Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 8
að bæta hlut sinn með tilliti til aukinnar dýr- tíðar. En árið 1942 var svo komið, að ógern- ingur var fyrir stýrimenn, að una við svo búið lengur. Voru þá teknir upp samningar við eim- skipafélögin, og gengu þeir í gildi 1. september uppi fjörugu og reglubundnu fundastarfi. Meg- inþungi framkvæmda félagsins hefur því jafn- an hvílt á stjórninni á hverjum tíma. Snemma mun sú hugmynd hafa komið fram í félaginu, hvort eigi væri rétt að leita sam- Þorvaröur Björnsson. Jón Axel Pétursson. 1942. Þá var samið um 40% kauphækkun allra stýrimanna. Byrjunarlaun skyldu vera þannig: 3. stýrimaður kr. 420, 2. stýrimaður kr. 504, 1. stýrimaður kr. 644. Þá var einnig samið um stríðsáhættuþóknun, ef skip sigldu um stríðs- hættusvæði. Nokkur önnur minni háttar fríð- indi fengu stýrimenn einnig með þessum samn- ingum. Samningurinn við Skipaútgerð ríkisins var að því leyti frábrugðinn hinum, að þar fengu stýrimenn 10% hærri laun sem aukaþóknun (svonefnd strandferðaþóknun). Þá var einnig samið um fast kerfi á aldurs- uppbótum, þótt eigi þyki taka því að rekja það hér. Þessi samningur gilti síðan til 1. október 1945, en þá var gerður nýr samningur, og er hann enn í gildi. Helztu ákvæði hans eru þessi: Byrjunarlaun 3. stýrimanna 625 kr., 2. stýri- manna 725 kr. og 1. stýrimanna 900 kr. Launa- hækkunum eftir starfsaldri er hagað þannig, að mánaðarlaun hvers stýrimanns hækka ár- lega í 4 ár um 25 kr. á ári. Á laun þessi er síðan greidd verðlagsuppbót. Ennfremur voru í samningnum ákvæði um áhættuþóknun. Önnur félagsstörf. Það liggur í hlutarins eðli, að félag eins og Stýrimannafélag íslands, á örðugt með að halda starfs eða jafnvel sameiningar við önnur skyld félög, einkum Skipstjórafélagið Ölduna og Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Ægi. Samt var þó eigi að þessu ráði hnigið. Samvinna var hins vegar allmikil og góð milli félagsins og Vélstjórafélags íslands. Þörfin á því, að félagið nyti styrks og aðstoðar annarra samtaka hins vinnandi fólks, varð æ brýnni og augljósari. Upp úr 1930 var tekið að ræða um það, að ganga í Alþýðusamband íslands. Var árið 1931 látin fara fram allsherjar atkvæðagreiðsla inn- an félagsins um þetta mál. Var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að ganga í Alþýðusambandið, og gerðist félagið meðlimur þess árið 1932. Fyrstu árin var stýrimannafélagið mjög fá- mennt. Var augsýnilegt að þeir, sem prófi luku úr Stýrimannaskólanum og rétt höfðu til að vera í Stýrimannafélaginu, sáu margir hverjir ekki nauðsyn þess, að ganga í félagið. Því var það, samkvæmt tillögu Friðriks Ólafssonar, nú- verandi skólastjóra, að kosin var 9 manna út- breiðslunefnd árið 1922, með það fyrir aug- um, að vekja athygli á félaginu og afla því meðlima. Varð af þessu talsverður árangur og fjölgaði félagsmönnum verulega. Eftir að félagið fékk þau ákvæði tekin inn í samninga, að félagsmenn hefðu forgangs- rétt til stýrimannsstarfa á kaupskipum, fór brátt svo, að í félagið gengu allir starfandi stýri- Q V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.