Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 28
Það var daginn sem allar ár flutu yfir bakka sína og brúarsporð- urinn eystri á Jökulsá á Sólheimasandi lenti á villigötum, að við rennum okk- ur yfir holurnar á Zephyr frá bílaleig- unni Bíllinn, yfir rásirnar og gegnum aurskriðurnar og vinnukonurnar hafa varla við á mesta hraða. Annað slag- ið greinum við hluta af landslagi út um foraurugar hliðarrúðurnar, Laxá í Kjós beljandi mórauð og hvinurinn svo mikill að yfirgnæfir stormgnýinn; Hvítanes niðri við sjó á hægri hönd og lítill Volvo frá Pósti & síma fastur ofan í mýrinni þar niður af sem veg- hefillinn er að moka aurskriðunni af veginum; Hafnarfjall hátt, svart og mikilúðlegt með skýjaskuplu niður ( augu; engir Hvítárvellir lengur, aðeins vatnsflaumur og hálffIjótandi gamall Moskvits svamlandi í gegn um hann. Hvít hæna hlaupandi á móts við lækn- isbústaðinn á Kleppjárnsreyjum og mikilúðlegt fólk með blóðugur svunt- ur hjá Kláffossbrú. Mjólkurbrúsi niðri á vegi hjá Síðumúla og Hvítá belj- andi yfir allar eyrar. Við stöðvum Zephyrinn uppi á hæð, opnum hlið og rennum bdnum niður brekkuna heim á hlað — eitt hlað, gamalt milli gamalla húsa og nýs. Ég skokka upp tröppurnar, upp að nýja húsinu. Þetta eru sérkennileg þrep; eins og hraunstraumur sem hef- ur storknað utan um vatnssorfna steina og stöðvazt á birkilurkum, sem liggja um þvert. Svo eru dyr í skjóli f kverk móti suðri og vestri; reyndar er ekkert veður hér, þetta er ( vari undir hárri brekku og vindurinn nær ekki hing- að, hann stekkur lengra fram af; kem- ur niður einhvers staðar úti á Hv(tá ellegar ekki fyrr en úti í Hálsasveit. Það er lygnt og hlýtt þennan dag á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Guðmundur Böðvarsson tekur sjálf- ur á móti okkur; á enda von á okkur þennan dag, þótt vonin væri farin að breytast í þá von að við kæmum ekki, þvf veðrið hefur tafið okkur svo að það er komið fram undir kaffimál. En hann lætur það ekki á sig fá, heldur tekur hlýlega á móti okkur og býður til stofu; lágvaxinn maður lið- legur, sléttrakaður með glampa ( aug- um, glettnisglampa. Klæddur í vinnu- skyrtu og vinnubuxur. Ekki greiddur sérstaklega í tilefni af gestakomunni. Bara eins og hann á að sér, óþving- aður og blátt áfram. Bóndi í sveit. Skáld. Hvort tveggja? Annað hvort? Eða eitthvað allt ann- að? — Ég er að minnsta kosti fyrrver- andi bóndi. Svo mikið er víst. Hitt hef- ur svo lengi blandazt saman við bú- skapinn, að gera ýmislegt annað með. Hins vegar er ég ekki prófessjónal skáld. Til þess þurfa menn að hafa betri undirbúning undir sitt lífsstarf og sjálfsagt meiri tekjur af þvi, án þess þó ég þekki þá hlið málsins. — Skáldskapur hefur aldrei verið starf hjá þér, er það? — Nei, það get ég ekki sagt. Ann- ars er svo komið fyrir mér nú, að ég lifi bæði af skáidskap og aumingja- skap. Ég er öryrki; hef tvisvar fengið blóðtappa ( hjarta og hef því ör- orkustyrk, og svo hef ég svolítinn lista- 28 Vlkan heimsœkír Guðmund skáld ái KiPkiuböli mnouR VERDUR lEHUIRð LVRIK LÍKR Ég er að minnsta kosti fyrrverandi bóndi. Hitt hefur lengi blandazt saman við bú- skapinn, að gera ýmislegt annað með. Hins vegar er ég ekki prófessjónal skáld. Til þess þurfa menn að hafa betri undir- búning undir lífsstarf sitt og sjálfsagt meiri tekjur af því. Myndir: Kristján Magnússon. Texti: Sigurður Hreiðar. í viðtalinu, sem birtist á þess- um síðum, getur Guðmundur Böðvarsson þess, að bók hans SaltJcom í mold hafi hlotið vonda dóma og gert hann óvinsælan að vissu leyti. Um réttmæti þeirrar afstöðu skal mönnum selt sjálfdæmi, og birtum við hér með leyfi höfundar tvö kvæði úr Saltkorni í mold, ann- ars vegar úr fyrri hlutanum, sem kom út 1962, en hins vegar úr síðari hlutanum, sem er að koma út um þessar mundir. ÚR FYRRI HLUTA Hér sefur Sálómon Jónsson, svarthæröur, úfinn, grimmur, afrenndur maJSur aö afli, oröfár, rómurinn dimmur. Hann safnaöi flekkóttum sauöum, sjálfseignarbóndi á Gafli, fjallkóngur maktarmikill, mágur Þrándar í K'inn. Hann refsaöi haröri hendi ef honum var gert á móti og háöi fjölmarga hildi viö Hóls-Manga, bróöur sinn. Hans ögun bitnaöi illa á elzta syninum, Gvendi. Hann sagöi viö snáöann: Sonur, ]>ú sýn'ist þungur til göngu um veraldarhringinn víöan, en náöu í hann Nasa minn. — Hann hnýtti stráknum í stertinn og stökkhleypti klárnum síöan. ViÖ Manga var annaö aö eiga, oröhvatan, lítinn skratta, sem bæöi var þrœtinn og þvœlinn, hann sagöi Salómon Ijúga og Salómon Jónsson reiddist, og Sálómon sagöi ekki meira, því Sálómon flaug á þrælinn og Sálómon festi meö fræknleik einn fingur í bróöur sins kjafti og ætlaöi aö rífa þar út úr meö álveg sérstökum krafti, og taldi þaö máklega meiöing mantti, sem þrætti og laug, og víst var Hóls-Mangi væskill en vígtenntur eins og hundur og fól, sem frægt er oröiö, því fingurinn beit hann í sundur, Viann tolldi rétt saman á taug. — Og loks þegar lokiö var stríöi og liösmenn þreyttir og móöir þá sagöi Sálómon Jónsson: — SérÖu fingurinn bróöirf VIKAN 48. tlll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.