Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 39
Nokkrar athugasemdir viö skýrsiu Einars Arnórssonar til landsstjórnarinnar um Grænlands- málið 7. janúar 1932 Framhald. ein þ.ióð, felst viðurkenning hins rómverska valds á því, að fsland og Grænland sé eitt þjóðfélag, því þjóð og þjóðfélag var þá eitt og hið sama. Kristnun Græn- lands árið 1000 verður aldrei skiljanleg nema þannig, að kristintakan á íslandi hafi gilt fyrir Grænland, og að Leifur hafi getað sótt þá til sakar, er ekki vildu skír- ast. Höfundur Historia Norwegiae, segir um 1220—1230, að Grænland hafi verið fundið, byggt og kristnað af íslandi, og verður hið síðasta aðeins skilið svo, að kristnitakan á Alþingi árið 1000 hafi gilt fyrir Græn- land. Af nýlendustöðu Grænlands hlaut að leiða, að kristnitaka á íslandi gilti þar, svo og ísl. kristinrétt- irnil' og íslenzku tíundarlögin, og vita allir, hver af- skipti ísl. biskuparnir höfðu af þeim málum. Þau brot úr kristinrétti, er þekkjast frá Grænlandi, eru íslenzk, og fornminjar þær, sem fundist hafa þar, benda einnig á ísl. kristinrétt. Hvað er svo hæft í því, að Grænlend- ingar hafi sett „hjá sér biskupsstól án nokkurrar í- hlutunar Alþingis á íslandi eða ísl. biskupanna"? Það þekkist ekkert til lögtöku biskupsdæmis á Grænlandi. Sokki í Brattahlíð notar sér fjarveru herra Eiríks biskups Gnúpssonar, er hlýtur að hafa verið undir- biskup Skálholtsbiskups, til að kalla saman fund og fá menn til að skjóta saman gjöfum til erflingar grænl. biskupsstóls. Ekkert er lögtekið, enda ekki kunnugt, að löggjafarvald hafi verið til á Grænlandi, en Einar Sokkason er sendur til Islands og Noregs, til að koma þessu máli fram. Leið hans austur lá um ísland. Er þessu var komið í ki'ing austur, halda þeir Einar og biskup til íslands, og „greiddist eigi byrrinn mjök í hag þeim1) “, svo þeir koma ekki út fyrr en eftir þing. Samflotsmenn þeirra halda áfram ferðinni, því bezti tíminn til að sigla til Grænlands var framundan. En Einar og biskup setjast upp á fslandi og bíða næsta Alþingis (1126). Hvert er erindi þeirra á þingið? Ef- laust það, að fá grænlenzka biskupsdæmið lögtekið. Eftir þingið sigla þeir til Grænlands. Hafi grænlenzka biskupsdæmið ekki verið lögtekið 1126, var það alla daga löglaust, og aldrei lögtekið. En finnst mönnum líklegt, að Garðabiskupar hafi sætt sig við slíkt réttleysi? Sumarið 1247 sendi Vilhjálmur kardináli og Hákon konungur þá skipan til íslands og Grænlands, „að sú þjóð, er þar bygði, þjónaði til Hákonar konungs, því at hann kallaði þat úsannligt, at þat land þjónaði eigi undir einhvern konung sem öll önnur í veröldinni“ í) Grönl. hist. Mind II, 684. (Hákonarsaga). Þetta ritar Sturla með samþykki Magn- úsar konungs og helztu forráðamanna Noregs. En hér er því lýst yfir, að Island og Grænland séu eitt land, þ. e. eitt þjóðfélag, og ennfremur ein þjóð, sem merkir eitt og sama þjóðfélag. Það er og augljóst mál, að hvorki íslendingar né Grænlendingar þurftu að líta á sig sem einasta konungslaust land, þ. e. þjóðfélag, í veröldinni, ef Grænland hefði verið sjálfstætt, og ekki nýlenda fslands og hluti hins íslenzka þjóðfélags. Eng- inn mun efa, að Heinrekur Kársson eða aðrir konungs- sendlar hafi komið þessum boðskap á þing. Og er Al- þingi hafnaði þessu fyrir Grænlands hönd, fór það þá ekki með yfirráðarétt íslands yfir Grænlandi? E. A. nefnir orðin „grænlenzk lög“ og „þau lög, er hér ganga“ í Einarsþætti Sokkasonar, sem sönnun fyrir grænlenzku löggjafarvaldi. í þessari nafnagift felst engin sönnun, því Grænlendingar höfðu sama rétt til að kalla Grágásarlögin grænlenzk þar og vér íslenzk hér. Og þótt hér væri um afbrigðileg lög að ræða, sem ekki er, yrði fyrst að sanna, að Alþingi íslands hefði ekki sett þessi afbrigði sérstaklega fyrir Grænland, eða breytt gömlum lögum, og látið breytinguna aðeins ná til íslands, svo gömlu lögin stóðu á Gi'ænlandi, áður en ályktað yrði af slíku nokkuð um grænlenzkt lög- gjafarvald eða grænlenzkt fullveldi. En þessir staðir í Einarsþætti Sokkasonar sýna einmitt, að íslenzku vá- grekslögin giltu á Grænlandi þá. Þessir staðir í þætt- inum eru einmitt mjög kröftug sönnun fyrir því, að hið íslenzka löggjafarvald greip þá yfir Grænland, því tilsvarandi lög voru þá hvergi til í Norður- eða Vestur- Evrópu. Einar neitar. því, að Alþingi hafi nokkru sinni sett Grænlandi lög. Til þess að sýna heilindin í þeirri stað- hæfingu, set ég hér tvo kapítula úr Staðarhólsbók. Kafl- arnir eru án fyrirsagna, en ég hefi sett fyrirsagnirnar yfir þá úr registrininu við Vígslóða á bls. 295 í Staðar- hólsbók: „373. Vm víy a gröna landi. Ef maðr verðr veginn a gröna landi. oc scal þat her enn sökia sem avnnor erlendis víg fyrir þat fram at eigi er skyllt at sannaðar menn hafe ut þar verit hvartki þa ne siðan. At tengðum at eins scal þa vanda. Ef aðilinn er agrönlande. oc sættiz hann þar a víg eða sökir um oc er þa eigi her sócn til. Nu er eigi aðile ut þar. oc sökir annarr maðr þar til fullra laga. oc a aðili þo at sökia um biorg þes manz her. oc þarf hann eigi at taca þær sakir af avðrom mönnom. Enn ef V I K I N G U R 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.