Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 12
einkatími getur opnað manninum heilan heim; eða viljið þið, góðir hálsar, ekki viðurkenna, að það sé nauðsynlegt, að hafa dálítinn tíma til að hlusta á útvarp eða lesa blöð, og kannski ögn af bókum; að hafa tækifæri til að fylgjast með ýmsu, sem gerist í kringum mann, fyrir utan aðallífsstarfið. Meira að segja einstaka sinnum að taka slag, fara í bíó eða leikhús. Nútíminn krefst þess líka, að menn hafi tæki- færi til að fylgjast með því, sem skeður í um- heiminum, enda á það svo að vera. Það er varla talinn hæfur maður, sem ekki veit skil á öðru en hann umgengst daglega í starfi sínu. Fyrir starfsemi félagsins hafa nú stýrimenn miklu betri tækifæri til þess en áður, og uppskeran er sú, að mennirnir verða víðsýnni, fjölhæfari og notfæra sér betur þá tækni, sem á boðstóln- um er, vinnuafköstin aukast undir stjórn ó- þvingaðra og frjálslyndra manna, því þekking er afl. Við skulum færa sjónaukann til, nú sjáum við t. d. Stýrimannaskólann nýja. Það er tákn sjómannasamtakanna. Ekki ætla ég samt að eigna stýrimannafélaginu skólann, en það á sinn þátt í þeim framkvæmdum, ásamt mörg- um fyrrverandi meðlimum þess, sem nú eru skipstjórar, og mörgum öðrum stéttarfélögum og einstaklingum, sem sameiginlega lögðust þar á sveif, því þeir skildu að þekking er afl. Á- vöxtui-inn af þessu starfi er sá, að íslenzkir stýrimenn standa nú að menntun fyllilega jafn- fætis, ef ekki ofar en hjá hverri annarri þjóð, sem nefnd er. Hvað hefur það svo aftur að segja í hinu praktíska lífi? Þeir eru hæfari til að notfæra sér hin ýmsu tæki, sem nútíminn býður, siglingatækin nýju, sem auka öryggi þeirra sjálfra og auk þess gefa tækifæri til að sigla undir slæmum kringumstæðum, og á þann veg auka afköst skipanna, en það léttir útgerð- arkostnaðinn. Einnig verður mönnum á allan hátt léttara og auðveldara að gegna stöðu sinni og framkvæma verkin betur. Það, sem áður var áætlað og margra ára reynslu þurfti til að þekkja, hafa menn nú lært eða geta lesið um og hagnýtt sér tölurnar til úrlausnar. Mála- kunnátta léttir starfið í útlendum höfnum og svo ótalmargt fleira, sem telja má í þessu sam- bandi. Enn skal geta eins, sem er veigamikið atriði, en það eru þau kynni, sem aðrar þjóðir hafa af íslenzkum sjómönnum. Það er mikil ábyrgð, sem hvílir á þeim íslenzku sjómönnum, sem eru ef til vill einu íslendingarnir í erlendri höfn eða landi, sem þar hafa sézt. Þegar for- vitnir eða fróðleiksfúsir bæjarbúar koma að skipinu, af því þeir höfðu ekki áður séð ís- lenzka fánann, og spyrja á ýmsan veg um Is- land — atvinnuvegina, þjóðina, ísbirnina, Heklu eða Geysi, — á svona stundu er bæði gaman og nauðsynlegt fyrir þjóðina að eiga sjómanna- stétt, sem skilur hlutverk sitt, en til þess þarf fyrst og fremst góða menntun. Þegar ég var staddur í einni erlendri höfn í sumar, var gam- all skipstjóri vaktmaður í skipinu. Hann sagði við mig: „Islenzkir sjómenn eru gjörólíkir öll- um öðrum sjómönnum, margir þeirra tala er- lend tungumál ágætlega, sumir aðrir sjómenn blanda saman öllum tungumálum og vita varla sjálfir hvaða tungumál er helzt ofan á hjá þeim. Þessir hérna“, sagði hann, og benti á strákana, „biðja mig alltaf að koma með blöð- in, þeir vita allt um mitt land, en ég veit ekk- ert um ykkur, og svo eru þeir alltaf svo hreinir og vel klæddir, að það mætti þekkja þá á því einu“. — Þótt ekki sé fleira en þetta, sem við sjáum í sjónaukanum í dag, getum við ímyndað okkur að margt sé ótalið, og það er líka margt, sem beinlínis og óbeinlínis er til orðið fyrir sam- starf sjómannanna. Áhrifin af því eru auðsæ, jafnvel með berum augum, og hvernig þau verka á atvinnulífið, útveginn, og afkomu þjóð- arinnar. T. d. hefur menn aldrei greint á um það, að mesta nauðsyn fyrir eyland eins og ísland væri sú, að annast sjálft innflutning sinn með eigin skipum, til þess að geta verið sjálfstætt lýðveldi. Sjómennirnir, sem sigla skipunum, bera eins konar ábyrgð á þessum rekstri, og ættu að hafa mikið meira um þau mál að segja en raun er á. Um leið og þeir gera kröfur til sinna mála, gera þeir kröfur til þess að kröfum þjóðarinnar í heild sé full- nægt. Þegar þeir biðja um betri, stærri og hrað- skreiðari skip, vel tækjum búin og hagkvæm til vinnuafkasta, stefna þeir að því að farm- gjöld lækki, vöruverð lækki, vísitala lækki, og afkoma almennings batni. Þeir stefna líka að því, að sjómannsstarfið verði eftirsótt atvinna, en með því móti, og því einu, er hægt að við- halda stéttinni eins og hún hefur verið skipuð undanfarið, byggð upp af þeim drengjum, sem vilja gera skyldu sína, því Island væntir nú, ekki síður en England á tímum Nelsons, að hver maður geri skyldu sína. Birgir Thorocldsen. 12 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.