Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 14
hvaða afleiðingar yfirsjónin gat haft, og svo þegar ég var orðinn alveg ruglaður, þá kom hann til mín og leiðrétti allt saman og stefndi vélinni heim. Á þessum stríðsárum vorum við venjulega 18 stundir á flugi í einni lotu. Venjulega lék þá allt i lyndi hjá mér meðan við vorum við skipalestirnar og þangað til stefnan var sett heim, en þá fann ég oft til þreytu- drungans, sem lagðist yfir alla áhöfnina, og átti ég þá í stríði við sjálfan mig við að halda augunum opnum. Plugstjórinn skildi þetta vel og kom á nokkurs konar vökuskiptum, sem ekki var venja, svo að allir fengu smáblund á heimleiðinni. Þegar ég hafði gefið honum upp stefnuna, sendi hann mig niður í bátinn til að sofa í 2 til 3 tíma. Síðan vakti vélstjórinn mig með heitu tei, svo ég var glaðvakandi og vel upplagður síðasta spöiinn. Sjáifur leit hann eftir siglingunni á meðan. Eitt sinn áttum við mjög erfiðan dag. Veðrið var andstyggilegt, slæmt skyggni og úrkoma. Stormur hafði sundrað skipalestinni og við vorum eins og fjárhundur í ieit að týndum sauðum. Þetta var ekki nein venjuleg eftirlitsferð, sem í eitt skipti fyrir öll var búin að skipu- leggja á þann hátt að allt var í föstum skorðum. Við flugum í vissa átt frá lestinni, leituðum á dálitlu svæði, fundum skip, flugum í kring um það, spurðum með ljósmerkjum um nafn og númer, sögðum því í hvaða stefnu lestin væri og hvað langt frá. Flug- um síðan til lestarinnar, tilkynntum stjórnanda henn- ar um skipið. Síðan í burtu í aðra átt og svo koll af kolli. Hverja smábreytingu á stefnu varð að reikna út sérstaklega. Eftir sex klukkustundir hafði ég reikn- að út stað 25 týndra skipa, auk okkar og lestarinnar. í hvert skipti, sem við komum til skipalestarinnar úr leit að þessu eða hinu skipi, sem hafði týnzt úr lestinni, bað lestarstjórinn okkur að athuga stað ann- ars, sem hann hélt að væri í þessari eða hinni áttinni, eða vissi ekkert um. Það þýddi, að enn varð ég að reikna út og gera nýjar staðarákvarðanir. Er við loks settum stefnuna heim á leið var ég orð- inn dauðþreyttur og hausinn galtómur, og kom flug- stjórinn að mér dottandi yfir kortaborðinu. Hann skip- aði mér niður að sofa og hvíla mig. Yfirvélstjórinn vakti mig með tebolla. Ég leit á úrið og brá heldur en ekki í brún. Ég hafði sofið í 5 stund- ir. Ég hljóp upp á flugdekkið, og er ég kom upp, sá ég að við flugum í 6000 feta hæð, í stjörnubirtu og skýj- um ofar. Flugstjórinn sat reykjandi pípu sína í sæti fyrsta flugmanns. Hann virtist ekki hafa hinar minnstu á- hyggjur út af að hafa engan siglingafræðing. Ég leit á kortið, og þar sá ég, ekki langt frá stað skipalestar- innar, en nokkuð frá stefnulínu okkar, tvo snoturlega setta staðarpunkta, eftir stjörnuathugunum. Flugfor- inginn hafði auðsjáanlega handleikið sextantinn. En rétt hjá stefnulínu minni hafði hann skrifað: „Það er eitthvað vitlaust hér. Þú ert bjáni, Dick, 2 og 3 eru 5, ekki 7“. Ég hafði verið orðinn svo þreyttur, að jafnvel samlagningin 'mín var vitlaus. Hann hafði gert aðrar stjörnuathuganir og allar staðfestu að stefnan var rétt. Loks var skrifað við siðustu athugun: „Heima kl. 02.30“. 