Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 42
Oblátan „Hlustaðu á lagsi!“ Wasinski hnippti í mig. Pschorrn sagði: „Þið takið hér við vörunni og flytjið uppí Albrecht-stræti, ekki lengra. Búið um hana í tólf litlum pökkum, það þýðir þið þurfið að fara sex ferðir. Ef allt gengur vel förum við eins að á morgun. Skiljið þið?“ „Já,“ sagði Wasinski. „Hvað segir þú?“ spurði hann mig. „Allt í lagi,“ sagði ég, þó vissi ég ekki um hvað var að ræða eða hvað var í pökkunum sem við áttum að flytja. Wasinski hafði pantað tvo bjóra. Við tæmdum glösin og gengum út. Útifyrir dyrunum sáum við fjóra eða fimm bíla koma niður götuna frá járnbrautarstöðinni. Þeir voru mjólk- urhvítir, klunnalegir: lögreglubílar hersins. Wasinski þreif í mig, hopaði á hæli og sagði: „Hlauptu.“ Þarmeð tók hann á sprettinn. Ég hljóp líka, í aðra átt, eins hratt og ég gat. Wasinski hljóp að húsarústunum, ég hljóp niður götuna. Ég leit ekki um öxl, hljóp bara, hljóp. Ég lagði höndina á brjóst- vasann og fann fyrir nistinu. Frelsi mitt var í hættu, þessvegna hljóp ég. Oblátunni varð ég að bjarga, þess- vegna hljóp ég. Þeir komu á eftir mér. Sírenurnar vældu. Gatan kvíslaðist í tvær götur sem lágu í hálfhring. í hringnum miðjum stóð kirkja. Við mér blöstu gráleitir veggir, og svart op anddyris- ins. Ég hljóp þvert yfir götuna. Éinn bíllinn straukst nærri því við mig, en ég slapp innum anddyrið. Kirkjan var hálfhrunin. Fjórir veggir, yfir þeim næturhimin- inn. Ég hrasaði um hnullunga á gólfinu, rakst á steinblakkir og súlur, steyptist oní skurð. Ljósgeislar frá rafmagnsluktum þeirra skáru húm- ið yfir höfði mér. Raddir hrópuðu: „Stattu kyrr!“ Bergmálið var mikið. Ég hafði skorist á kinninni. Blóðið rann niðrí hálsmálið á skyrtunni. í flýti tók ég dósina uppúr vasanum og stakk henni undir stein. Svo gekk ég til þeirra. Þeir drógu mig út og settu mig inn í einn af bílunum. Við ókum aftur til leigubílastöðvarinnar. Hún var um- kringd af lögreglumönnum. Hópur manna, meðal þeirra nokkur kunnug andlit, Pschorrn, Kremer, Ríkkarð, en ekki Wasinski. Þeir færðu okkur á lögreglustöð 14 og yfirheyrslurnar byrjuðu, leiðinda spurningar, drunga- leg svör. Lögreglumennirnir drukku kaffi úr þykkum postulínsbollum. Þeir flettu umbúðum utanaf brauðhnúðum og lögðu lifrarpylsu oná þá. Ef ég losna, hugsaði ég, ætla ég að A ljósmynda- sýningu í Hamragörðum Eitt af því, sem hvað mesta athygli vakti á aldarafmæli Jónasar Jónssonar frá Hriflu 1. maí síðastliðinn, var Ijósmyndasýning sem haldin var í Hamragörðum. A þeirri sýningu var þessi svipmynd tekin, en á henni eru forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir og Gerður Steinþórsdóttir, dótturdótt- ir Jónasar. Þær blaða í há- tíðarhefti Samvinnunnar, sem kom út á afmælisdag- inn. (Ljósm.: Kristján Pétur Guðnason). 42

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.