Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 38
Smásaga eftir Hans Bender: Þýðing: Erlingur E. Halldórsson En hvar var kirkja? I fjögur ár hafði ég búið þarna í borginni, en ég þekkti enga kirkju. Oblátan Afhverju hafði ekki einhver annar fundið hana? Afhverju þurfti það að vera ég sem þekki gildi hennar og hef löngu snúið baki við öllum svoleiðis hlutum? Hvernig átti ég að vita hvað var í litlu dósinni? Ég bjóst við hún geymdi peninga, að dósin hefði hrotið úr veski einhverrar matrósunnar sem falar sig hér á götunni. Ég reyndi að giska á verðgildi peninganna, stansaði, litað- ist um til að gá hvort einhver fylgdist með mér, beygði mig snarlega niður, greip hana upp og stakk í vasann. Ég fann hana umþaðbil hundrað metra frá blómabúð. Sýningarglugg- inn var uppljómaður. Það voru orkídeur handan við rúðuna, kamelí- ur og undarleg blóm sem ég vissi ekki hvað hétu. í skærri birtunni frá glugg- anum tók ég hana úr vasanum, kæru- leysislega, umhugsunarlaust, eins og maður tekur upp sígarettupakka. Hún var úr gulli. Kross var grafinn í hana, hár, grannur, og láréttu armarnir stungust gegnum fiskamyndir. Ég opnaði dósina og sá oblátuna. Hafi maður einhvern tíma trúað að Kristur væri fólginn í þessu - það greip mig ótti, ég lokaði dósinni og hélt henni í lófanum, þorði ekki að stinga henni í vasann aftur. Henni sæmdi ekki að vera innanum kveikjara, lykla og óhreinan vasaklút. Ég vissi að prestar báru svona nisti um hálsinn, í silki- hulstri, hangandi í purpurafesti. Á stakknum mínum vinstramegin var brjóstvasi - í hjartastað, hugsaði ég, þar vildi ég geyma hana. Meðal blómanna og jurtanna hand- an rúðunnar birtist karlmannsandlit. Það. var með gleraugu, ljósbrotið í glerjunum myndaði skýra hálfmána. Hann teygði handlegginn inní lauf- skrúðið, haldandi á skærum í hendinni og klippti sundur stilk á kamelíu. Blómið féll í áttina að rúðunni þarsem ég stóð. Ég tók til fótanna. Eiginlega ætlaði ég að fara til hægri, eftir götunni sem liggur að járnbrautarstöðinni. En ég fór til vinstri, ánþess að hugsa mig um, afþví ég fór hérna einlægt til vinstri, afþví mér fannst einhvernveginn að ég ætti heima í þessari götu. Nöturleg gata, eins og veröldin. Hægramegin voru fjögur eða fimm hús með verslun- um, vínkrá með bar á annarri hæð. Síðan tóku við rústir allt til enda götunnar. í rústunum miðjum stakur blaðsöluskúr. Elísa, konan sem átti skúrinn, var þar yfirleitt um nætur og ef maður bankaði þrisvar var hún vön að opna. Ég gat tæplega farið þangað. Ég var með oblátuna. Ég þurfti að finna kirkju og prestshús og afhenda prest- inum nistið með oblátunni. En hvar var kirkja? Ég vissi ekki af neinni. í fjögur ár hafði ég búið þarna í borginni, en ég þekkti enga kirkju. Ég var stríðsfangi, og þegar ég kom heim voru allir ættingjar mínir horfnir. Svo það skipti litlu máli hvar ég var. Borg var betri en þorp. Milljón íbúar voru eins og milljón möguleikar, hugs- aði ég. Og fyrir ungan mann sem vílaði ekki allt fyrir sér, var ekki svo erfitt að ná sér í peninga. Hinsvegar var erfitt að fá herbergi í þessari borg. í þrjá mánuði leitaði ég. Mér bauðst næturgisting í setustofu ásamt öðrum manni. Þar ætlaði ég að búa um stundarsakir. Ég bý þar enn þann dag í dag. Ef til vill er það húsnæðinu að kenna að ég hef búið fjögur ár í borg án þess að kynnast neinni kirkju, að ég ráfa á milli skemmtistaðanna nótt eftir nótt. Það má sofa þar, en þar er ekkert næði, enginn vegur að líta í bók eða læra útlent tungumál. Wasin- ski, herbergisfélagi minn, svaf í sófan- um, en fletið mitt var fjaðrarúm með þremur þunnum dýnum; hann var úti allar nætur. Kom undir morgun, reykti eina sígarettu, sneri sér til veggjar og 38

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.