Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 42
'og útlendra mánna á skipan á Græníandi. Texti Jóns- bókar hljóðar svo: „Nú ef háseti rýfr skipan undir stýrimanni, ok verðr hann at því vitnissannr, rýfr hann skipan innan lands, þá er hann sekr mörk fyrir lest hverja við stýrimann er af berz. En ef hann rýfr skipan fyrir stýrimann í Danmörk eða í Gautlandi eða í Sviþjóð, gjaldi II merkr, aðra konungi en aðra stýrimanni, fyrir lest hverja er af herz. En ef maðr rýfr skipan á Samlandi eða á Gotlandi, sekr IIII mörkum, á konungr hálft en stýri- maðr hálft. En ef hann rýfr skipan á Englandi eða í Orkneyjum eða í Færeyjum eða á Hjaltlandi, gjaldi VIII merkr, hálft konungi en hálft stýrimanni. Nú rýfr maðr skipan á Grænlandi eða hér á íslandi, sá er útlenzkr er, eða austr í Görðum, sekr VIII örtug- um ok XIII mörkum silfr, hálft konungi en hálft stýri- manni“. (Jónsbók 1904, bls. 242). Lög þessi eru tekin úr Bæjaramannalögum IX, 6, en orðunum: „sá er út- ienzkr er“, er skotið inn í textann í Jónsbók. Hinn lærði réttarsöguprófessor Norðmanna, Absalon Taranger, segir um þenna Jónsbókartexta: „Viðbótin um útlend- ing stafar af því, að ef það er íslendingur eða Græn- lendingur, þá fellur það undir regluna um brot á skip- an innanlands í upphafinu á § 1........Ef útlendingur einnig grípur yfir Norðmenn, sem ég álít, að' það geri, þá hafa Islendingar við þetta innskot snúið broddi laga- fyrirmælisins gegn Norðmönnum sjálfum". Þetta síð- asta gátu íslendingar því aðeins gert á Grænlandi, að þeir hefðu löggjafarvald yfir því, og að það væri inn- anlands í íslenzka þjóðfélaginu, eins og segir í textanum. Þetta er fullkomin sönnun fyrir því, að Grænland var hluti hins íslenzka þjóðfélags í tíð Jónsbókar. Text- ar Grágásar, síðari lögbóka og laga um réttarstöðu Grænlands eru, hvað þetta snertir, enn í gildi á Græn- landi sem íslenzk landslög, og fram til 1905, að danska ríkisþingið fann upp á því, að fara að setja lög fyrir Grænland, hafa lög þessi öll verið íslenzk, einnig þau bréf konunganna, er sérstaklega voru gefin út fyrir Grænland, en engin slík eru til fyrr en á 17. öld, og taka þá fyrst og fremst til Svalbarða. Ér hinn sameiginlegi konungur íslands og Noregs annast sending Jónsbókar til Grænlands til birtingar, felst enn í þessu játníng hans á því, að Grænland sé hluti hins ísienzka þjóðfélags. En hefði Grænland ekki verið íslenzk nýlenda, heldur sjálfstætt land, myndi konungur með þessari athöfn hafa gengist fyrir því, að innlima Grænland í íslands, sem hjálendu þess. Svona er öll greinargerð Einars endanna á milli, 93 folíó-blaðsíður að lengd. En nú er komið að þeim atriðum Grænlandsmálsins, sem Fasti alþjóðadómstóllinn tók til meðferðar, og sem þessi æðsti dómstóll veraldarinnar hratt og úrskurðaði hégóma og vitleysu. í stað þess að rekja þetta lið fyrir lið, eins og hingað til er gert, tek ég- aðeins upp aðal staðhæfingar Einars og aðalniðurstöður dómsins úr Publications de la cour permanente de justice inter- nationale, Série A/B, No. 93. — Danska utanríkismála- ráðuneytið gaf dóm þenna út á dönsku í Kaupmanna- höfn 1933 undir nafninu „Haagdommen". 