Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 36
Vér eigum skyldum að gegna og störf að rækja 9 Kvenréttindahreyfing skýtur rótum. í rúmlega 40 ár hafði krafan um aukin réttindi konum til handa verið fram borin í blöðum, fyrirlestrum, ræðum og manna á meðal. Fyrst var minnst á kvenréttindi á prenti í Þjóðólfi 1874, en reyndar má segja að með stofnun fyrsta kvenfélagsins norður í Skaga- firði 1869 og með kvennaskólanum í Reykjavík 1874 hafi fyrstu angar kvenréttindahreyfingarinnar skotið rótum. Hér eins og annars staðar komu kröfur um aukna menntun kvenna fyrst fram, síðan kröfur um efnahagsleg réttindi, atvinnu og emb- ætti, kosningarétt og kjörgengi. ísinn var brotinn þegar ógiftar kon- ur og ekkjur sem áttu með sig sjálfar og greiddu útsvar fengu kosningarétt til sveitastjórna árið 1882. Frá þeim degi var það í raun tímaspursmál hvenær íslenskar konur myndu fá lagalegt jafnrétti. í Bandaríkjunum var þegar tekið að draga til tíðinda, þar fengu konur sem bjuggu í ríkinu Wyoming kosningatétt 1869 og í mor- mónaríkinu Utha 1870. Róðurinn hér á landi átti þó eftir að verða bæði langur og strangur líkt og annars staðar í Evrópu. Allan tímann frá því um 1880 og til 1915 var unnið að breytingum og endurbótum á sjórnarskránni sem ís- lendingar fengu 1874, en hægt gekk. Úti í Danmörku sat íhaldssöm stjórn sem engu vildi breyta og á meðan hvorki gekk né rak í sjálfstæðisbarátt- unni fengu konur litlar réttarbætur. Þær héldu málum sínum þó vel vak- andi, sendu áskoranir til þingmanna t.d. á Þingvallafundinn 1888 þegar 70 ísfirskar konur og 27 þingeyskar skor- uðu á fundarmenn að taka kvenrétt- indamálið upp á sína arma. 1891 sendu 244 þingeyskar konur áskorun til Alþingis um aukin réttindi kvenna og 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað, en það hafði meðal annars á stefnuskrá sinni kvenréttindi. Allan síðasta áratug 19. aldar bar mikið á kvenréttindakonum. Á Seyðisfirði hófu mæðgurnar Sigríður Þorsteins- dóttir og Ingibjörg Skaptadóttir út- gáfu blaðsins Framsóknar 1895 og í Reykjavík leit Kvennablað Bríetar Bjarnhéðinsdóttur dagsins ljós um svipað leyti. Hið íslenska kvenfélag gaf út ársrit undir ritstjórn Ólafíu Jóhannsdóttur í nokkur ár og árð 1900 kom út á íslensku ein af biblíum kvenréttindahreyfingarinnar, bók John Stuart Mill: Kúgun kvenna. Á Alþingi bar Skúli Thoroddsen fram frumvörp ár eftir ár um kjörgengi kvenna til sveitastjórna, um myndug- leika giftra kvenna og um kosningarétt kvenna til Alþingis, en ekkert gekk. • Einhvern tíma kemur sá tíini___ Tímamót urðu þegar íhaldstjórn féll í Danmörku 1901, þá loks komst hreyf- ing á mál íslendinga, þótt enn tæki nokkur ár að koma stjórnarskrármál- inu í höfn. í kvennréttindabaráttunni marka árin 1907 og 1908 þáttaskil, með stofnun Kvenréttindafélags ís- lands sem hafði það aðalmarkmið að berjast fyrir fullu jafnrétti kvenna og karla. Árið 1908 tóku gildi ný lög um bæjarstjórnir í Reykjavík og Hafnar- firði sem heimiluðu konum að bjóða sig fram. Konur í Reykjavík gripu til sinna ráða og buðu fram sérstakan kvennalista sem kom fjórum konum að. Aftur var boðið fram 1910 og síðan annað hvert ár fram til 1916. Þrisvar var boðið fram á Akureyri og einu sinni á Seyðisfirði. Konurnar vildu sýna og sanna að þær ættu erindi í stjórnmál, að þær vildu aukin réttindi og að þær myndu nýta þau. Framboðin til bæjarstjórna voru liður í baráttunni fyrir fullkomnu lagalegu jafnrétti. Ólafur Ólafsson Fríkirkjuprestur sem var einn þeirra karlmanna sem studdu kvenréttindi hvað dyggilegast skrifaði árið 1891: „Það á að koma og kemur einhvern tíma sá tími að konur sitja hjer á þingmannabekkjum og taka þátt í löggjöf lands og þjóðar, að konur sitji í dómarasætum, boða guðsorð, gegna læknisstörfum, kenna við skólana og rækja hver önnur störf, sem karl- mennirnir nú hafa einkarétt til að hafa með höndum.