Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 32
Er sagan um fæðingu Bólu-Hjálmars hugarburður? var dóttir gömlu hjónanna á Hallandi, en Jón frá Brúum í Aðaldal og því sveitungur þeirra Jóns Benediktssonar og Marsibilar. Kann hún þessvegna að hafa leitað í Hallanda, hafi brottför hennar verið ákveðin skyndilega. Á bænum var auk hjónanna Margrét Jónsdóttir er hafði alist þar upp hjá foreldrum Ingunnar. Var hún 23 ára er Marsibil kom í heimsóknina frægu. Ekki var því ómegðinni fyrir að fara á þessum bæ og þurfti ekki þessvegna að bera barnið burt daginn eftir fæð- inguna, sé það rétt að svo hafi verið gert. # Farið framhjá þrem hreppstjórum En hvar kemur hreppstjóri við sögu? Marsibil Semingsdóttir hafði aldrei dvalist á Svalbarðsströnd og átti þar því enga sveitfesti, og ekki barnsfaðir hennar heldur. Hefur því ráðstöfun hennar og barnsins varla verið verk hreppstjóra þar, nema þeir hafi viljað hafa hraðan á að koma barninu útúr hreppnum, svo hreppurinn sæti ekki uppi með ómaga. Hreppstjórar á Svalbarðsströnd voru á þessum tíma þrír. Þeir voru Þorvaldur Oddsson á Veigastöðum, (Næsta bæ sunnan Hallands) Þórarinn í Sigluvík, (Bróðir Hallgríms í Miðvík) og Hrólfur Þórðarsson á Þór- isstöðum. Líklega hefur Þorvaldur á Veigastöðum þó verið fluttur úr sveit- inni, er þetta var. Hef ég ekki fengið staðfest að Þorvaldur yngri, sonur hans er tók við búinu, hafi einnig verið tekinn við hreppstjórastarfi. Hvergi er þess getið að þessir hreppstjórar hafi verið staddir að Hallanda um- ræddanótt, eða til kvaddir að morgni. Lögfræðingar hafa bent mér á að ekki hafi tíðkast hér á landi að bera börn nýfædd heim til hreppstjóra, ómagar voru boðnir upp á hreppsþing- um, en ráðstafað þess á milli með samkomulagi um meðgjöf. Nýfædd börn voru afar sjaldan skilin frá mæðr- um sínum, nema sérstaka nauðsyn bæri til. Hver gat sú nauðsyn verið á barnlausu heimilinu á Hallanda? Víst er að þau Hallandshjón voru engin illmenni. Á heimili þeirra dvöldu oft börn annarra, ekki síst bróðurbörn Jóns bónda, og eitt þeirra Jón Krist- jánsson ólst þar upp og gáfu þau Ingunn og Jón föðurbróðir hans hon- um jörðina og búið eftir sinn dag. Að Þorvaldi á Veigastöðum frá- gengnum, var Þórarinn í Sigluvík næsti hreppstjóri. Hann var sem áður segir bróðir bóndans í Miðvík og hefur því verið inálum kunnugur. Eðlilegast hefði því verið að leita til hans, ef blanda átti hreppstjóra í málið. Það var þó með vissu ekki gert, því þegar Margrét heldur á reifa- stranganum út ströndina, gengur hún fram hjá bænum í Sigluvík. Þá er aðeins Hrólfur á Þórarisstöðum eftir, en sá bær er skammt sunnanvið Miðvík. Þegar Margrét er komin að Dálkstöðum með barnið, á hún aðeins eftir að fara framhjá Gautsstöðum, hafi hún ætlað að Þórisstöðum. Og þarna er stutt milli bæja. Trúlega hefur konan borið barnið eftir vegin- um en hann lá á þessum tíma um hlaðið á Efri Dálkstöðum. Þegar hún er þangað komin, heldur hún ekki áfram spölinn útað Þórisstöðum, en fer útaf veginum og niður að Neðri Dálkstöðum. Hafi barnið þarfnast að- hlynningar skyndilega, lá beinast við að