Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 15
r andi, greip sendinguna á lofti og hvarf í tveimur stökkum út úr her- berginu. — t>essi litli, austræni skratti lét mig drekka eitthvað hræðilega sterkt, sagði Angelique við sjálfa sig. Þó var sú tilfinning, sem nú var ríkjandi í henni, ekki eins og ölvunEir- áhrif, heldur eins og einskonar ylur, sem nálgaðist raunverulega ham- ingjutilfinningu. £>að gerði hana mjög tilfinningarika. Hinn nýi bún- ingur Baktiari Bays fór ekki fram hjá henni. Hann var aðeins klædd- ur í hvítar satínbuxur, sem voru spenntar utan um kálfa hans, og um mittið var belti, bryddað með dýrmætum steinum. Slétt, nakið brjóst hans, smurt með iimsmyrslum, vöðvamiklir handleggir hans og axlir, komu upp um afl og fimi tígrisdýrsins. Svart hár hans, glitrandi af olíu, var greitt beint aftur. Með snöggri hreyfingu sparkaði hann af sér útsaumuðum skónum og teygði úr sér á hægindi. Hann bar pípu- munnstykkið kæruleysislega að vörunum, og festi augnaráðið á Ange- lique. Það hefði verið barnalegt af henni, ef hún hefði ekki séð, að tim- inn til að ræða um hirðsiði var liðinn. Hvað áttu l>au nú að tala um? Hana dauðlangaði til að teygja úr sér, eins og hann, á hægindunum, en stíft lífstykkið kom i veg fyrir það og hélt henni uppréttri. Allt í einu fannst henni það tákn varúðar, gert til þess að gefa þeim, sem vógu salt á barmi syndarinnar, tækifæri til að hugsa sig um tvisvar. Hinsvegar íannst henni ómögulegt að rísa á fætur og fara, án nokk- urrar skýringar. Þar að auki langaði hana ekki til Þess. En vegna lífstykkisins, varð hún að sitja upprétt. Hvilik dásemdaruppfinning þessi lífstykki voru! Þau hlutu að vera fundin upp af Bræðralagi hins heilaga sakramentis! Þessi tilhugsun kom Angelique til að reka upp hlátur á ný og róa fram og aftur af kátínu. Persinn var greinilega ánægður með kæti hennar. — Ég var að hugsa um uppáhaldskonurnar yðar, sagði Angelique. — Segið mér, hvernig þær klæða sig. Ganga þær í kjólnum eins og við, þessar vestrænu konur? — 1 sínum eigin hibýlum eða húsbónda síns, klæðast þær þunnum, mjúkum saroush og stuttri, ermalausri skikkju. En þegar þær fara út, sveipa þær um sig Þykkum svörtum blæjum, sem opnast aðeins nógu mikið til þess að þær geti séð fram fyrir sig. En í einrúmi eru þær aðeins i sjali, léttu eins og kóngulóarvef, gerðu úr geitarhári frá Baluchistan. Angelique stakk fingrunum aftur í rósrauð sætindi. — En það undar- lega líf! Hvað hugsa allar þessar innilokuðu konur um? Hvað sagði uppáhaldskonan — sú sem er gráðug eins og köttur — þegar þér fóruð? — Okkar konur segja ekkert — alls ekkert — um slíka hluti. Og uppáhaldskonan mín gat ekkert sagt, af annarri ástæðu. Hún er dáin. — Ó, ég samhryggist, sagði Angelique um leið og hún beit í fikju- deig. — Hún dó undán svipuhöggum, sagði Baktiari Bay hægt. — Hún hafði tekið einn af hallarvörðunum sér fyrir elskhuga. — Ó! sagði Angelique aftur. Hún lagði frá sér sætindin og leit á t prinsinn, augu hennar voru stór af skelfingu. —Svo það gerðist þannig! Segið mér, hvaða aðrar refsingar fá ótryggar eigimkonur? — Við bindum þær á bök elskhuga þeirra, og bindum þau efst á varðturn hallarinnar. Ránfuglarnir byrja með þvi að kroppa úr