“ (Ólafur Ólafsson: Oln- bogabarnið, Rvík. 1891). Þegar sá tími loks kom sem Ólafur sá fyrir sér tók að bóla á andstöðu. Menn höfðu gert góðlátlegt grín að bröltinu í kvenfólkinu, eða brugðist við með afskiptaleysi, en þegar séð varð að samkvæmt lögum sem sam- þykkt voru 1911 gátu konur orðið prestar, læknar eða sýslumenn, fór brúnin að þyngjast á sumum. Alls konar rök komu fram gegn auknum réttindum kvenna, eins og þau að þ$r vildu þau ekki og sýndu þeim engan áhuga, þó að Alþingi hefði reyndar margsinnis borist áskoranir þúsunda kvenna. Allt var tínt til svo sem það hvað pólitík væri spillandi og myndi fara illa með konur, hvað þeim yrði erfitt að gegna sýslumannsembættum. kannski barnshafandi, menn gætu lent í bæjarstjórn með vinnukonunni og þar fram eftir götum. Einn ágætur karlmaður Stefán Daníelsson að nafni sá ástæðu til að skrifa stutta skáldsögu til að sýna hve kvenréttindin væru fánýt. Sagan heitir „Kvenréttindakon- ur“ og kom út árið 1912. Þar segir frá nokkrum konum sem eru að mennta sig, bjóða sig fram til sveitastjórna og tala á fundum. Þeim farnast öllum illa, þar til þær viðurkenna að þær eru best komnar i heilögu hjónabandi, með sleif í hönd, barn í fangi og allan metnað á bak og burt. Þróunin varð þó ekki stöðvuð. Úti í heirni lét kvenréttindahreyfingin æ meir til sín taka, stofnað var alþjóða- samband og hvert ríkið á fætur öðru veitti konum kosningarétt. Hér á landi áttu kvenréttindin fylgi að fagna með- al frjálslyndra afla, enda erfitt fyrir menn sem kröfðust sjálfstæðis og frelsis þjóðarinnar að ætla frelsið karl- mönnum einum. Þar kom árið 1915 að ný stjórnarskrá var staðfest af konungi og langþráð kvenréttindi fengust. 0 Nýr kraptur í þjóðfélags- starfseminni. Konur 19. aldarinnar höfðu mikla trú á lagasetningum og þær litu svo á að með því að öðlast jafnrétti að lögurn stæðu þeim allar dyr opnar. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði um þetta: „Þessi pólitísku réttindi sem margar konur voru þá ekki svo meðmæltar voru þó grundvöllurinn undir öllum öðrum framfaramálum kvenna.“ (Merkir íslendingar IV, Rvík. 1967). í augum Bríetar og eflaust annarra kvenna áttu konur hlutverki að gegna í þjóðfélaginu, jafnt í félagsmálum sem í stjórnmálum. Bríet skrifaði árið 1911: „Konur eiga að vera nýr kraptur í þjóðfélagsstarfseminni. Þær eiga að koma þangað með hreinni hvatir, sterkari siðgæðistilfinningu, meiri rnannúð og næmari skilning á þjóð- relagsmeinunum en karlmennirnir, sem orðnir eru þeim svo vanir að þeir sJá þau ekki.