nokkrir aðrir veita þessum ávörpum athygli. Kemur það af hinum eðlilegu ástæðum, að þeir eru oft á hafi úti, eða í höfnum, fjarri heimilum sínum, þar sem hringiða áramóta- fagnaðarins sneiðir hjá þeim. Nú, þegar Stýrimannafélag íslands minnist 30 ára starfsafmælis síns, verður félagsmeð- limum ósjálfrátt á, að líta yfir farinn veg, og á þeim tímamótum skyggnast eftir, hvaða um- bótum þessi stofnun hafi valdið fyrir félagana, heimili þeirra og afkomendur, svo og fyrir at- vinnulífið, þar af leiðandi fyrir þjóðina í heild. Enn fremur hvað það er, sem bíður úrlausnar. Það er ómögulegt að minnast svo á þessi fé- lagssamtök stýrimanna, og hverju þau hafa á- orkað, að sjómannasamtökin í heild séu ekki látin tala sínu máli, því þau hafa hreint og beint valdið eins konar aldahvörfum á sviði at- vinnumála og sjávarútvegsins, það er alveg ó- tæmandi efni ef krufið væri, og verð ég því að láta nægja smáskýringu. Að sjómannasamtökunum standa stærri og minni stéttarfélög, þau starfa hvert með sín- um hætti, en keppa samt öll að því, að finna réttan samnefnara. í Reykjavík er Stýrimanna- félag íslands, að ég held, annað fámennasta stéttarfélag sjómanna. Þrátt fyrir það á félagið nokkur korn í þeim mæli, sem öll félögin sam- eiginlega keppast við að fylla. Ég vil taka það fram, til að fyrirbyggja allan misskilning, að 1 O það, sem hér er sagt um stýrimannafélagið og þátt þess í slíkum málum, getur alveg eins átt við önnur félög, sem starfað hafa að því sama, bara á dálítið öðrum sviðum. En eins og ég hefi tekið fram eru frá stýrimannafélaginu ótalin korn í mælinum, þótt ekki séu það ein- tómar gæfubaunir. Fyrst og fremst vann félagið að því, að kaup stýrimanna yrði viðunandi, og hefur um það staðið nokkur styrr allan starfstíma þess, unz það komst í það horf, sem nú er, og enn eru skiptar skoðanir um það, hvort launin séu sæmi- leg, samanborið við vinnutíma, námstíma og annað, sem leggja má á metaskálarnar, þegar fundinn er grundvöllur fyrir laununum. Næst þessu var vinnutíminn. Áður var hann langur og óákveðinn, tvískiptar sjóvökur og öll vinna, sem til féll þar fyrir utan, svo sem að koma að bi’yggju eða fara, færa skip; farmiðasala og bókhald, varð að gerast á frívöktum án nokkurs auka endurgjalds. Þetta fékk félagið lagfært og var það erfiður róður. Þá voru tryggingarnar og aðbúðin einnig á dagskrá, og um það eins og hin málin má enn deila hvort sæmilegt sé. Svo koma skólamálin. Hjá stýrimönnum hef- ur alltaf verið mikill áhugi fyrir því, að sú stétt fengi nægilega og góða menntun, og voru á sínum tíma margar tillögur ræddar um þau mál á félagsfundum. Þessar tillögur voru flest- ar sendar til Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sem er miðstöð samtaka hinna fag- lærðu sjómanna, og þar hafa þær verið athug- aðar og sendar á sinn stað, ýmist breyttar eða óbreyttar. Sömu leiðina hafa tillögur um vita- mál, siglingatæki, hafnir o. fl. farið, en fyrir atbeina sjómannasamtakanna hefur ýmislegt af þessu áunnizt, sem ella lægi ógert. Nú spyrjum við á þessum tímamótum: Hefur stofnun og starf félagsins haft nokkra þýðingu á þjóð- hagslegum grundvelli? Ég veit ekki hvað margir eygja það, en við skulum taka upp sjónaukann, þurrka af gler- inu og reyna að skima eftir því. Við komum VÍ K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.