Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 32
„Það lieitir ekki manovar, það heitir herskip hann var áreiðanlega sá eini, sem kannski var jafn- laglegur og duglegur og sá, sem hún unni. Og „Willemoes“ hóf að nýju að ganga fram og aft- ur um afturþilfar herskipsins. Bæði hugsuðu þau um hversu afarmikil ábyrgð væri lögð honum á herðar. Allt öryggi skipsins var undir árvekni hans komið. Nú lá það að vísu kyrrt, en í stormi og særóti þurfti hann að geta haft vald á því. Eftir boði hans mundu hásetar klifra um reiða og rár og rifa og hefla. Kæmi óvinaher í landið, mundi rödd hans stefna áhöfninni að fallbyssunum. Síðan mundu skipanirnar ná til sjó- virkjanna. Þegar augnablikið kæmi, mundi hið mikla útboð koma frá honum. Já, hann mundi vera viðbúinn. Sjóliðið og föðurlandið gátu örugglega treyst því, að hann brygðist ekki tiltrú þcirra. Litla stúlkan sveimaði í sælum draumum. Litli her- skólasveinninn hafði nærri gleymt hvar hugarflug hans lét atburðina gerast. Bæði voru þau hugfangin af því, sem hann átti að framkvæma. Hún var svo upptekin af honum og hann af sjálfum sér, að tollbúðin og flota- lægið rúmaði aðeins þau tvö. Kringum þau var þögn. Svo var sælan trufluð af langdregnu, drynjandi hrópi frá fremra siglupalli freigátunnar: „Manö-w-a-a-a-r:1) á leið inn“. Það heyrðist yfir alla höfnina og dundi á hljóðhimn- um ungu stúlkunnar, svo að hún varð að halda höndun- um fyrir eyrun. J) Man-of-war — stórt herskiþ. Hvað það var andstyggilegt og grimmt! Hver gat leyft sér að öskra svona í skipi Willemoes? Hún hrúkk- aði ennið og var móðguð á svipinn, síðan beindi hún sjónaukanum aftur að vini sínum, sem hún fann ósjálf- rátt, að mundi setja ofan í við þann ósvífna mann, sem gerði slíkan hávaða. Og uppi á fremra siglupallinum stóð hinn reyndi sjóliði, sem var á verði, með krosslagða handleggi. Hann var stór, vöðvamikill náungi, dökkur og veður- bitinn, með úfið skegg um munn og höku. Hann gat verið um það bil þrjátíu og fimm ára, og hafði þessi einkenni sævarins, sem ekki er hægt að villast á, og langsiglingahásetinn hlýtur á sínum löngu ferðum yfir heimshöfum um borð í allra þjóða seglskútum. Öllu vanur og sallarólegur túlkaði hann hvar sem á hann var litið hinn fullreynda sjómann, sem ekkert kemur að óvörum, hvorki á kaupskipi né herskipi. Þessi sjómannsgerð var mjög algeng á tíð „Sjá- lands“. Kærulaus um sjálfan sig og hvar í heiminum hann var, lifði hann lífi sínu í seglskipunum á hafinu, áhyggjulaus um framtíðaráætlanir og markmið. Hvern- ig átti það líka öðru vísi að vera, þar sem hann réð aldrei sínum næturstað? Skráður á skip í New York og afskráður í Ástralíu, þaðan aftur til Kína og loks skilinn eftir hinum megin á hnettinum. Þannig var til- vera hans sífelld umskipti, harðrétti og strit, með fáar og stuttar dvalir í landi sem einu ljósblettina, sem héldust jafnlengi og peningarnir dugðu. Og einn góðan veðurdag gekk hann á> land í danskri höfn og var samstundis gripinn til að leysa af liendi herskyldu sína. Honum var ekkert á móti skapi að ganga í fötum kóngsins. Hvers vegna skyldi honum vera það? Það gat verið alveg eins gott og hvað annað dá- lítinn tíma. Þar sem hann var vanur við harðan aga, var hann hlýðinn og skyldurækinn, en sú tunga, sem hann hafði tamið sér á ferðum sínum, var einhvers konar blanda af dönsku og ensku, og hann gat aldrei lagt hana niður síðan. Hann var ágætur til sjómanns- starfa um borð í herskipi, en aldrei varð hann her- maður. Nú stóð hann þennan sumardag á verði uppi á pall- inum, og sem hann kunni sitt starf, beið hann nú eftir að varðstjórinn gæfi honum merki um að tilkynning hans væri heyrð. En þegar hið vanalega svaiu „Það er í lagi“, kom ekki, sneri hann sér við og kallaði aftur af öllum kröftum: „Mano-w-a-a-a-r á leið inn“. Willemoes vaknaði brátt af draumum sínum þegar kaldur veruleikinn steyptist yfir hann með margs kon- ar kröfur um framkvæmdir. En liann kunni líka sitt starf. Hann kunni utan- bókar hvaða svar hann skyldi gefa, og síðan hvaða fyrirskipanir voru nauðsynlegar til að taka á móti hinu ókunna herskipi með viðeigandi virðingu. En það stóð líka í bókunum, og það hafði hann lagt á minnið, að sjóliðið ætti að tala hreint mál við hvers kyns tækifæri, og önnur tungumál voru algerlega ó- leyfilcg. Hann varð því strax að leiðrétta vörðinn, sem eftir óvandaðri kaupskipsvenju hafði notað enskt orð, og lionum datt alls ekki í hug, að hér eins og alltaf í líf- 32 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.