Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 16
SJAVARUTVEGUR SAMVINNUMANNA A ukin umsvif sam vinnuhreyf- ingarinnar í sjávarútvegi s Eftir Arna Benediktsson framkvæmda- stjóra Framleiðni sf. Samband OF ICELAND """ Árni Benediktsson er manna best kunnugur sjávarútvegi samvinnumanna, eins og fram kemur í því ítarlega erindi sem hér birtist. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Fram- leiðni sf. frá 1977 og formaður félags Sam- bands fiskframleiðenda frá stofnun þess 1968 og þar til á þessu ári. Einnig var hann framkvæmdastjóri Kirkjusands hf. í Ólafsvík 1963-1968, Hraðfrystihúss SÍS í Reykjavík 1969-1972 og Kirkjusands hf. í Reykjavík 1973-1977 - og hefur auk þess gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir samvinnumenn inn- an sjávarútvegsins. Samvinnan hefur beðið um til birtingar erindi, sem ég flutti í félagi áhugamanna um sam- vinnumál á s.l. vetri. Mér er ljúft og skylt að verða við þessari beiðni, en verð hins vegar að stytta erindið mjög í uppskrift, þar sem það var óhæfilega langt í upphafi. Öll hin sömu málsat- vik munu engu að síður koma fram, en sum í nokkru ágripsformi. 9 Einkafyrirtæki leita til samvinnuhreyfingarinnar. Guðmundur H. Garðarsson, blaða- fulltrúi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, er meðframsögumaður minn hér í kvöld. Ég sé á vali hans að gert er ráð fyrir að aukin umsvif samvinnu- hreyfingarinnar í sjávarútvegi komi á einhvern hátt niður á Sölumiðstöð- inni. Sennilega er það vegna þess að framleiðsla Sölumiðstöðvarhúsanna dróst saman á síðasta ári, en fram- leiðsla Sambandsfrystihúsanna hefur farið vaxandi. Það hefur verið reynt að tengja þetta saman á þann hátt að samvinnu- hreyfingin og þó sérstaklega Sam- bandið girnist mjög að kaupa fyrirtæki í sjávarútvegi og sé og hafi verið að gera það í stórum stíl. Það er rétt strax í upphafi máls að leiðrétta þennan misskilning. Þessu er einmitt þveröfugt farið. Fjölmörg einkafyrirtæki leitast við að selja Sam- bandinu og öðrum samvinnufélögum eignir sínar. Sjaldnast hafa þessi fyrir- tæki árangur af því erfiði. En nærvera blaðafulltrúa Sölumiðstöðvarinnar hér í kvöld gerir mér kleift að ræða opinskárra um þessi mál en ég hefði annars getað gert og býð ég hann velkominn á þennan fund. Á árinu 1984 kom ekki eitt einasta fyrirtæki í sjávarútvegi í viðskipti til 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.