þeim augun og afgangurinn gerist mjög hægt og tekur langan tíma. Stund- um er ég miskunsamari. Stundum drep ég þær aðeins með því að skera þær á háls með rýtingnum mínum. Það eru þær, sem ekki hafa verið beinlínis ótrúar, heldur hafa neitað mér af duttlungum. — 0, hvað þær eru hamingjusamar! sagði Angelique kaldhæðnislega. — Þér komið þeim fyrir kattarnef og veitið þeim um leið aðgang að Paradís. Baktiari Bay rak upp rokna hlátur. — Litla Firouze — litli gimsteinn — hvert orð, sem rennur af vörum yðar, er ferskt eins og snjóinn, sem fellur við rætur Kákasus. Gerið mér námið ekki og efitt.... námið,' að læra að elska vestrænar konur. Það verður að tala mikið við þær, eftir því sem þér segið, og syngja hinni elskuðu ástaróða — en hvað svo? Hvenær kemur timi þagnarinnar, tími hinna löngu andvarpa? — Þegar konunni sýnist. Persinn stökk upp og reiðin gneistaði af andliti hans. — Nei! það getur ekki verið! Hver getur þolað slíka auðmýkingu! Frakkar eru hraustir hermenn! — Þeir gefast upp í orrustu ástarinnar. — Nei, það getur ekki verið satt, sagði hann. — Þegar kona tekur á móti herra sínum, verður hún þegar i stað að afklæðast, hjúpa sig ilmvötnum og gefa sig honum á vald. 1 einu stökki var hann kominn til hennar og kastaði henni aftur á bak i mjúk hægindi, sem lögðust að líkama hennar og höfðu nærri því kæft hana með þungum ilmi. Rándýrsbros Baktiari Bay kom nær og nær. Angelique þrýsti höndum sínum á axlir hans, til að ýta honufh frá sér, en þegar hún fann mjúka, stinna húð hans, tók hún að titra. — Timinn er enn ekki kominn, sagði hún. —■ Gætið yðar. Hin minnsta ósvífni er dauðadómur konunnar yfir sjálfri sér. — Þér hafið engan rétt til að drepa mig. Ég er þegn Frakklands- fcmimp. — Konungurinn sendi yður hingað mér til ánægju. — Nei, til að heiðra yður og kynnast yður betur, því hann treystir dómgreind minni. En ef þér drepið mig, mun hann reka yður með skömm út úr konungdæmi sínu. — Eg skal segja, að þér hafið hagað yður eins og blygðunarlaus hóra. — Konungurinn mun ekki trúa yður. — Hann sendi yður hingað mér tii gamans. — Nei, hann getur ekki ráðstafað mér þannig. — Hver getur það þá? Hún hvessti á hann smaragðsgræn augun. — Aðeins ég. Persinn losaði tak sitt á henni og leit á hana ruglaður í bragði. Angelique brauzt um, en gat ekki setzt upp á ný. Hægindin létu um of undan. Hún tók að hlæja. — Það er mikill munur, muldraði hún, — milli konu, sem segir já, og konu, sem segir nei. Þegar hún segir já, er það mikill sigur, og menn Þjóðar minnar telja sér heiður að fá að berjast fyrir þessu jáyrði. — Eg skil, sagði prinsinn eftir stundarþögn. — Gerið þá svo vel að hjálpa mér að standa upp, sagði hún og rétti fram hendurnar á móti honum. Hann hlýddi eins og stórt villidýr, sem allt í einu er orðið tamið. Glampandi augu hans viku ekki af henni. Öll hans orka var saman komih i einum, undnum gormi, til að stökkva á hana aftur, ef hún léti í ljós minnstu merki undanlátssemi. — Hvað þarf karlmaður að hafa, til að koma konu til að segja já? Hún hafði næstum svarað: — Hann þarf að vera villtur og glæsi- legur eins og þér. Návist hans var henni nærri ofraun. Hve oft myndi hún geta leikið þennan hættulega leik? Hitabylgjur runnu um