Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 45
vann um tíma hjá þýska samvinnu- sambandinu í Hamborg. Hann varð deildarstjóri í Iðnaðardeild árið 1959, °g framkvæmdastjóri Jötuns hf. varð hann 1976. Við núverandi starfi sínu Sem framkvæmdastjóri Hamborgar- skrifstofu tók hann 1981. Steinar er kvæntur Önnu Þóru Baldursdóttur og e'ga þau þrjú börn. Gylfi Sigurjónsson er fæddur 13. nars 1936 í Reykjavík. Hann Iauk verslunarprófi frá Verslunarskóla ís- jands 1954, en hóf störf hjá Samband- mu 1956 að Ioknu framhaldsnámi í Bretlandi. Hann starfaði í Búvöru- ^eild til 1963, á skrifstofu Sambands- lns 1 London 1963-66, og sem deildar- stjóri í Sjávarafurðadeild 1966-76. Hann var framkvæmdastjóri Ham- horgarskrifstofu 1976-81, en hefur verið framkvæmdastjóri Jötuns frá 1981. Gylfi er kvæntur Valgerði Ólafs- ^óttur og eiga þau tvö börn. Tómas Óli Jónsson er fæddur 20. ágúst 1948 á Siglufirði. Hann út- skrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1974, stundaði fram- haldsnám við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn 1974-77 og starfaði í ^kipulags- og fræðsludeild Sambands- ins 1977—81. Hann var fulltrúi fram- kvæmdastjóra Véladeildar 1982-83, ^orstöðumaður Bifreiðadeildar 1983- t«mas Óli Jónsson. 84, og frá því í júní 1984 hefur hann verið framkvæmdastjóri Bílvangs sf. Tómas er kvæntur Matthildi Helga- dóttur og eiga þau tvö börn. Þá verður sú breyting á starfsemi Hamborgarskrifstofu frá og með næstu áramótum að þar mun hafa aðsetur sérstakur sölustjóri á vegum Sjávarafurðadeildar Sambandsins. Mun hann annast sölu sjávarafurða á markaðssvæði Hamborgarskrifstofu, en hún hefur um langt skeið séð um sölu á frystum fiski og öðrum sjávar- afurðum í Vestur-Þýskalandi og nær- liggjandi markaðslöndum. Það er Helgi Sigurðsson sem mun gegna þessu starfi, en hann er fæddur í Reykjavík 5. jan. 1941, útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1960, starfaði síð- an hjá Iðnaðardeild Sambandsins til 1964, í Launabókhaldi þess til 1971 og á Hamborgarskrifstofu til 1972. Árin 1972-83 var Helgi við störf í Samvinnu- bankanum, en síðast liðin tvö ár hefur hann starfað á Hamborgarskrifstof- unni. Og Ioks samþykkti stjórn Iceland Seafood Corporation á fundi sínum 27. ágúst s.l. að ráða Eystein Helgason sem eftirmann Guðjóns B. Ólafssonar sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en Guðjón mun flytja til íslands síðari hluta næsta árs og taka við forstjóra- Gylfi Sigurjónsson. starfi Sambandsins frá og með 1. janúar1987. Iceland Seafood Corporation er sölufélag Sambandsins og frystihúsa innan þess. Fyrirtækið er staðsett í Camp Hill í Pennsylvaníuríki í Banda- ríkjunum og rekur fiskréttaverk- smiðju og annast umfangsmikla sölu- starfsemi á frystum sjávarafurðum. Hjá Iceland Seafood Corporation starfa um 400 manns. Ársvelta fyrir- tækisins var 120 millj. Bandaríkjadala á s.l. ári. Eysteinn Helgason er fæddur 24. september 1948. Hann lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1973. Starfaði hjá Sölustofnun lagmet- is frá 1973-1977, fyrst sem sölustjóri og síðan annar tveggja framkvæmda- stjóra. Tók við framkvæmdastjóra- starfi Samvinnuferða hf. í október 1977 og Samvinnuferða-Landsýnar hf. í desember 1978. Síðustu 18 mánuðina hefur Eysteinn starfað í Bandaríkjun- um og unnið þar að sérstökum verk- efnum á sviði markaðsathugana fyrir Sambandið og Iceland Seafood Corp- oration. Eysteinn Helgason er kvænt- ur Kristínu Rútsdóttur og eiga þau þrjú börn. Eysteinn Helgason mun í vetur starfa í Sjávarafurðadeild Sambands- ins. ▲ Eysteinn Helgason.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.