Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 35
Coqueville vei'ðskuldar að saga þess sé ski'áð. Þorps- ið byggðist fyrst af Mahé-ættinni, fyrir óralöngu. Ætt þessi tók sér þar bólfestu af hreinni tilviljun og fjölg- aði mjög ört. Hagur hennar stóð með miklum blóma í fyrstu og ættmennirnir giftust alltaf innbyrðis, því að öldum saman voru þar einungis Mahéar. Svo kem- ur einhver Floche til sögunnar, á ríkisstjórnarárum Lúðvíks XIII. Menn vissu harla lítið um uppruna hans. Hann kvæntist stúlku af Mahéættinni; það varð ör- lagaríkt fyrir þorpið. Flochearnir komust vel af, tím- guðust ört og að lokum fór svo, að þeir urðu enn fleiri en Mahé-arnir og náðu undir sig nær öllum auði þeirra. Um það var ekki að villast, að blóð Flocheanna var heitara, líffæri þeirra þrekmeiri og skapgerðin þannig, að þeir stóðu betur að vígi í baráttunni við illviðri og úthaf. En hvað sem því líður, þá er það víst, að þeir ráða nú lögum og lofum í Coqueville. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að slík hlutfalla- breyting um mannfjölda og auð, gat ekki orðið án þess að það drægi dilk á eftir sér. Mahéarnir og Floche- arnir hatast, — hafa hatast öldum. saman. Þrátt fyrir hnignun sína lifir enn með Mahéunum hroki hinna fornu landnema. Þeir stofnuðu þorpið, eru feður þess. Þeir tala með fyrirlitningu um ættföður Flocheanna, beiningamann, landshornamann, sem þeir hirtu upp af götu sinni af einskærri hjartagæzku og gáfu síðan eina dætra sinna, en það hafa þeir harmað æ síðan. Að sögn Mahéanna, eru afkomendur þessa manns ekkert annað en lauslætislýður og þjófar, sem verja nóttun- um til barnasmíða og dögunum til sníkjuí'erða. Engin er sú svívirðing til, að hinn fyrrverandi aðall láti hana ekki dynja á uþpskafningunum, sem hafa rænt hina réttu húsbændur öllu. Eins og títt er um þá, sem betur mega, sýna Floche- arnir Mahéunum megna fyrirlitningu. Þeir ráða öllu og það gerir þá drembiláta. Fyrirlitning þeirra er svo mikil, að þeir hóta að reka Mahéana úr þorpinu, ef þeir hafi sig ekki hæga. I Coqueville eigast því tveir flokkar við — hundrað og þrjátíu íbúanna ætla sér að gleypa eða gera út af við hina, fimmtíu að tölu, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir fyrrnefndu eru máttarmeiri. Þetta er sagan um baráttu hinna tveggja stórvelda. Hún er hvorki lengri né styttri en þetta. Meðal deilna þeirra, sem átt hafa sér stað í Coque- ville upp á síðkastið, nefna menn hinn fræga fjand- skap milli bræðranna Fouasse og Tupain og hina skæðu orustu innan Rouget fjölskyldunnar. Þannig er nefni- lega mál með vexti, að endur fyrir löngu hlaut hver maður í þorpinu viðurnefni, sem orðið er nafn fjöl- skyldu hans, því að menn áttu jafnvel óhægt með að þekkja sjálfa sig innan um allan þann aragrúa af Mahéum og Flocheum, sem í heiminn kom, er tímar liðu fram. Menn vissu ekkert af hverju Fouasse og Tupain voru kallaðir þeim nöfnum, því að mörg eftir- nöfnin höfðu fyrir löngu glatað hinni upprunalegu merkingu sinni. Það var þó vitað, að Francoise gamla, léttúðardrós, sem orðin var áttræð og virtist aldrei ætla að hrökkva upp af, hafði eignazt Fouasse með Mahémanni, en er hún missti hann, giftist hún manni af Flocheættinni og fæddi honum Tupain. Af þessu staíaði hatur