Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 9
menn á siglingaskipaflotanum. Efldi það ákvæði aðstöðu félagsins mjög mikið. Stýrimannafélagið var í Alþýðusambandinu frá ársbyrjun 1932 og þar til sumarið 1944. En þá gerðu Alþýðusambandið og Farmanna- Pétur Sigurðsson. og fiskimannasamband íslands með sér samn- ing, þar sem þau viðurkenndu hvort annað jafna aðila í launa- og kjaramálum, og ákváðu nokkru nánar um verkaskiptingu. Upp úr þeim samn- ingi hvarf Stýrimannafélagið úr Alþýðusam- bandi íslands, en sótti um upptöku í F.F.S.Í. Blaðiö „Sjómaðurinn“. Árið 1938, er félagið lenti í verkfalli því, sem fyrr var frá skýrt, gaf það út blað, er það nefndi „Stýrimanninn“, til að túlka mál- stað félagsins. Flutti blað þetta greinargerð stjórnar og samninganefndar í tilefni af kaup- deilunni. í ársbyrjun 1939, nokkru fyrir 20 ára af- mæli félagsins, var ákveðið að gefa út blað í tilefni af afmælinu, og halda þeirri útgáfu á- fran? ef ástæður leyfðu og undirtektir yrðu góðai. Blað þetta hóf göngu sína í febrúar- marz 1939. Það var þegar frá upphafi stórt og myndarlega úr garði gert. Hlaut það nafnið „Sjómaðurinn“ og flutti ýmislegt skemmtilegt efni meðan það kom út. „Sjómaðurinn“ var í sama broti og „Sjómannablaðið Víkingur", prentaður á ágætan pappír og prýddur miklu af myndum. Það gefur blaðinu sérstakt gildi, hve margir sjómenn, og þó einkum stýrimenn, rit- uðu í það ágætar frásagnir af störfum og ævin- týrum á sjónum. Mátti segja, að sem skemmti- blað næði „Sjómaðurinn“ ágætlega tilgangi sín- um. Jón Axel Pétursson, þáverandi formaður félagsins, mun hafa átt manna mestan hlut að ritstjórn „Sjómannsins", en ýmsir fleiri lögðu þar fram góðan skerf. Theodór Gíslason. Árið 1939 komu út af „Sjómanninum“ fjögur hefti, samtals 168 bls. Árið 1940 komu einnig út fjögur myndarleg hefti, 180 lesmálssíður. Árið 1941 voru heftin fimm, en nokkru minni, 150 lesmálssíður samtals. Árið 1942 lá útgáfan aftur á móti niðri, en fyrir jólin 1943 kom út fjórtánda og síðasta heftið af „Sjómanninum“, 32 blaðsíður að stærð. Vorið 1944 var loks á félagsfundi samþykkt að hætta útgáfu „Sjó- mannsins“, sem sérstaks blaðs, en sameina hann „Sjómannablaðinu Víkingur" og gerast þátttak- andi í útgáfu þess. Formenn félagsins. Löngum hafa félagsstörfin mætt mest á for- mönnum félagsins. Þeir hafa alls verið 8 tals- ins í þessi 30 ár. Eru það þessir menn, taldir eftir röð: 1. Jón Erlendsson, síðar verkstjóri hjá E. í. 2. Ásgeir Jónasson, síðar skipstjóri á Sel- fossi. 3. Pálmi Loftsson, nú forstjóri Skipaútgerð- ar ríkisins. 4. Lárus Blöndal, skipstjóri. 5. Þorvarður Björnsson, yfirhafnsögumaður. 6. Jón Axel Pétursson, hafnsögumaður. 7. Pétur Sigurðsson, sjóliðsforingi. 8. Theodór Gíslason, hafnsögumaður. Núverandi formaður félagsins er Theodór Gíslason. Félagar eru nú um 90 að tölu. V I K I N G U R 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.