1. Einar kennir (bls. 78), að yfirráðarétturinn yfir Grænlandi í fornöld hafi aðeins náð yfir hluta af vesturströnd Græniands. Fasti alþjóðadómstóllinn úrskurðaði, að hann hefði tekið til alls Grænlands sem heildar. 2. Einar kennir (bls. 79), að konungar Noregs og Danmerkur hafi gefið Grænland upp eftir 1500, svo að hinn forni yfirráðaréttur yfir Grænlandi (hver sem átti hann) hafi glatast við uppgjöf (dereliction). Fasti alþjóðadómstóllinn úrskurðaði þar á móti, að slík uppgjöf hefði aldrei átt sér staö, off að um slíkt geti ekki verið að ræða, þar sem sannað sé, að konungar Noregs og Dan- merkur hafi á öllum tímum haldið honum nægi- lega við, og að liann sé því í fullu gildi enn og taki til alls Grænlands sem heildar. Ég skýt því hér inn til skýringar, að auðvitað verður að líta svo á, að konungarnir hafi haldið yfirráðaréttinum við, því landi sínu til handa, er í raun og veru átti Grænland í fornöld. 3. Einar kennir (bls. 32 frh.), að Danmöi’k hafi 1721 og síðar á 18. og 19. öld öðlast nýjan yfirráðarétt yfir tilteknum svæðum á Grænlandi, (en ekki yfir Grænlandi öliu). Fasti alþjóðadómstóllinn úrskurð- aði samkvæmt réttarkröfu og málsútlistun Dan- merlcur, að enginn nýr yfirráðaréttur hefði orðið til yfir Grænlandi 1721 eða síðar, og að hinn forni yfirráðaréttur, er enn væri l gildi, útilokaði mynd- un nýs yfirráðaréttar. 4. Einar kénnir (bls. 32—77), að yfirráðaréttur Danakonungs á Grænlandi, er hann kallar „drott- invald“ (og stundum virðist hafa sömu merkingu hjá honum og starfrækt stjórn) hafi fyrir land- nám Norðmanna á Grænlandi 1931 ekki náð til annarra svæða en þeirra, sem þá voru undir starf- ræktri stjórn hans (og stafar þessi meinloka sýni- lega af því, að Einar gerir ekki ráð fyrir því, að yfirráðaréttur geti staðið einn út af fyrir sig, án starfræktrar stjórnar). Fasti alþjóðadómstóll- inn úrskurðaði, að Grænlandi allt hefði sem ein heild verið undir hinum forna óslitna yfirráða- rétti, er nám Norðmanna fór fram í júlí 1931. 5. Út frá þessum kennisetningum sínum, gerir Einar ráð fyrir, að nám Norðmanna í júlí 1931 muni hafa verið löglegt og veitt þeim rétt. Fasti al- þjóðadómstóllinn úrskurðaði, að landnám Norð- manna í Grænlandsóbyggðum í júlí 1931, hefði verið brot á gildandi lögúm og rétti,og því verið ólöglegt og ógilt. Er Einar telur sig hafa sannað það, að Island hafi aldrei átt yfirráðarétt yfir Grænlandi, að hinn forni yfirráðaréttur sé fullkomlega glataður og nýr yfirráða- réttur myndaður yfir stórum (og helztu) svæðum á Grænlandi, spyr Einar, hvern meðeignarrétt ísland kynni að eiga með Danmörku yfir þeim svæðum, sem komin séu undir danska stjórn, en að landinu öllu, ef það kynni að dæmast vera komið undir danskan yfirráða- rétt fyrir 1918 (bls. 80). Þetta myndi koma til álita, ef yfirráðaréttur íslands yfir Grænlandi hefði verið glataður fyrir 1721, sem hann ekki var. En svo segir Einar: „Af hálfu Dan- 42 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.