Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 19
• Uppbygging frystiiðnaðarins. Frystiiðnaðurinn er nú veigamesta grein fiskiðnaðarins, þó að margar aðrar greinar séu vissulega þýðingar- miklar. Uppbygging frystiiðnaðarins hófst fyrir nákvæmlega fimmtíu árum, eða í miðri kreppunni miklu. Einkaframtakið hafði löngu áður haslað sér völl við hagstæðustu skilyrðin í sjávarútvegi. Og í beinu framhaldi af því byggðist frystiiðnað- urinn þannig upp í meginatriðum að einkaaðilar byggðu frystihús þar sem skilyrði voru hagstæðari, en eftir því sem lengra dró frá hagstæðum skilyrð- um varð hlutur samvinnufélaganna stærri því að einnig þar þurfti fólkið atvinnu. Það er ekkert vafamál að hagstæðasta landssvæðið á þeim árum var vertíðarsvæðið frá Vestmanna- eyjum til Akraness. Hlutur samvinnu- hreyfingarinnar í uppbyggingu frysti- iðnaðarins á þessu svæði varð næsta lítill. Þó kom samvinnuhreyfingin til aðstoðar í hafnlausu bæjunum Stokks- eyri og Eyrarbakka og lagði fram fé til byggingar frystihúsanna þar. Löngu síðar byggði samvinnuhreyfingin frystihús í Þorlákshöfn jafnhliða upp- byggingu hafnarinnar þar. um 1960. Arið 1950 fékk Sambandið úthlutað lóð fyrir kjötiðnaðarstöð í Reykjavík. Það skilyrði fylgdi þeirri úthlutun að Sambandið keypti frystihús sem stóð á lóðinni, Kirkjusand hf. Árið 1956 keypti Kaupfélag Suðurnesja Hrað- frystihús Keflavíkur hf. Samvinnu- hreyfingin á því nú 3 af þeim rúmlega 40 frystihúsum sem eru á þessu svæði. Hins vegar átti samvinnuhreyfingin hlut að meirihluta þeirra frystihúsa sem byggð voru utan þessa svæðis, og oftast þeim mun stærri hlut sem að- stæður voru óhagstæðari. Nú er það svo að aðstæður breytast og mörg þeirra frystihúsa, sem í upphafi bjuggu við óhagstæð skilyrði, hafa nú hag- stæðan rekstur. Fiskimálanefnd átti mikinn þátt í uppbyggingu frystiiðnaðarins og vann þar gott starf. Fiskimálasjóður var í tengslum við nefndina og lánaði til bygginga frystihúsa. Sambandið hafði áður selt sjávarafurðir fyrir félags- menn sína og hélt því áfram eftir að frystur fiskur kom til sögunnar. Fiski- 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.