Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 7
Árið 1926 minnkaði dýrtíðin og sÖmdu þá útgerðarfélög kaupskipa um nokkra kauplækk- un. Lækkaði þá kaup fyrir 1. og 2. stýrimenn, en kaup 3. stýrimanna hélzt óbreytt, enda lágt fyrir. Þá var og um það samið, að kaupið skyldi Pálmi Loftsson. hækka og lækka í samræmi við dýrtíðina, og lögð til grundvallar búreikningavísitala hag- stofunnar. Þá var og í fyrsta skipti samið um skemmdir á eignum stýrimanna um borð í skip- um. Ennfremur var það ákveðið, að 2. og 3. stýrimaður skyldu eiga frí til skiptis, sinn sól- arhringinn hvor, þegar skip væru í höfn. Þessi samningur gilti til 1. janúar 1929. Þá voru gerðir nýir samningar, er höfðu í för með sér launahækkanir fyrir byrjendur, en hámarks- laun urðu sem hér segir: 1. stýrimaður, eftir 12 ára þjónustu, 580 kr., 2. stýrimaður, eftir 8 ára þjónustu, 450 kr. og 3. stýrimaður, eftir 5 ára þjónustu, 335 kr. Nokkur önnur fríðindi fengust að því sinni, m. a. var sumarleyfi lengt upp í 20 daga við starfsbyrjun og 30 daga þegar stýrimenn voru orðnir fastir starfsmenn. Samningar þessir, sem voru hinir beztu, er stýrimenn höfðu náð fram að þessu, giltu til 1. apríl 1934. Þá tókst að fá lítils háttar kjarabætur, 10 kr. hækkun á mánuði fyrir 2. stýrimann og 25 kr. fyrir 3. stýrimann. Þá var og í fyrsta sinn í samningum ákveðið, að stýrimenn fái ein- kennisföt árlega og einkennisfrakka annað hvort ár, þeim að kostnaðarlausu. Árið 1934 voru í fyrsta skipti gerðir samn- ingar við Skipaútgerð ríkisins. Voru þeir að mestu leyti samhljóða samningum við Eim- skipafélag Islands, nema hvað stýrimenn höfðu 10% hærra kaup hjá Sldpaútgerðinni. Miðáð- ist það annars vegar við það, að strandferð- irnar eru miklu erfiðari, og svo hitt, að þar áttu stýrimenn ekki neitt tilkall til eftirlauna, eins og hjá Eimskipafélagi Islands. Lá'rus Blöyidal. Á þessum árum voru og gerðir samningar við Eimskipafélag Suðurlands, sem átti Suður- landið. Árið 1935 gerði félagið samninga við eigendur fimm nýkeyptra skipa, Heklu, Eddu, Columbusar, Kötlu og Snæfells. Höfðu samn- ingar þessir í för með sér nokkrar kjarabætur fyrir stýrimenn. Þá fékkst það viðurkennt af öllum skipafélögum um þessar mundir, að með- limir Stýrimannafélags íslands ættu forgangs- rétt að stýrimannastörfum á skipum eimskipa- félaganna, en það hafði eigi áður staðið í samn- ingum. Fyrrnefndum samningum var sagt upp frá og með 1. apríl 1938. Hófust því næst samn- ingaumleitanir. Aðalkröfur stýrimanna voru þær, að inn í samningana fengjust ákvæði um þrískiptar vaktir, og að eftirvinna yrði greidd fyrir það, sem væri fram yfir 10 tíma vinnu. Ennfremur var þess krafizt, að kaup hækkaði í samræmi við það, sem dýrtíð hafði aukizt frá því er síðast var samið. Samningar tókust ekki fyrir 1. apríl, og varð það til þess, að stýrimenn lögðu niður vinnu, í fyrsta skipti í sögu félagsins. Stóð vinnu- stöðvun nokkra daga og lauk með því, að lög- skipaður gerðardómur ákvað um kaup og kjör stýrimanna. Mikilsverðasta breytingin, sem dómurinn gerði á kjörunum var sú, að þrískipt- ar vaktir voru ákveðnar, og aukavinna greidd að nokkru leyti. Annars voru fyrri samningar að mestu látnir standa óbreyttir. Eftir að styrjöldin hófst 1939, breyttist að sjálfsögðu viðhorfið í launamálum, allt hækk- aði mjög í verði og dýrtíð óx stórlega. Stýri- menn urðu þó ýmsum öðrum stéttum seinni til V I K I N □ U R 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.