Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 30
Er sagan um fæðingu Bólu-Hjálmars hugarburður? snemma í vistir og var vinnukona á ýmsum bæjum í Reykjadal eða ná- grenni. Árið 1790 var hún á Skriðu- landi, en næstu tvö árin að Sílalæk í Aðaldal. Árið 1795 er hún svo komin til Hallgríms og Ragnhildar í Miðvík, þar sem Jón Benediktsson er fyrir og þá búinn að vera í sömu vistinni næstliðin fimm ár. # Hefur ekki svo gott orð á sér.. Hallgrímur í Miðvík bjó áður á eignar- jörð sinni Rauðuskriðu í Aðaldal, en fluttist að Miðvík vorið 1792 og kom Jón vinnumaður þá með honum að austan; hafði verið í þrjú ár vinnumað- ur í Rauðuskriðu hjá Hallgrími. Marsibil er komin í Miðvík árið 1795 og hefur trúlega komið þangað árið áður. Miðvíkurhjónin hafa án efa þekkt öll deili á þessum hjúum sínum er þau réðust til vistar hjá þeim og vitað að þau voru gagnlegt vinnufólk. Þá hafði Guðbjörg systir Marsibilar verið til heimilis í Miðvík frá vori 1792 til vors 1793, en hún varð síðar húsfreyja að Uppsölum í Blönduhlíð í Skagafirði og tengdamóðir Bólu- Hjálmars. Mun meira er vitað um ævi og sögu Guðbjargar, en Marsibilar systur hennar, enda kemur hún öllu meira við sögu Hjálmars síðar á ævi hans. Ljóst er að hafi þær systur verið líkar, sem vera má þótt örlög þeirra væru um sumt ósvipuð, hefur móðir Hjálm- ars verið dugandi vinnukona, þótt ekki fái hún svo loflega dóma hjá sóknarprestinum og Jón barnsfaðir hennar. Sumstaðar fær hún þann dóm að vera „ekki vel af sér“ eða „hefur ekki svo gott orð á sér“ eins og presturinn sagði um hana árið sem hún var í Miðvík. Kann áðurgreind barneign hennar í lausaleik að valda þarna nokkru um, því harðara var tekið á slíkum brotum hjá konum en körlum. T.d. virðist sams konar brot Jóns ekki skaða hans vitnisburð. Þá má vera að Marsibil hafi þótt nokkuð ör í lund, eins og a.m.k. sumt ættfólk hennar, og ef til vill skapstirð. Er vel hægt að geta sér þess til að Hjálmar sonur hennar hafi erft skapsmuni sína þaðan, því nokkuð er víst að ekki hafði hann þá úr föðurættinni. Ekki er mér fyllilega ljóst hver varð saga Marsibilar eftir fæðingu Hjálmars sonar hennar, en hún mun hafa ílenst í Þingeyjarsýslu og þar átti hún afkom- endur. Voru sumir þeirra í norðursýsl- unni, m.a. að Klifshaga í Axarfirði. Þaðan var t.d. Benjamín Sigvaldason fræðimaður og rithöfundur sem var kominn útaf Marsibil. Síðar barst Marsibil þó til Skagafjarðar, þar sem Hjálmar sonur hennar bjó og einnig Guðbjörg systir hennar. Lést hún í Djúpadal hjá Eiríki bónda árið 1843 og hafði þá verið á hreppsframfæri um skeið. Ljóst er að árið 1795 voru þau Jón og Marsibil bæði vistráðin að Miðvík og hefur sú vistráðning trúlega gilt til vors 1796, að þeirrar tíðar venju. Og það vor hljóta þau að hafa farið þaðan, því Hallgrímur hætti þá bú- skap í Miðvík og flutti burt. Ekki er kunnugt um heimilisfang þeirra Jóns og Marsibilar árið sem Hjálmar sonur þeirra fæddist árið 1796, eftir að vist þeirra í Miðvík lauk. Af ýmsu má þó ætla að ekki hafi þau farið langt. Má helst gera ráð fyrir að þau hafi dvalið á Svalbarðsströnd, eða næsta nágrenni. • Hvenær var Hjálmar fæddur? Ekki er með neinni vissu vitað hvenær árs Hjálmar Jónsson var í heiminn borinn, og óvíst að hann hafi vitað það sjálfur. 