bræðranna og jók óvissan um arfleifð þeirra hatrið til mikilla muna. Hjá Rouget var heim- ilisfriðurinn þannig, að hjónin börðust eins og hundur og köttur, af því að Rouget bar konu sinni, Maríu, á brýn, að hún héldi við einn af Flocheættinni, slánann Brisemotte, sterkan, þeldökkan mann, og hafði þegar ráðizt á hann tvisvar með hníf á lofti og hótað að reka hann á hol. Rouget var lágvaxinn maður, tauga- óstyi'kur og frámunalega uppstökkur. En það, sem Coquevillebúar höfðu mestan áhuga á um þær mundir, sem sagan gerist, var þó hvorki heim- iliserjur Rougets né fjandskapur bræðranna Tupain og Fouasse. Það gekk nefnilega fjöllunum hærra, að Delphin, sem var af Mahéættinni, tvítugur sláni, væri svo djarfur að líta ástarauga til Margot, dóttur La Queue, ríkasta manns Flocheættarinnar og hins valda- mesta í plássinu. Þessi La Queue var í raun og veru mesti herjans karl og er þá engu logið. Hann var kall- aður La Queue, því að á dögum Lúðvíks Filippusar hafði faðir hans orðið síðastur manna til að binda upp hár sitt. Hann var þá orðinn maður gamall og hafði haldið i tízku æskuára sinna með þrjózku ellinnar. Nú, —- jæja, La Queue átti annan stóru fiskibátanna í Coqueville, — Zephir — sem var allra báta beztur í plássinu, nýlegur og haffær. Hinn stóri báturinn, Bal- eine, gamall koppur, var eign Rougets, en hásetar hans voru Delphin. og Fouasse. Hásetar La Queue voru hins vegar Tupain og Brisemotte. Þeir félagar voru fyrir löngu oi'ðnir leiðir á að hlægja að Baleine og kölluðu hann tréskó, sem mundi einn góðan veðurdag sökkva eins og drulluklessa, sem kastað er út á sjó. Það var því engin furða, þótt La Queue ræki Margot dóttui' sinni duglega sinn undir hvorn, þegar hann frétti, að auðnuleysinginn Delphin, mesti ræfillinn á Baleine, leyfði sér að eltast við hana. Karlinn sagði stúlkunni jafnframt, að hún skyldi aldrei fá að gift- ast inn í Mahéættina. Margot varð,æf af þessu og kvaðst skyldi koma kinnhestunum áleiðis til Delphins, ef hann gerði nokkuru sinni tilraun til að koma ná- lægt sér. Henni fannst það fjári hart að fá utan undir vegna pilts, sem hún hafði aldrei litið við. Margot var sextán ára. Hún var sterk sem karl- maður en falleg þó, og það orð fór af henni, að hún léti ekki vaða ofan í sig og mundi ekki taka þann fyrsta, sem byðist. Og þegar þetta bættist við kinn- hestana tvo, sjálfsánægju Delphins og reiði stúlkunn- ar, þá fer mönnum að skiljast, hvers vegna ekki var um meira rætt í Coqueville en þetta. Þrátt fyrir þetta héldu sumir því fram, að í rauninni væri Margot ekkert reið Delphin fyrir að vera að elt- ast við hana. Delphin þessi var fremur lágvaxinn, eir- rauður á hörund og ljóshærður. Var hárið svo mikið, að það féll ofan í augu honum. Hann var sterkur, þótt hann væri ekki mikill fyrir mann að sjá, og réð við menn, sem virtust þrefalt sterkari en hann. Sagt var, að hann hlypi að heiman við og við og væri nætur- sakir í Grandport. Fyrir bragðið fékk hann orð fyrir kvennamennsku, meðal stúlknanna, sem sögðu í sínum hópi, að hann hefði verið „úti á lífinu“ — en með þess- um óljósu orðum áttu þær við alls konar óþekktar un- aðssemdir. Þegar Margot talaði um Delphin, mælti hún V I K I N G L) R 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.