Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 9
Réttlátari skipting lífsgæðanna Dagarnir koma ekki allir í einum böggli, segir gamalt máltæki, og má það til sanns vegar færa, þegar stjórnmál eiga í hlut. ( hita dægurbarátt- unnar er ógerlegt að átta sig á, hvað muni þykja rnarkvert í framtíðinni, þegar líðandi stund stendur frammi fyrir dómstóli sögunnar. Burtséð frá því má telja fullvíst, að ríkisstjórn sú sem Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn mynduðu árið 1934 undir forsæti Hermanns Jónassonar og oft er nefnd „stjórn hinna vinnandi stétta", sé með allra merkilegustu stjórnum sem setið hafa að völdum hér á landi. Hún setti Afurðasölulögin og tókst með þeim að koma skipulagi á landbúnað þjóðarinnar, en innan hans hafði ringulreið ríkt, sem var öllum til tjóns. Og hún fékk samþykkt lög um Fiskimálanefnd 29. desember 1934, en hlutverk hennar var m.a. að láta gera tilraunir með nýjar veiðiaðferðir og útflutning á fiski með öðrum Verkunaraðferðum en tíðkast höfðu. Eflaust hefur almenningur á þessum tíma lesið ffegnir um skipan nýrrar nefndar með hálfum huga. Hér var þó í uppsiglingu bylting í atvinnumálum Þjóðarinnar. Nefndin hóf starf sitt með því að kaupa fiskhjalla í Noregi til þess að hefja skreiðarverkun, en svo undar- legt sem það er þá var þessi ævagamla verkunaraðferð 3ð mestu leyti úr sögunni á íslandi. Þetta heppnaðist vel, en enn meiri árangur varð þó af næstu tilraun nefndarinnar. Árið 1935 voru aðeins tvö frystihús á landinu og etörfuðu bæði í Reykjavík, annað meira að segja í eigu útlendinga, Sænsk-íslenska frystihúsið - og það gekk erfiðlega að selja framleiðsluvörur þeirra. En Fiskimála- nefnd gerði hvort tveggja í senn: Hóf kennslu í verkun e9 meðferð á hraðfrystum fiski og aflaði markaða fyrir hraðfrystan fisk í Bretlandi, Bandaríkjunum og Póllandi. Árið 1936 voru reist 6 frystihús á íslandi og árið 1944 v°ru þau orðin 62. Vagga íslenskrar samvinnuhreyfingar stendur í sveit- nrn landsins, og af þeim sökum var helsta viðfangsefni nennar löngum verlsun, aðallega í dreifbýli, og sala 'andbúnaðarvara. En með gjörbreyttum þjóðfélagshátt- nrn, vélvæðingu í sveitum og vaxandi þéttbýli hlaut ereyting að verða á í þeim efnum. Á ferðalögum um •andið urðu forustumenn samvinnuhreyfingarinnarvarir við, að félagsfólkið ætlaði kaupfélögunum vaxandi hlutskipti á fleiri sviðum atvinnuveganna. Getur ekki kaupfélagið komist yfir bát og byggt lítið frystihús - var spurt. Þannig hófst sjávarútvegur samvinnumanna, í smá- um stíl til að byrja með, en hefur síðan vaxið og dafnað svo mjög, að hlutdeild samvinnumanna í útflutningi sjávarafurða er nú orðin um 20%. Árið 1957 var Útflutningsdeild Sambandsins skipt í tvennt: Búvörudeild og Sjávarafurðadeild, en megin- hlutverk hennar er að sjá um útflutning og sölu á þeim fiskafurðum, sem frystihús samvinnumanna framleiða. Nokkru áður eða 1951 hafði Sambandið stofnað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja fiskafurðir okkar þar í landi. Þetta fyrirtæki heitir nú lceland Seafood Corporation og rekur umfangsmikla fiskréttaverksmiðju og sölustarfsemi. Hjá því vinna 400 starfsmenn og ársvelta þess var á síðasta ári 120 milljónir Bandaríkja- dala. Árið 1968 stofnuðu frystihús samvinnumanna með sér samtök, Félag Sambandsfiskframleiðenda, skammstafað SAFF, sem kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart Sjávarafurðadeild. Á árlegum aðalfundi fé- lagsins eru fluttar skýrslur um starfsemi deildarinnar árið á undan og lagðir fram reikningar hennar - og þegar hagnaður verður greiðist verulegur hluti hans aftur til frystihúsanna. Þetta hefti Samvinnunnar er helgað sjávarútvegi samvinnumanna. Rætt er við Sigurð Markússon, fram- kvæmdastjóra Sjávarafurðadeildar, og þar kemurmeð- al annars fram, að þrátt fyrir minnkandi afla hefur verið um framleiðsluaukningu að ræða hjá frystihúsum samvinnumanna. Þetta er enn eitt dæmi um þann árangur sem hægt er að ná - með samstöðu og góðri samvinnu. Og í yfirgripsmiklu erindi eftir Árna Benediktsson, framkvæmdastjóra Framleiðni sf., er rakið hvar og hvers vegna frystiiðnaður samvinnumanna þróaðist. Einkaaðilar byggðu frystihús þar sem aðstæður voru góðar, en eftir því sem lengra dró frá hagstæðum skilyrðum varð hlutur samvinnufélaganna stærri. Einnig þar þurfti fólkið að hafa atvinnu og beitti því hugmyndafræði samvinnustefnunnar, sem byggist á samtakamætti fólksins og hefur réttlátari skiptingu lífsgæðanna að leiðarljósi. G.Gr. 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.