Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 41
leitum á. Ef hún finnst ekki hér hefur einhver stolið henni.“ „Þú þarft enga púðurdós.“ „Ertu að slá mér gullhamra?“ „Vera má.“ „Á ég að segja þér dáldið,“ sagði hún snögglega, „þú kemur upp með mér. Við skulum dansa, og á meðan ætla ég að gá hvort William —“ „Nei, ég get það ekki. Hef ekki tíma. Wasinski bíður.“ „Nú, hann.“ Hún dró mig á handleggnum inní anddyrið, upp kámugan timburstigann. Á gólfinu voru fjölda mörg pör að dansa, þétt saman. Bandið spilaði búggí-vúggí. „Ó, búggí!“ hvein í Birgitte. „Já, búggí“, sagði ég. Taktur lagsins tók mig tökum. Stundum næ ég mér í máltíð með því að dansa. Pegar lítið er að gera á kvöldin leyfir veitinga- maðurinn mér að drekka gratís og í eldhúsinu fæ ég rifjasteik eftir mið- nætti, ef ég er nógu iðinn að dansa við pæurnar. Eg hef dansað nóttina á enda við dömur sem mér var sama um. Nú var ég að dansa við Birgitte. Ég gleymdi oblátunni. í dansinum gleymir maður öllu. Nælonsólarnir ryðja burt öllum hindrunum. Og Birgitte dansaði vel. Hún ljómaði. Ég trukkaði hana. „Hvað ertu með þarna?“ sagði hún. „Hvar?“ Hún þreifaði á brjóstvasanum: „Hérna.“ „Ekkert." „Láttu mig fá hana, bófinn þinn." „Hvað gengur að þér, Birgitte, ég skil ekki...“ „Þetta er púðurdósin mín, bófinn þinn, ómerkilegi, skitni bófi.“ Hún vildi rífa vasann. Talan slitnaði af. Ég ýtti henni frá mér og olnbogaði mig til dyra. Birgitte æpti: „Stöðvið hann! Þjófur! Þjófur!“ Þeir hentu sér á mig. Þessi sterti- menni, þessir laumugosar, klæddir silkiskyrtum, marglitum sokkum og gabberdínbuxum, miklir bölvaðir ruddar gátu þeir verið. Ég fékk spark 1 kviðinn, þeir börðu mig í andlitið. Ég varði mig einsog ég gat ánþess að sleppa hendi af brjóstvasanum. Það v°ru þarna tveir strákar sem komu tttér til hjálpar, svo bættist Wasinski í hópinn. Okkur tókst að brjótast til dyra. Útá götu spurði Wasinski: „Hvað hljóp í þig?“ „Afbrýðisemi,“ sagði ég, „einber afbrýðisemi.“ „Ljóti asninn“ „Bölvaður asni.“ „Veistu hvað klukkan er?“ „Nei.“ „Hún er ellefu. Ég sagði þér að koma þá, manstu það ekki?“ „En ég sagði þér að „Þú átt um tvo kosti að velja: annaðhvort svona tæfu eða starf." „Allt í lagi - ég kem.“ Við gengum niður götuna hægra- megin að krá leigubílstjóranna. Bílar stóðu við innganginn. Inní kránni voru bílstjórarnir í regnkápum og leðurjökkum, holdugt andlit Blasch- kes bakvið skenkinn. Við borð rétt hjá fyrirhenginu sátu Pschorrn, Krem- er og Ríkkarð. Pschorrn sagði: „Svo það, þið eruð þá mættir!“ Kremer sagði: „Jæja! kallarnir!“ Ríkkarð sagði: „Þú ert blóðugur í andlitinu.“ Ég sagði: „Smáslys - kvenmaður, þið skiljið.“ Það nægði þeim. Við settumst, Ríkkarð rétti Lucky Strike pakka yfir borðið. Pschorrn laut að Wasinski og hvíslaði í eyra hans. Bílstjórarnir voru léttir í skapi. Þarna var líka sá sem þeir nefndu „Lohengrin“, fallerað- ur óperusöngvari. Þegar hann var kenndur minntist hann fornrar frægðar. Hann hóf glasið á loft og söng klökkri mjórödd: „í fjarlægu landi, leiðin íngum kunn, rís kastalinn mikli, sem Monsalvat heitir Hann söng ekki illa. Maður hreifst af honum, hvort sem manni líkaði betur eða verr. Allur ys hljóðnaði í kránni; félagar hans bentu á hann með þum- alfingri og sögðu við aðkomumenn: „Lohengrin.“ Hann söng aldrei meira en þessar fáu línur, þá þagnaði hann og hvolfdi i sig úr staupinu. Stund- um bar til að einhver hrópaði til hans: „Syngdu eitthvað skemmtilegt. Fallega slagara.“ Þá blés hann út kinnarnar, púaði og sagði: „Pu, ótót- legan slagara. Lo-hen-grin. Vitið þið hver ég er? Ég söng Lo-hen-grin í Zurich, í Elberfeld, í Meiningen, í Kiel.“ Og hann hóf aftur upp röddina: „í fjarlægu landi Allur ys hljóðnaði á kránni; félagar hans bentu á hann með þumalfingri og sögðu við aðkomu- menn: Lohengrin... 41

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.