Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 44
Breytingar hjá Sambandinu Nokkrar breytingar á skipan manna í trúnaðarstöður hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og fyrirtækja þess hafa verið gerðar. Hjörtur Eiríksson, sem undanfarin tíu ár hefur verið framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vinnu- málasambands samvinnufélaganna. Hann tók við starfinu hinn 15. sept- ember. Hjörtur Eiríksson frkvstj. er fæddur 11. nóvember 1928 í Reykjavík. Hann lauk verslunarskólaprófi 1947 og iðn- tækninámi í Bretlandi 1949. Hann hóf störf hjá Iðnaðardeild Sambandsins um áramót 1949-50 og fór til Þýska- lands 1953 á vegum hennar. Þar var hann við nám í ullarvinnslu í þrjú ár og útskrifaðist sem ullarfræðingur í árslok 1956. Síðan hefur hann starfað samfellt hjá deildinni, þar af sem verksmiðj ustj óri Ullarverksmiðj unn- ar Gefjunar 1972-75 og sem fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar frá 1975. Hjörtur er kvæntur Þorgerði Árnadóttur og eiga þau fjögur börn. Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iðnðardeildar Sambandsins á Akureyri í stað Hjartar. Jón Sigurðsson frkvstj. er fæddur 12. mars 1952 í Reykjavík, en ólst upp á Patreksfirði og Ystafelli í Þingeyjar- sýslu. Hann nam verkfræði við Há- skóla íslands og lauk síðan prófi sem efnaverkfræðingur í Kaupmannahöfn 1977. Hann varð framkvæmdastjóri Plasteinangrunar hf. á Akureyri 1977, en árið 1980 varð hann aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sam- bandsins og veitti forstöðu Skinnaiðn- aði hennar. Fyrr á þessu ári tók hann svo við forstöðu Ullariðnaðar deildar- innar. Jón situr í bæjarstjórn Akureyr- ar og hefur verið formaður atvinnu- málanefndar Akureyrar frá 1982- Hann er kvæntur Sigríði Svönu Pét- ursdóttur, og eiga þau þrjú börn. Steinar Magnússon, framkvæmda- stjóri skrifstofu Sambandsins 1 Hamborg, hverfur heim og tekur við fyrra starfi sínu sem framkvæmda- stjóri Jötuns hf. Gylfi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Jötuns, kemur til starfa hjá Sambandinu og mun vinna að sérstökum verkefnum á Aðalskrif- stofu. Við starfi Steinars Magnússonar í Hamborg tekur Tómas Óli Jónsson framkvæmdastjóri Bílvangs sf. Steinar Magnússon er fæddur í Reykjavík 27. apríl 1932. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1952 og réðist sama ár til Iðnaðardeildar Sam- bandsins. Þar starfaði hann næstu árin, með hléi árið 1958 þegar hann / Hjörtur Eiríksson. Jón Sigurðsson. Steinar Magnússon.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.