Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 24
SJÁVARÚTVEGUR SAMVINNUMANNA Sambandsfrystihúsin hafa unnið að því að tryggja fulla atvinnu í hinum ýmsu útvegsbæjum. hefur hvergi verið gengið of langt og ennþá er mikið verk óunnið. Það þarf að bæta tækni, bæta vinnuaðstöðu og aðra aðstöðu starfsfólks, bæta hrá- efnisgeymslur á nokkrum stöðum og víðast hvar þarf að auka frystigeymsl- ur og sums staðar þarf að bæta þær. Sambandsfrystihúsin hafa unnið að því að tryggja fulla atvinnu í hinum ýmsu útvegsbæjum. Það hefur verið gert með því að bæta hráefnisöflunina. Ýmislegt hefur valdið því, ekki síst utanaðkomandi aðstæður, að teflt hef- ur verið á tæpasta vað og er ekki alls staðar séð hvernig úr rætist. # Lokaorð. Ég veit að mörg ykkar komuð hingað til þess að heyra mig segja frá sókn samvinnuhreyfingarinnar í sjávarút- vegsmálum. Ég veit að mörg ykkar áttu von á að heyra mig segja frá annars konar sókn en ég hef gert. Sókn á hendur þeirra sem við erum í samkeppni við. Sambandið hefur ekki sótt á á þeim vettvangi. Ég hef hér skýrt frá því að innan samvinnuhreyf- ingarinnar fer fram stöðug og heil- brigð þróun í sjávarútvegsmálum, stöðug viðleitni til þess að verða við óskum félagsmanna um atvinnuör- yggi, en engin sókn á annarra hendur. Samvinnuhreyfingin hyggur ekki á neina sókn í sjávarútvegsmálum sem verði á kostnað annarra. Samvinnu- hreyfingin væntir þess að geta haldið áfram sókn til bættra lífskjara, sókn til bættra afurða og hærra afurðaverðs, bættrar lífsafkomu þeirra sem starfa við sjávarútveginn og bættrar afkomu sjávarútvegsins í heild. Framundan er löng og torsótt leið að þessum mark- miðum. Og vissulega mættu fleiri taka þátt í þeirri sókn í stað þess að vera stöðugt kvartandi og kveinandi, kenn- andi öðrum um allt sem erfiðleikum veldur. Atvinnuleysi á Vesturlöndum er nú víðast yfir 10%. Sú staða getur einnig hæglega komið upp hér á landi. Sjá- varútvegurinn á við geysilega erfið- leika að stríða. Verði sjávarútvegur- inn fyrir verulegum áföllum breiðist það óhjákvæmilega út um allt þjóðfé- lagið með geigvænlegum afleiðingum. Það er því hart að þurfa að búa við það að þeir sem harðast berjast gegn því og náð hafa bestum árangri skuli verða fyrir stöðugu aðkasti. Við það hefur samvinnuhreyfingin mátt búa um hríð. ♦ 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.