14 Ég gekk fram eftir, bjóst við álösunum vegna svefns- ins og vitleysunnar, því á stríðstimum er hart tekið á öllum yfirsjónum. En hann sagði aðeins: „Vona að þú hafir sofið vel. Við ættum að vera heima eftir 40 mín- útur“. Jú, allt stóð þetta heima. Brátt sáum við stefnu- vitann og við renndum okkur niður að upplýstu lönd- unarsvæðinu. Þýður niður heyrðist undir kjöl flugbáts- ins og við vorum heima. Með slíkum flugstjórum er gott að sigla, því þótt ég sé dálítið hreykinn af hæfni minni sem siglinga- fræðingur, veit ég, að jafnvel beztu mönnum getur skjátlast, og það er notaleg tilfinning að vita af ein- hverjum í flugvélinni, sem vit hefur á hlutunum. Mér er sérstaklega minnisstæð óveðursnótt ein í sprengjuárásarferð yfir Berlín. Við höfðum haft nokk- uð erfiða ferð á leiðinni, bæði vegna leitarljósa, sem neyddu okkur til ýmissa stefnubreytinga og svo liöfð- um við lent í viðureign við þýzkar orustuflugvélar. Samt sem áður komumst við yfir árásarstaðinn og hið velþekkta kall, „sprengjurnar farnar“, hafði heyrzt í innanskips símanum. Ég' gaf flugstjóranum Upp stefn- una heim og gerði mitt bezta til að fylgjast vel með öllu. Ég fann að eitthvað kom við mjöðmina, leit niður og sá skörðótt gat á síðu flugvélarinnar og hugsaði með sjálfum mér: Eitthvað hefur komið þarna inn, en hvert hefur það farið? Hugsaði svo ekki meira um það. Nokkrum mínútum síðar þreifaði ég niður með síð- unni, ætlaði að ná í eitthvað í vasanum og komst þá að raun um, að ég hafði særzt. Fyrst datt mér í hug að hrópa á hjálp, í von um að einhver gæti hjálpað mér. En eftir augnablik hugsaði ég: Vertu ekki að þessum aumingjaskap, þetta getur ekki verið neitt al- varlegt. Svo sagði ég rólega gegn um innanskipssím- ann við flugstjórann: „Ég hef orðið fyrir skoti“. Loft- skyttan kom strax niður úr skotturni sínum og bjó svo vel um sárið, að ég gat setzt við kortaborðið aftur og haldið áfram að vinna. Litlu síðar heyrði ég í síman- um að flugstjóranum var tilkynnt, að loftskeytatækin hefðu orðið fyrir sprengju og væru óvirk. Flugstjór- inn sagði mér þá í símanum, að allt hvíldi nú á mér með að komast heim. Ég fór nú enn einu sinni yfir útreikninginn og stefn- una, sem ég hafði gefið, til að vera viss um að allt væri rétt. Þótt ég kenndi ekki mikils sársauka í sárinu, að undanteknum smástingjum öðru hvoru, þá lagðist yfir mig einhver þreyta og deyfð, svo ég varð að taka á öllu, sem ég átti til, til þess að halda skýrri hugsun við mælingarnar og fleira, sem ég þurfti að athuga. Hugurinn vildi dvelja við allt annað heldur en einmitt starfið. Ég man, að ég fór að brjóta heilann um hvar konan mín væri núna, leit á klukkuna, hún var eitt eftir mið- nætti. Ég hugsa að hún sofi. Vona að hún liggi ekki vakandi af áhyggjum út af mér. Þá fór ég að hugsa um hvað það væri leiðinlegt, að geta ekki keypt skóna, sem hana vanhagaði um. Þeir kosta aðeins $3:15. En við vorum svo peningalítil í bili. Ef gjaldkerinn vildi nú greiða mér það, sem ég á inni! Það er undarlegt, hvað þeir eru seinir til að borga kaupið, og þó sér- staklega seinir einmitt þegar manni liggur mest á því. V í K I N □ U R h

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.