Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 30
Ingvar Benediktsson skipstjóri Ingvar Benediktsson er fæddur 15. júní 1881 að Ægissíðu í Húnavatnssýslu. Barn að aldri fluttist hann með foreldrum sínum til Keflavíkur við Faxaflóa og byrjaði þar mjög ungur sjómennskuferil þann, er varð ævistarf hans. Hann lauk fiskiskipstjóraprófi við Stýri- mannaskólann í Reykjavík árið 1905 og far- mannaprófi við sama skóla 1918. Árið 1913 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Ásdísi Jónsdóttur, og varð þeim 5 barna auð- ið: Jóna húsfrú, Benedikt vélsmiður, Ingvar Valdimar raffræðingur og einnig 2 dætur, Ást- hildur og Ingveldur, er dóu ungar. Heimili þeirra hjóna var alltaf hér í Reykjavík. Eins og flest mannanna börn, átti Ingvar við ýmsa erfiðleika að stríða á lífsleiðinni, og þá ekki sízt er leið að ævilokum, er hann barðist við langvinnan og þungbæran sjúkdóm, en hann mætti öllu mótdrægu með karlmennsku og jafn- aðargeði; var hann þar einnig trúlega studdur af ástríkri og mikilhæfri konu sinni og góðum og dugmiklum börnum og tengdabörnum. Yfir 50 ár lá leið Ingvars yfir hafið, og megn- ið af þeim tíma sem skipstjóri og stýrimaður, iangt tímabil skipstjóri á togurum, um tíma stýrimaður og skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkis- ins og víðar. Hann var ágætur sjómaður og ötull og þó gætinn stjórnari; um dugnað hans, karlmennsku og manndóm vissu allir, er með honum voru á sjónum. En Ingvar Benediktsson var ekki síður göfugmenni og góðmenni. Skap- 3D gerð hans var glöð, gjöful og björt; um það skulu ekki fleiri orð höfð, það vissi vel sá, er þetta skrifar, og allir, er honum kynntust. Yfir minnirigu Ingvars Benediktssonar er heiðríkja. Vinur. ★ INGVAR BENEDIKTSSON, skipstjóri Horfinn er úr hópnum vaska hetja prúð, sem langa tíö lét ei storminn stilling raska, stefnu hólt í dimmri hrí'ö. Framgjarn ungur fékk aö reyna farmannslíf, meö sigri og þraut, ósk hann fegri átti’ ei neina, en aö feta sjómanns braut. Uppfyllingu ósk sú náöi, eftirsóttur varð hann brátt, fyrir vaskleik viröing þáöi, veitti gleði sinnið kátt. Ungur stýröi fögru fleyi, fyrirmynd va/rö skipstjórn hans, bæri’ að háska brást hann eigi, birtust kostir foringjans. Allt til hinztu ævidaga, ötull vann sín skyldustörf, glæst hans nafn mun geyma saga, — góöra drengja’ er ávallt þörf. Sjómenn daprir sakna vinar, siglt var burt aö æöri strönd, trúarvissan trega linar, tók um stjórnvöl æöri hönd. Alla tíö var Ingvar glaöur, einlæg trú hans lýsti veg, sífellt reyndist sannur maöur, sá þó viðhorf ýmisleg. Öörum vildi fórnir færa, fagurt reyndist ævilcvöld, um hann minning eigum kæra, ætíö bar hann hreinan skjöld. Heimakær var halur prúöur, hvenær sem í landi var, hreinn í skyldu kærleiks lcnúöur, keppti’ aö marki farsældar fyrir börn og konu kæra, kyrrlátt var í helgum rann, V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.