Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 43
hætta þessu lífi og byrja nýtt. En ég vissi líka að svona áicvarðanir entust ekki lengi. Þeir slepptu mér. Afhverju veit ég ekki. Eftir allar spurningar þeirra og svör mín hafði ég ekki búist við að verða sleppt. „Þér getið farið,“ sagði rannsóknar- lögreglan. Mig langaði til að spyrja hann, „Hvert“, en gerði það ekki og gekk hratt til dyra. Hinir þögðu, Ríkkarð einn kallaði á eftir mér: „Gangi þér vel.“ „Sömuleiðis.“ Eg gekk útúr byggingunni, niður þrepin, stóð á götunni. Það var sunnudagsmorgunn.Fáir bílar á ferli. Sporvagnarnir voru næstum tómir. Himinninn var blár, heiðskír og svalur. Mér veitti ekki af að þvo mér og raka, og bursta skóna, en ég vildi ekki fara heim í herbergið. Fyrst þurfti ég að finna aftur kirkjuna. Ég gekk útá Florinstræti því ég þekkti leiðina þaðan. Ég gekk framhjá bílstjórakránni. Þarna skiptist gatan, í hringnum stóð kirkjan. I dagsbirtu duldist það ekki að hún var í rúst. Ég sótti litlu dósina niðrí skurðinn, klifraði upp aftur og að baki kirkjunni kom ég inn í hverfi sem ég þekkti ekki neitt. Svartklædd kona með göngustaf og lítinn peking- hund kom á móti mér. Ég spurði hvar næsta kirkja væri, óskemmd kirkja. „Nú, vissuð þér ekki að Kirkja heilags Jóhannesar varð fyrir sprengju?“ „Nei, ég vissi það ekki.“ „Þér eruð þá aðkomumaður.“ „Já, ég er aðkomumaður.“ „Og nýkominn?“ „Já, rétt nýkominn.“ Hún horfði rannsakandi á mig og sagði: „Sjáum til: Þér gangið einfald- lega áfram eftir þessari götu og farið síðan fjórðu þvergötu til hægri, og svo ~ því læturðu svona Fífí? - gangið þér tvö hundruð metra til viðbótar, þar er hún - Fífí, komdu hingað." Ég sagði: „takk fyrir“ til að hindra frekari útskýringar. Hún þreif í mig og sagöi: „Þér hljótið að rata. Kirkjan sést langt að. Það er Kirkja hins heilaga hjarta Jesúss.“ Hún setti stút á munninn þegar hún talaði. Ég hvatti sporið. Til hægri og til vinstri voru einbýlishús með görðum. Lökkuð garðshlið með emelleruðum- eða látúnsskiltum. For- stjóranöfn og amerískra liðsforingja. Á öðrum skiltum stóð: „Achtung vor dem Hund“ og „Beware of the dog.“ ■ ^ g kom að fjórðu götunni. Ég l-H gekk fyrir hornið og sá I v kirkjuna. Voldug framhlið hennar lokaði götunni. Þegar ég gekk upp þrepin voru kirkjudyrnar opnaðar. Sálmur var leikinn á orgel, og svo virtist sem hann ræki fólkið sem í kirkjunni var, til dyra. Það raðaði sér upp. Skrúðganga. Fremst fóru stúlkur í hvítum kjólum, með slegið hár. Þær stungu hendi niðrí litla körfu og stráðu frá sér rósablöðum og baldursbrám og korn- blómum. Ungir drengir komu á eftir stúlkunum, í bláum fötum, skyrtuháls- málið opið og flibbinn brettur yfir jakkakragann, hár þeirra blautt af vatni vandlega skipt í miðju. Þyrping af nunnum drúptu höfði. Munkar saman í hóp. Þá kom kórinn, karlar og konur, sem sungu fagurlega við undirleik orgelsins. Altarissveinar í rauðum hempum og kyrtlum lögðum knipplingum veifuðu - eins og ég hafði forðum gert - gullnum kerum sem sendu frá sér reykelsisský. Nú var tjaldhiminn borinn útum anddyrið. Silkið var skreytt eðalsteinum. Vind- urinn bærði silkið. Undir himninum gengu þrír prestar, sá í miðið bar oblátubuðk. í gullnu geislakerfi, greyptu í silfurlitan hálfmána, oblát- an. Ósjálfrátt féll ég á hné. Skrúðgang- an fór hjá. Þau sungu, báðu, muldr- uðu. Skór trömpuðu á mér. Olnbogar rákust í mig. Hempufaldar og kyrtlar sem lyktuðu af mölpillum, strukust við mig. Ég hataði þessa skrúðgöngu. Þeir sem gengu þarna komu mér ekkert við. Rósemi þeirra var svo mikil, ég var svo eirðarlaus. Söngur þeirra var mér framandi, auðmjúkt augnaráðið og tilbúinn helgisvipurinn. Ég gekk á burt eins og útúr lögreglustöðinni, til þess að vera einn með sjálfum mér. En var ég í raun og veru einn? Ég átti oblátuna. Hana vildi ég ekki missa í eirðarleysi lífs míns. ▲ Ósjálfrátt féll ég á kné. Skrúðgangan fór hjá. Þau sungu, báðu, muldruðu... 43

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.