“ (Kvennablaðið 22. des. 1911). Þær konur sem beittu sér fyrir kvenréttindum hér á landi um og upp Ur aldamótunum síðustu voru fullar af réttlætiskennd, þær vildu hafa áhrif á samfélagið og vildu búa dætrum sínum eetri framtíð. Sumar þeirra höfðu aflað sér menntunar sem þær gátu l®past nýtt í starfi, aðrar þurftu að sjá sér farborða, allar vildu þær bæta hag kvenna og verða fullgildir borgarar í samfélaginu. Þessar sömu konur eeittu sér fyrir bindindisfélögum, líkn- ar' og kvenfélögum og þær stóðu að stofnun verkakvennafélagsins Fram- soknar og mörgum öðrum framfara- ’jj'álum. Þær voru ekki margar sem jögðu nótt við dag í þágu kvenréttinda- earáttunnar, en starf þeirra var rnikið, enda náðu þær settu marki árið 1915. En lagabreytingarnar dugðu Áammt. Það þurfti svo mörgu öðru að breyta að því fór svo að áhrif kvenna urðu harla lítil í stjórnmálum næstu áratugina. ® Hvar stöndum við nú? Hvað gerðist svo? Hvernig hafa ís- knskar konur nýtt réttindi sín þau 70 ar sem liðin eru frá því að þær fengu ^osningarétt og kjörgengi til alþingis? Áð sumu leyti vel, að öðru leyti •niður, er mitt svar. íslenskar konur hafa svo sannarlega mætt á kjörstað öjl þessi ár, en þær hafa ekki notað rétt sinn til að auka hlut kvenna í Sveitastjórnum eða á Alþingi fyrr en á aflra síðustu árum. Þær hafa eicki nýtt rétt sinn til að auka áhrif kvenna á akvarðanatöku og mótun samfélags- lns- Þær hafa valið störfum sínum ar>nan farveg, inni á heimilum, úti á v>nnumarkaðnum og í kvenfélögum Sem unnið hafa stórvirki í félags- og neilbrigðismálum. Þegar konur fengu kosningaréttinn 915 bundust þær samtökum um að reisa Landspítala sem eins konar jmnnisvarða fenginna réttinda. ís- enskar konur hafa verið þeirri hefð tr*lar að vinna í þágu mannúðar, til að raga úr þjóðfélagsmeinum, en þær Sprengjan Vald mitt er ógn við allt sem lifir á jörðu. Allt get ég rifið niður sem mennirnir gjörðu. Sérhverju lífi er mér gefið að granda. Þeir gáfu mér afl, sem lætur þá hætta að anda. Heimsku þjóðir, sem ætluðu dáðir að drýgja, dreifðu mér víða og hófu mig upp til skýja. Fólkið sem bað um miskunn frá himinsins hæðum, heimti mig þaðan með loganna eitruðu glæðum. Mennirnir tala fagurt um frið milli þjóða. Pá fer ég með leynd að tryggja auð þeirra og gróða. Svo æsist spilið, þá ólmast ég austur og vestur. Að endingu verð ég þeirra síðasti gestur. Sigfús Kristjánsson hafa ekki gert það í gegnum stjórn- kerfið sem gömlu kvenréttindakon- urnar börðust svo hart fyrir að opna konum. Við hljótum að spyrja okkur á þessum degi hvar við stöndum nú? Við vitum allar að þrátt fyrir lagalegt jafnrétti er langt í frá að konur sitji við sama borð og karlar á landi hér. Það er ekkert einfalt mál að breyta aldar- gömlum hefðum, verkaskiptingu og gildismati. Til að það takist þarf meira en lagabreytingar, það þarf markvissa baráttu, aðgerðir og hugarfarsbylt- ingu. Á þessu lokaári kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna er greinilegt að íslenskar konur eru fullar af krafti og hvers kyns góðum áformum og það gefur okkur von um betri framtíð. Við sem nú göngum um Austurvöll og önnur stræti lítum öðrum augum á hlutverk kvenna en konurnar gerðu 1915 og eflaust verður enn annað mat ríkjandi eftir nokkra áratugi. Konur eru ekki lengur þöglir áhorfendur, þær eru komnar út í þjóðlífið og vilja hafa áhrif á nútíð og framtíð. Þær vilja að störf þeirra verði metin að verðleik- um. Veröldin hefur áreiðanlega aldrei þurft eins mikið á konum að halda og nú til að auka mannúð og til að koma í veg fyrir að sköpunarverkið - lífið á jörðinni - verði grimmd, mengun eða helsprengjunni að bráð. Við höfum hlutverki að gegna og ef við stöndum saman getum við unnið kraftaverk. Þeirra er svo sannarlega þörf. # 36 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.