Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 18
SJÁVARÚTVEGUR SAMVINNUMANNA Hcr á landi hafa samvinnufélögin yfirleitt tekið meiri þátt í atvinnustarf- semi en annars staðar þekkist. fyrirtækinu áður. í hinu tilvikinu, sem til greina gat komið að skoða, var ekki sú samstaða heimamanna, sem þarf að vera fyrir hendi til þess að sam- vinnufélag geti komið til aðstoðar. Það er ef til vill að breytast nú. Við hin fyrirtækin var ekki rætt. En til hvers vildu einkafyrirtækin selja? Þrjú þeirra hygg ég að hafi ætlað sér að bjarga sér frá gjaldþroti. Hin þrjú hygg ég að hafi ætlað að fjárfesta í einhverju arðbæru. Eitt Sölumiðstöðvarhús hætti rekstri á s.l. ári og hófu eigendur þess að byggja verslunarmiðstöð í staðinn. Ekki ætla ég að lá þeim það, síður en svo, en hins vegar er þetta veigamikill þáttur í því sem við erum að tala um hér í kvöld. Rétt er að taka fram að eigend- ur þessa húss leituðu ekki til sam- vinnufélags um kaup á eignum sínum, sem er þó það algengasta þegar svona stendur á. • Hugmyndafræði samvinnunnar. Eins og menn vita á samvinnuhreyf- ingin upphaf sitt í iðnbyltingunni. Iðnbyltingunni fylgdu miklir mögu- leikar um bættan efnahag. En jafn- framt benti allt til þess að í kjölfarið fylgdi meiri misskipting efnalegra gæða en áður höfðu þekkst. Ástæðu- laust er að fara nánar út í orsakir þess hér. En þetta varð til þess að margir leituðu nýrra leiða til skiptingar lífs- gæðanna. Ein þeirra leiða sem mönn- um sýndist fær var leið samvinnunnar. Sú leið að margir fjárvana menn tækju sig saman um rekstur og notuðu arðinn af rekstrinum til þess að byggja upp nauðsynlega rekstrarfjárstöðu. Þessi leið hefur reynst mjög vel fær í mörgum tilvikum og hefur orðið til réttlátari skiptingar en annars hefði orðið. Samvinnustarf gerir miklar kröfur um félagslegan þroska. Völd hvers félaga eru mjög lítil og áhrif hvers félags á þróun mála eru minni en margir vilja sætta sig við. En þannig hlýtur það jafnan að verða í samvinnu- félagi. Einn félagsmaður af þúsund eða tíu þúsund getur ekki búist við að hafa mikil persónuleg áhrif. Þess vegna eru það meginstraumar innan hvers félags sem ráða ferðinni. Og hver einstakur félagsmaður getur lagt sitt af mörkum til þess að hafa áhrif á hvert þessir meginstraumar liggja. Það hefur ekki alltaf mest áhrif sem sagt er á fundum innan félagsins. Oft hefur það ekki minna að segja sem félags- menn ræða sín á milli og koma síðan á framfæri við þá, sem falin hefur verið forysta hverju sinni. Hér á landi hafa samvinnufélögin yfirleitt tekið meiri þátt í atvinnustarf- semi en annars staðar þekkist. Þetta hefur ekki gerst vegna þess að ein- hverjir toppar hafi tekið ákvörðun um að svo skuli vera. Þetta hefur gerst vegna nauðsynjar félagsmanna á hverjum stað á hverjum tíma. Nauð- synjar, sem félagsmenn hafa vísað til síns félags að leysa í stað þess að bíða þess að aðrir kynnu hugsanlega að gera eitthvað til lausnar. Þessi nauð- syn varð til þess að samvinnuhreyfing- in tók meiri þátt í atvinnulífinu í heimskreppunni miklu en áður og þessi nauðsyn veldur því að samvinnu- hreyfingin beitir sér nú af fullum krafti í uppbyggingu sjávarútvegsins, þegar margir aðrir virðast vera að yfirgefa hann. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.