hana, eins og hún hefði sótthita, en hún fann aðeins óíullnægða þrá, sem aðeins var hægt að lina í æðislegu faðmlagi. Hún vissi vel, hve erfitt hún átti með að standast bros hans, rakar varir og leiftrandi augu, og hún þráði að hann gripi hana aftur i fangið. Samt velti hún þvi fyrir sér, hve lengi hún gæti gengið á þessari linu, og hvorum megin Hún myndi detta. Já megin eða nei megin. Baktiari Bay fyllti silfurbolla og rétti henni hann. Angelique fann svaian málminn við varir sínar og siðan bragðið af græna vökvanum. —• Það er leyndarmál hverrar konu, hversvegna einn karlmaður fellur henni í geð vegna þess að hann er dökkur, annar vegna þess að hann er ljós. Hún hélt bollanum út frá sér með beinum handlegg og heilti úr honum í þunnum, grænum fossi, niður í þykka, austræna sessu. — Chatisoum (kvenskratti)! hvæsti prinsinn milli tannanna. — Eða annan vegna þess að hann er blíður, eða þriðja vegna þess að hann gæti drepið hana i reiðikasti með rýtingi sinum. Að lokum heppnaðist henni að rísa á fætur. Hún fullvissaði hans há- göfgi um, að hún hefði haft mjög gaman af heimsókninni og myndi reyna að koma konunginum til að skilja meginástæðu óánægju hans, -því henni fanftst rök haps skýnsatplag. og r^ttmaat. Með ógpandi hJÍk i augnm, sagði Baktlasi Bæ* áð þa'ð væri siðwr í hans landi, að han- sigla vináttu með því að hysa gest sinn svo longi sam vináttán entist. Angelique hristi höfuðið. Lokkur úr ijósu hári hennar iagðist niður yfir ennið og augu hennar glitruðu eins og kampavin. Hans hágöfgi hafði rétt fyrir sér, og hún varð að hlýða sömu starfsreglu. Hann hlaut að skilja, að af því hún hafði skyldur að rækja viö sinn eigin þjóðhöfðingja, varð hún að snúa aftur til hans og vera hans gestur, meðan vinátta þeirra entist. — Sach (þrákálfur)! sagði hann eins og það væri blótsyrði. Söngræn rödd reis úti fyrir og barst í gegnum þung tjöldin fyrir herberginu. — Er ekki kominn timi fyrir kvöldbænina? Ég vil alls ekki, að er- lend kona láti yður missa af bænahaldinu. — Chaitsoum! endurtók ambassadorinn. Angelique strauk niður pilsin, lagaði úfið hárið og tók upp blæ- vænginn. — Ég skal túlka mál yðar í Versölum og reyna að ráða fram úr ölium erfiðleikum varðandi hirðsiðareglurnar. En má ég taka með mér loforð yðar, um að vernda hinar tuttugu katólsku trúboðsstöðv- ar í Persíu? — Ég ætlaði að taka það með í samninginn. En myndu ekki trú yðar og prestar telja það vanvirðu, ef þeim yrði bjargað fyrir milli- göngu konu? — Þrátt fyrir allt yðar stolt, yðar hágöfgi, var það kona, sem fæddi yður í heiminn. Persinn varð orðlaus. Svo brosti hann aðdáunarbrosi. — Þér eruð fædd til að vera sultana-bach. — Hvað í ósköpunum er þaÖ? —v — Það er nafnbótin, sem þær konur fá, sem fæddar eru til að ráða yfir konungum. Það er aðeins ein í hverju kvennabúri. Hún er aldrei valin. Hún er þar, vegna þess að hún kann að heilla líkama og sái stjórnandans. Hann getur ekkert gert, án þess að ráðfæra sig við hana. Hún stendur framar öllum öðrum konum, og það er aðeins sonur hennar, sem getur tekið við völdum af henni. Hann leiddi hana fram að silkidyratjöldunum. — Fyrsta einkenni F.ramheJd á bls. 85. VIK^I 48. tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.