kveðja dyra á efra bænum. Vissulega voru hreppstjórar oft vel á verði, er ómagar voru annarsvegar, en þeir lögfróðu menn sem ég hef spurt töldu þó að hafi Margrét átt að bera barnið útúr sveitinni, hafi verið um óvenjulega harðýðgi að ræða. Um Þórarin hreppstjóra í Sigluvík segir í ummælum presta að hann hafi verið „hæglætismaður og góðmenni“ og Hrólfur á Þórisstöðum er sagður „rausnarmaður og með skynsamari mönnum á sinni tíð“. Þessir menn eru mjög fjarri því að vera þekktir að harðýðgi. Hver fyrirskipaði þá að barnið skyldi tekið frá móður sinni nýfætt og borið í burtu, hafi slík skipun verið gefin? • Var Hjálmar borinn til föður síns? Fátt verður um svör við slíkri spurn- ingu nú, en kannski er rétt að líta á málið frá öðru sjónarhorni. Þann 31. ágúst árið 1798 giftist Jón Benedikts- son faðir Hjálmars Valgerði Jónsdótt- ur heimasætu á Neðri Dálkstöðum. Enginn veit nú hvað á undan gerðist, en óneitanlega var Valgerður á Dálk- stöðum álitlegra gjaforð en fátæk vinnukona. Og Jón Benediktsson var myndarmaður og víst að konum leist á hann. Var kannski skyndileg brott- för Marsibilar til komin vegna kunn- ingsskapar þeirra Jóns og Valgerðar? Og hversvegna fór hún í Halland? Ég fæ ekki betur séð, en Ingunn á Hall- andi hafi verið bróðurdóttir Sigríðar á Dálkstöðum. Verður þá skiljanlegra hversvegna Margrét bar drenginn þangað. Sigríður á Neðri Dálkstöðum var ekkja og 65 ára gömul, er Hjálmar Jónsson bar að hennar dyrum. Hún var því varla sú kona er líklegust var til að taka að sér vegalaust ungbarn, sér óvandabundið. Og slíkt gerði hún ekki nema þetta eina sinn. Sem áður segir finnst Jón Bene- diktsson ekki í manntali árið 1797 og ekki heldur árið eftir er hann þó giftir sig. Hann er fyrst skráður á Dálkstöð- um árið 1799 og þá sem lausamaður, en þó er nokkuð víst að hann var þar viðloðandi árið áður. Hefur hann, eins og titill hans bendir til, ekki verið vistráðinn þar og þessvegna ekki skráður. Hann gæti því allteins verið kominn þangað fyrr. Og nú vaknar spurningin: Var Jón Benediktsson kannski á Neðri Dálksstöðum, er Hjálmar sonur hans er færður þangað nýfæddur? Eða var ráðahagur þeirra Valgerðar kannski ákveðinn þá þegar, þótt giftingin hafi dregist, ef til vill m.a. vegna barneignar Jóns? Hafi svo verið, fer allt málið að verða skiljan- legra. Sagan um afskipti hreppstjóra hefur þá aldrei verið annað en síðari tíma hugarburður Hjálmars, til kom- inn í löngu stríði hans við yfirvöldin. Þess má geta að 1798 er Hjálmar Jónsson skráður fósturbarn á Dálk- stöðum, en ekki tökubarn sem venja var um ómagabörn hjá vandalausuni- Hjálmar Jónsson bar alla tíð mikið lof á Sigríði fóstru sína og uppeldi sitt á hennar bæ. Víst er og að það var aldrei farið með hann sem niðursetn- ing. Sonur Sigríðar var Jóhann Jónsson, er tók við búinu eftir móður sína. Jóhann var frægur tréskurðar- maður, svo og Oddur bróðir hans, er látinn var er þessi saga hefst. Ljóst er því hvar Hjálmar hefur numið þá iðju sem hann hefur verið kunnastur fyrir að ritstörfum frátöldum. # 32

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.