Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 22
SJÁVARÚTVEGUR SAMVINNUMANNA Það hefur verið stefnt að aukinni tæknivæðingu, fjölbreytni í framleiðslu og stöðugri hráefnisöfl- un. frystihús og það hafði tekið óeðlilega langan tíma þannig að afborganir lána féllu í gjalddaga áður en húsin voru komin í arðbæran rekstur. f öðru lagi leituðu þau öll til sjávarútvegsráð- herra um lausn á þessu vandamáli og hann leitaði síðan til Fiskveiðasjóðs. Tveir af sjö stjórnarmönnum í Fisk- veiðasjóði voru tregir til að samþykkja þessa beiðni. Það var ekki fyrr en eftir að bætt hafði verið á listann 5 Sölumið- stöðvarhúsum og einni saltfiskverkun- arstöð að beiðnin var samþykkt sam- hljóða. Þessum fyrirtækjum var bætt við: Þorbirni hf., Grindavík. Hraðfrystihúsi Grindavíkur hf., Grindavík. ísfélagi Vestmannaeyja hf., Vest- mannaeyjum. Vinnslustöðinni hf., Vestmanna- eyjum. Fiskiðjunni hf., Vestmanna- eyjum. Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf., Stokkseyri. Ekkert þessara viðbótarfyrirtækja átti við þau vandamál að glíma, sem leiddu til hinnar upphaflegu beiðni sjávarútvegsráðherra. En það var hvergi sagt frá þessari viðbót í fjöl- miðlum. Það var heldur hvergi skýrt frá lánum til þeirra Sölumiðstöðvar- húsa, sem sjávarútvegsráðherra gerði upphaflega tillögu um, ísbirninum hf. og Þormóði Ramma hf. Samkvæmt gildandi fréttamati var það einungis frétt að Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. og Búlandstindur hf. hefðu fengið lán umfram reglur Fiskveiðasjóðs. Eða með öðrum orðum, að sjávarút- vegsráðherra hefði hyglað Sambands- frystihúsum. Með fréttamati á borð við þetta er næsta auðvelt að rugla um fyrir þeim sem fréttanna eiga að njóta. # Aðrar vinnslugreinar Hér að framan hefur næstum eingöngu verið fjallað um frystingu. En frysting samvinnufyrirtækjanna hefur verið mjög að eflast á síðustu árum og verður betur komið að því síðar. En rétt er jafnframt að gefa stutt yfirlit yfir aðrar vinnslugreinar. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda selur allan saltfisk sem héðan er seldur til útlanda. Sambandsfrystihúsin fram- leiða nokkuð af saltfiski, en Sölusam- bandið selur þá framleiðslu. Samvinnufélögin og fyrirtæki á þeirra vegum taka stóran þátt í síldar- söltun, en Síldarútvegsnefnd selur alla saltsíld. Skreiðarframleiðendur eru í fjórum sölusamtökum: Skreiðarsamlaginu, Félagi Sambandsfiskframleiðenda, Sameinuðum skreiðarframleiðendum og Vestfirsku skreiðarsölunni. Sam- bandið er með um þriðjung skreiðar- sölunnar. Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki, eða samtals um 50, eru félagar í skreiðardeild Félags Sam- bandsfiskframleíðenda og eru til við- bótar þeim frystihúsum, sem áður voru talin. Til skamms tíma seldu fleiri skreið en þessi sölusamtök. En þegar harðnaði á dalnum í þessum viðskiptum, drógu einkaaðilar sig í hlé. Nokkur fyrirtæki annast sölu á skelfiski, enda eru fjölmargir fram- 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.