1 kirkjubók er nafn hans innfært næst á eftir nafni barns er fætt var 6. febr. 1797, en framanvið nafn Hjálmars stendur ártalið 1796. í hús- vitjunarbók er Hjálmar Jónsson skráður fyrst 1797 og þá talinn eins árs. Ekki segir þetta þó mikið, því barn fætt haustið 1796 er í sömu bókinni talið eins árs, en bókin færð snemma á nýbyrjuðu ári. Tíðarfar var hart þetta ár norðanlands, svo ekki verður ráðið af veðurlýsingu hvenær atburðurinn gerðist, nema ekki hefur það verið að sumarlagi. Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð- ur taldi líklegast að Hjálmar væri fæddur að hausti 1796 og benti á 29. sept. sem líklegan fæðingardag. Leiddi hann þar til vitnis vísur sem Hjálmar orti, þar sem hann skemmti sér við að reikna út aldur sinn. En óljóst er hvenær vísur þessar voru ortar og ekki virtist höfundur alltof viss um fæðingarár sitt, hvað þá um fæðingardag. Víst er að hann taldi sig stundum eldri en hann var í raun og veru. ( í vísum þessum telur Hjálmar dagana sem hann hefur lifað er vísurn- ar voru ortar). Þessi dagsetning dr. Jóns mun þó eitthvað hafa verið notuð opinberlega, sem réttur fæðingardag- ur. Sé þessi dagsetning rétt, sem draga verður í efa, er ekki vitað hvar Marsibil hefur dvalið frá því hún yfirgaf Miðvíkurheimilið um vorið og þartil hún kveður dyra á Hallandi. En varla hefur hún verið á flækingi eins og hún var á sig komin. Hafi hún ekki verið vistráðin, og þarfnast ásjár og aðstoðar einhverra, lá beinast við að leita á náðir ættingja sinna í Reykjadalnum. Finnur Sig- mundsson fyrrv. Landsbókavörður gat þess til í æviágripi sínu er fylgdi kvæðasafni Hjálmars í útgáfu hans árið 1960, að Marsibil hafi ætlað til Akureyrar á fund systur sinnar er þar var vinnukona. Hefur þá erindi henn- ar í Halland verið að fá ferju yfir fjörðinn. Ekki verður slíkt útilokað, en undarlegt er þetta ferðalag eigi að síður. Líklegt má telja að konan hefði verið fyrr á ferð, hafi Akureyrardvöl verið fyrirhuguð. Eins er vandséð hve betur hún yrði sett á Akureyri, eins og bærinn var þá, þar sem hún átti sveitfesti í Þingeyjarsýslu og systir hennar á Akureyri aðeins vinnukona í einhverju húsi. Mér sýmst öllu líklegra að fæðingu Hjálmars hafi borið að fyrripart árs. Til þess bendir m.a. færslan í kirkju- bókinni. Þó ártalið sé leiðrétt; trúlega gleymst að færa hann inn árið áður. Fyrst og fremst tel ég þó marktæka þá staðreynd að hann er fermdur vorið 1809 og hlýtur þá að vera orðinn 14 ára þá, þar sem ekki var leyfilegt að ferma yngri börn. Þess má og geta að sami prestur skýrði Hjálmar og fermdi, og ætti því að hafa vitað réttan aldur hans. • Er þjóðsagan komin frá Hjálmari sjálfum? Sé þetta rétt, er trúlegast að Marsibil hafi komið frá Miðvík er hún baðst gistingar á Hallandi. Hvaða atburðir lágu til þess að vinnukona í Miðvík í Grítubakkahreppi kom að bænum Hallandi sunnarlega á Svalbarðs- 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.